Munur á milli breytinga „Meðgöngusykursýki“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
 
==== Axlarklemma ====
Hvað varðar [[axlarklemma|axlarklemmu]] eða annan skaða á útlimum sem getur átt sér stað í kjölfar fæðingar hjá of stórum börnum (''macrosomia'') þá skyldi skoða útliminn sem varð fyrir skaða með tilliti til aktívra og passívra hreyfiferla sem notaðir eru til viðmiðunar fyrir frekari líkamsskoðanir í framtíðinni. Jafnframt skal meta bæði skynvirkni útlimsins í líkamsskoðuninni, bæði hvað varðar skynjun léttrar og beittrar (''pinprick'') snertingar. Sá möguleiki er fyrir hendi að nýburinn hunsi annan líkamshelminginn og ef slíkt er til staðar getur það bent til þess að hann skorti tilfinningu í handleggnum sem er á þeim helmingi. Tap á [[drifkerfisvöðvaspennu]] (''sympathetic tone'') getur einkennst af kaldri og þurri húð. Til að ná sem bestum árangri hjá nýburum með axlarklemmu þarf að koma snemma auga á vandamálið og að koma nýburanum í samband við sérhæft teymi sem vinnur með vandamálið. Þess má geta að um 95% þeirra sem fæðast með skaða á ''brachial plexus'' ná bata með sjúkraþjálfun einni og sér. Aðeins örlítið hlutfall nýbura með vandamálið gætu þurft á frekari aðstoð að halda til að ná betri bata, en þau 5% sem eftir eru fá langvarandi einkenni og eiga þau það á hættu að þróa með sér markverða fötlun ef meðferð er ekki hafin nógu snemma. Þó má nefna að um 90% nýbura innan þessara 5 % geta náð miklum bata sé meðferð ekki tafin um of, en sé meðferðin hafin of seint ná einungis um 50-70% þeirra markverðum bata <ref>Dunham (2003).</ref>
 
== Eftirfylgni ==
40

breytingar

Leiðsagnarval