Munur á milli breytinga „Oliver Kahn“

Jump to navigation Jump to search
118 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
ekkert breytingarágrip
m (robot Bæti við: de:Oliver Kahn)
'''Oliver Kahn''' ([[15. júní]] [[1969]] í [[Karlsruhe]]) er þýskur [[knattspyrna|knattspyrnumaður]] og markmaður sem spilaði lengst af á ferli sínum með [[Bayern München]]. Þrisvar var hann kjörinn besti markmaður heims, fjórum sinnum besti markmaður [[Evrópa|Evrópu]] og tvisvar knattspyrnumaður ársins í [[Þýskaland]]i.
 
[[Mynd:Oliver Kahn of Munich, September 2, 2008.jpg|thumb|Oliver Kahn á kveðjuleik sínum í september 2008 á Allianz-leikvanginum í München]]
== Leikferill ==
[[Mynd:Oliver Kahn of Munich, September 2, 2008.jpg|thumb|Oliver Kahn á kveðjuleik sínum í september 2008 á Allianz-leikvanginum í München]]
Aðeins 6sex ára gekk Kahn til liðs við [[Karlsruher FC]] og var þá útileikmaður. En brátt gerðist hann markmaður og hefur staðið milli stanganna allar götur síðan. Árið [[1987]] fékk Kahn í fyrsta sinn að spreyta sig með aðalliðinu í Bundesligunni. Það var þó ekki fyrr en [[1990]] að hann var orðinn fastamaður í byrjunarliðinu. Árið [[1993]] var Kahn í fyrsta sinn valinn í þýska landsliðið, en sat þó á bekknum. Árið [[1994]] var Kahn keyptur til Bayern München fyrir 4,6 milljónir þýskra marka, en þar var metupphæð í Þýskalandi fyrir markvörð. Ári síðar, [[1995]], fékk Kahn í fyrsta sinn að spreyta sig í markinu hjá landsliðinu, eftir að hafa setið á varamannabekknum þar í tvö ár. Landsliðið sigraði þá [[Sviss]] 2:1. Hins vegar var [[Andreas Köpke]] enn aðalmarkmaður landsliðins, þar til hann lagði skóna á hilluna [[1998]]. Þá fyrst tók Kahn við sem aðalmarkmaður. Árið [[1996]], vann Kahn sinn fyrsta titil er Bayern München sigraði í [[Evrópukeppni bikarhafa]]. Ári síðar varð Kahn í fyrsta sinn þýskur meistari, en alls náði hann þeim áfanga 8átta sinnum. Árið [[2002]] varð hann fyrirliði þýska landsliðsins, en hann tók við þeirri stöðu af [[Oliver Bierhoff]] og skilaði henni tveimur árum síðar til [[Michael Ballack]]. Fyrsta stórmót Kahns var Evrópumótið í Englandi 1996, en þá sat hann allan tímann á bekknum. Fyrsta stórmótið þar sem hann spilaði með var Evrópumótið í Þýskalandi 2000. Þar náðu Þjóðverjar hins vegar ekki að komast upp úr riðlakeppninni. Kahn hefur leikið 557 leiki í Bundesligunni, sem er met hjá markmanni. Hann á einnig metið í að halda marki sínu hreinu samfleytt eða í 19 leiki í röð. [[17. maí]] [[2008]] lék hann sinn síðasta leik í Bundesligunni (gegn [[Hertha Berlin]]). Þann [[27. maí]] sama ár lék hann svo síðasta leik sinn í atvinnuknattspyrnu er Bayern München sigraði Mohun Bagan AC á [[Indland]]i 3:0. Kveðjuleikur fyrir Kahn fór fram [[2. september]] 2008 milli Bayern München og þýska landsliðsins. Leikurinn endaði 1:1.
 
== Félagslið Kahns ==
 
== Annað markvert ==
Þann 18. september 1999 skall Oliver Kahn svo harkalega saman við félaga sinn Samuel Kuffour að hann rotaðist og var meðvitundarlaus í nokkrar mínútur. Þegar hann rankaði við sér reyndi hann að halda leik áfram, en varð að fara út af á 55. mínútu vegna vanlíðunar.
 
== Heimildir ==
{{wpheimild|tungumál=de|titill=Oliver Kahn|mánuðurskoðað=janúar|árskoðað=2010}}
{{Commonscat}}
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Oliver Kahn|mánuðurskoðað=janúar|árskoðað=2010}}
 
[[Flokkur:Þýskir knattspyrnumenn|Kahn, Oliver]]
{{fe|1969|Kahn, Oliver}}
 
[[ar:أوليفر كان]]
50.763

breytingar

Leiðsagnarval