„James Clerk Maxwell“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
MelancholieBot (spjall | framlög)
TXiKiBoT (spjall | framlög)
m robot Bæti við: zh-yue:麥克斯韋
Lína 90: Lína 90:
[[zh:詹姆斯·克拉克·麦克斯韦]]
[[zh:詹姆斯·克拉克·麦克斯韦]]
[[zh-min-nan:James Clerk Maxwell]]
[[zh-min-nan:James Clerk Maxwell]]
[[zh-yue:麥克斯韋]]

Útgáfa síðunnar 2. desember 2009 kl. 08:54

James Clerk Maxwell

James Clerk Maxwell (13. júní 18315. nóvember 1879) var skoskur stærðfræðingur og eðlisfræðingur. Hann er þekktastur fyrir að hafa sameinað raf- og segulkraftana í safn fjögurra jafna sem saman kallast jöfnur Maxwells. Einnig er hann frægur fyrir að hafa komið með tölfræðilega lýsingu á kvikfræðilegri hegðun atóma í formi Maxwelldreifingarinnar.

Uppgötvanir Maxwells höfðu mikil áhrif á nútímaeðlisfræði og lögðu t.d. grundvöllinn að sértæku afstæðiskenningunni og skammtafræðinni. Maxwell er einnig þekktur fyrir að hafa tekið fyrstu litljósmyndina árið 1861.

Nánast allur ferill Maxwell var við Cambridge-háskóla, þar sem hann byggði rannsóknir sínar oftar en ekki á miklum stærðfræðihæfileikum, sérstaklega á sviði rúmfræði og algebru. Með þessa kunnáttu að vopni gat Maxwell sýnt fram á að raf- og segulsvið ferðast um rúmið í formi bylgna á föstum hraða ljóssins. Loks árið 1961 birti Maxwell grein í fjórum hlutum í tímaritinu Philosophical Magazine sem nefndist On Physical Lines of Force, þar sem í fyrsta skipti kom fram sú kenning að ljós sé bylgjuhreyfing í sama miðli og er orsökin fyrir rafmagni og segulmagni.

Maxwell er álitinn af mörgum - sérstaklega innan eðlisfræðinnar - vera sá vísindamaður 19. aldar sem mest áhrif hafði á 20. aldar eðlisfræði. Framlög hans til eðlisfræðinnar eru af mörgum talin mega setja til jafns við framlög Newtons og Einsteins. Árið 1931 á aldarafmæli Maxwells lýsti Albert Einstein verkum Maxwells sem „þeim mikilvægustu og þeim sem mestan ávöxt hafa borið síðan Newton var uppi“.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill GG