„Ólafur Rögnvaldsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengil.
Lína 3: Lína 3:
Faðir: Rögnvaldur Keniksson, bróðir [[Gottskálk Keniksson|Gottskálks Kenikssonar]] [[Listi yfir Hólabiskupa | Hólabiskups]]. Móðir ókunn. Ólafur var af norskri ætt sem fór með völd á Hólastað 1358-1390 og 1442-1520.
Faðir: Rögnvaldur Keniksson, bróðir [[Gottskálk Keniksson|Gottskálks Kenikssonar]] [[Listi yfir Hólabiskupa | Hólabiskups]]. Móðir ókunn. Ólafur var af norskri ætt sem fór með völd á Hólastað 1358-1390 og 1442-1520.


Óvíst er hvænær Ólafur fæddist og hvar hann ólst upp, en hann mun hafa verið langdvölum hér á landi. Hann er nefndur prestur á [[Breiðabólstaður í Vesturhópi|Breiðabólstað]] í [[Vesturhóp]]i 1449, og fékk síðan [[Oddi|Odda]] á Rangárvöllum 1453, en báðar jarðirnar voru [[erkibiskupslén]].
Óvíst er hvænær Ólafur fæddist og hvar hann ólst upp, en hann mun hafa verið langdvölum hér á landi. Hann er nefndur prestur á [[Breiðabólstaður í Vesturhópi|Breiðabólstað]] í [[Vesturhóp]]i [[1449]], og fékk síðan [[Oddi|Odda]] á Rangárvöllum 1453, en báðar jarðirnar voru [[erkibiskupslén]].


Sumarið eftir fráfall Gottskálks Kenikssonar, þ.e. 1458, var haldin prestastefna á [[Víðivellir|Víðivöllum]] og var Ólafur Rögnvaldsson þar kosinn eftirmaður hans sem Hólabiskup. Kjörbréf hans er til í frumriti og er merkilegt skjal. [[Kristján 1.]] [[Listi yfir Danakonunga|Danakonungur]] samþykkti kosninguna, og tók Ólafur við sem biskup á Hólum 1459. Samhliða biskupsembætti var hann [[sýslumaður]] í [[Hegranesþing]]i 1459-1469, að skipan konungs.
Sumarið eftir fráfall Gottskálks Kenikssonar, þ.e. 1458, var haldin prestastefna á [[Víðivellir|Víðivöllum]] og var Ólafur Rögnvaldsson þar kosinn eftirmaður hans sem Hólabiskup. Kjörbréf hans er til í frumriti og er merkilegt skjal. [[Kristján 1.]] [[Listi yfir Danakonunga|Danakonungur]] samþykkti kosninguna, og tók Ólafur við sem biskup á Hólum 1459. Samhliða biskupsembætti var hann [[sýslumaður]] í [[Hegranesþing]]i 1459-1469, að skipan konungs.


Ólafur biskup hóf að koma skipan á [[kristnihald]] og fjárreiður kirkna í biskupsdæminu. Risu af því miklar deilur við leikmenn, m.a. um gjöld af [[hálfkirkja|hálfkirkjum]], kostnað við að hýsa biskup og fylgdarlið í [[yfirreið]]um, forræði fyrir [[bændakirkja|bændakirkjum]] o.fl. Var [[Hrafn Brandsson]] [[lögmaður]] fremstur í andstöðu við biskup, og var [[bannfæring | bannfærður]] fyrir.
Ólafur biskup hóf að koma skipan á [[kristnihald]] og fjárreiður kirkna í biskupsdæminu. Risu af því miklar deilur við leikmenn, m.a. um gjöld af [[hálfkirkja|hálfkirkjum]], kostnað við að hýsa biskup og fylgdarlið í [[yfirreið]]um, forræði fyrir [[bændakirkja|bændakirkjum]] o.fl. Var [[Hrafn Brandsson (eldri)|Hrafn Brandsson]] [[lögmaður]] fremstur í andstöðu við biskup, og var [[bannfæring | bannfærður]] fyrir.

Ólafur var mikill fjárgæslumaður fyrir hönd biskupsstólsins, siðavandur og refsingasamur, og lagði háar sektir á menn fyrir brot sín. Þekktast er svokallað [[Hvassafellsmál]], þar sem Bjarni Ólafsson á Hvassafelli í Eyjafirði var borinn sökum um óleyfilegt samband við Randíði dóttur sína. Auk hagsmunagæslu fyrir kirkjuna varð Ólafur biskup með tímanum stórauðugur maður sjálfur.
Ólafur var mikill fjárgæslumaður fyrir hönd biskupsstólsins, siðavandur og refsingasamur, og lagði háar sektir á menn fyrir brot sín. Þekktast er svokallað [[Hvassafellsmál]], þar sem Bjarni Ólason á [[Hvassafell]]i í Eyjafirði var borinn sökum um óleyfilegt samband við Randíði dóttur sína. Auk hagsmunagæslu fyrir kirkjuna varð Ólafur biskup með tímanum stórauðugur maður sjálfur.


Ólafur Rögnvaldsson hafði náin tengsl við [[erkibiskup]] í [[Niðarós]]i, og átti einnig rétt til setu í norska [[ríkisráð Noregs|ríkisráðinu]]. Ólafur var mun atkvæðameiri en þeir biskupar sem sátu samtíða honum í Skálholti og bar ægishjálm yfir flesta aðra valdsmenn hérlendis á sinni tíð.
Ólafur Rögnvaldsson hafði náin tengsl við [[erkibiskup]] í [[Niðarós]]i, og átti einnig rétt til setu í norska [[ríkisráð Noregs|ríkisráðinu]]. Ólafur var mun atkvæðameiri en þeir biskupar sem sátu samtíða honum í Skálholti og bar ægishjálm yfir flesta aðra valdsmenn hérlendis á sinni tíð.

Útgáfa síðunnar 5. janúar 2010 kl. 00:27

Ólafur Rögnvaldsson var biskup á Hólum frá 1459 til dauðadags, 1495, eða í 36 ár.

Faðir: Rögnvaldur Keniksson, bróðir Gottskálks Kenikssonar Hólabiskups. Móðir ókunn. Ólafur var af norskri ætt sem fór með völd á Hólastað 1358-1390 og 1442-1520.

Óvíst er hvænær Ólafur fæddist og hvar hann ólst upp, en hann mun hafa verið langdvölum hér á landi. Hann er nefndur prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi 1449, og fékk síðan Odda á Rangárvöllum 1453, en báðar jarðirnar voru erkibiskupslén.

Sumarið eftir fráfall Gottskálks Kenikssonar, þ.e. 1458, var haldin prestastefna á Víðivöllum og var Ólafur Rögnvaldsson þar kosinn eftirmaður hans sem Hólabiskup. Kjörbréf hans er til í frumriti og er merkilegt skjal. Kristján 1. Danakonungur samþykkti kosninguna, og tók Ólafur við sem biskup á Hólum 1459. Samhliða biskupsembætti var hann sýslumaður í Hegranesþingi 1459-1469, að skipan konungs.

Ólafur biskup hóf að koma skipan á kristnihald og fjárreiður kirkna í biskupsdæminu. Risu af því miklar deilur við leikmenn, m.a. um gjöld af hálfkirkjum, kostnað við að hýsa biskup og fylgdarlið í yfirreiðum, forræði fyrir bændakirkjum o.fl. Var Hrafn Brandsson lögmaður fremstur í andstöðu við biskup, og var bannfærður fyrir.

Ólafur var mikill fjárgæslumaður fyrir hönd biskupsstólsins, siðavandur og refsingasamur, og lagði háar sektir á menn fyrir brot sín. Þekktast er svokallað Hvassafellsmál, þar sem Bjarni Ólason á Hvassafelli í Eyjafirði var borinn sökum um óleyfilegt samband við Randíði dóttur sína. Auk hagsmunagæslu fyrir kirkjuna varð Ólafur biskup með tímanum stórauðugur maður sjálfur.

Ólafur Rögnvaldsson hafði náin tengsl við erkibiskup í Niðarósi, og átti einnig rétt til setu í norska ríkisráðinu. Ólafur var mun atkvæðameiri en þeir biskupar sem sátu samtíða honum í Skálholti og bar ægishjálm yfir flesta aðra valdsmenn hérlendis á sinni tíð.

Allmikið er til af skjölum úr embættistíð Ólafs Rögnvaldssonar, t.d. máldagabók hans frá 1461 yfir kirkjur í Hólabiskupsdæmi, sem er elsta máldagabók íslensk sem varðveitt er í frumriti (skinnbók).

Ólafur biskup var strangur einlífismaður og átti ekki börn.

Heimildir

  • Páll Eggert Ólason: Íslenskar æviskrár IV.
  • Sigurður Líndal (ritstj.): Saga Íslands V.



Fyrirrennari:
Gottskálk Keniksson
Hólabiskup
(14591495)
Eftirmaður:
Gottskálk grimmi Nikulásson