„Vlad Drakúla“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Louperibot (spjall | framlög)
m robot Breyti: pt:Vlad III, o Empalador
MelancholieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: szl:Vlad Ţepeş
Lína 75: Lína 75:
[[sr:Vlad Cepeš III]]
[[sr:Vlad Cepeš III]]
[[sv:Vlad III Dracula]]
[[sv:Vlad III Dracula]]
[[szl:Vlad Ţepeş]]
[[th:วลาด เทเปซ]]
[[th:วลาด เทเปซ]]
[[tr:III. Vlad]]
[[tr:III. Vlad]]

Útgáfa síðunnar 20. nóvember 2009 kl. 06:11

Vlad Tepes

Vlad Ţepeş eða Vlad Dracula (14311476) var fursti í Vallakíu (sem nú er eitt af þremur héruðum Rúmeníu). Hann léði nafn sitt aðal illmenninu í bók Bram Stoker, Drakúla, en ólíklegt þykir að Stoker hafi mikið þekkt til sögu hans annað en nafnið.

Árið 1431 í nóvember eða desember fæddist í transylvanísku borginni Sighisoara . Á þeim tíma var faðir hans, Vlad Drakúl, í útleigð frá heimalandi þeirra Valakíu. Nefna má að húsið sem að hann fæddist í stendur ennþá og er til sýnis. Lítið er vitað um æsku Vlads. Hann átti tvo bræður: eldri bróður Mircea og yngri bróður Radu hinn myndarlega(sem er viðurnefni sem hann fékk frá Óttómönnum á seinni tímum). Vlad var alinn upp og menntaður af móðurætt sinni sem var transylvanísk aðalsfjölskylda. Menntun hans sem kristins aðalsmanns byrjaði árið 1436 þegar faðir hans náði völdum aftur í Valakíu eftir að hafa rutt í burtu keppinauta sína, Danesti ættina. Vlad lærði allar bardaga og stjórnaraðferðir sem að sæmir kristnum aðalsmanni. Fyrsti kennari hans var gamall aðalsmaður sem að hafði barist á móti Tyrkjum í bardaganum við Níkólópolis.

Árið 1444 þegar Vlad var 13 ára, sendi faðir hans Radu og Vlad til sóldánsins í Tyrklandi sem gísla til að tryggja frið á milli þjóðanna. Vlad var þar til ársins 1448 þegar honum var sleppt af tyrkjum. Bróðir hans Radu kusu að vera eftir í Tyrklandi, og hafði stuðning Tyrkja til að verða næsti konungur Valakíu á móti bróður sínum Vlad.

Faðir Vlads og eldri bróðir hans Mircea voru sviknir af aðalsmönnum í Valakíu í hendurnar á tyrkjum árið 1447. Faðirinn Vlad var stjaksettur og eldri bróðirinn Mircea var grafinn lifandi. Þetta þurfti Vlad Drakúla að horfast við, og á þeim tíma svór hann að ná hefndum, beint eða óbeint. Þetta sást á grimmdarverkum hans á seinni tímum.

Upphafleg stjórnartíð Vlads III var mjög stutt eða tveir mánuðir, vegna óvinskap hans til Ottómanna og frá Ottómanna til hans. Það var ekki fyrr en árið 1456 sem að komst til valda fyrir alvöru, með stuðningi Hyandi konungs Ungverjalands. þá útnefndi hann Tirgoviste sem höfuðborg Valakíu og byggði svo kastala sinn nálægt Arges ánni. Flest frægðarverk Vlads gerðust á þessum tíma.

Vlad Drakúla III þekktastur fyrir ómennsk grimmdarverk. Stjaksetning var uppáhalds pyntingarleið hans. Stjaksetning var og er ennþá ein hræðilegasta leið sem til er, til að deyja, þar sem að þetta er hægur dauðadagi og frekar sársaukamikill.

Vlad notaði stjaksetningu ekki bara leið til að pynta og drepa óvini sína heldur líka til að hræða þá í burtu. T.d. er til ein saga um það þegar Tyrkir ætluðu að gera innrás inní Valakíu. Mohammed II sigurvegari Konstantínopel sem var þekktur fyrir grimmd sína og miskunnarleysi flúði af ógeði þegar að hann sá tugi þúsunda af stjaksettra líka tyrkneskra fanga.

Vlad var ekki beinlínis besti vinur Ottómanna, og átti þess vegna í deilum við þá. Árið 1476 eftir langa og harða baráttu við Ottómanna safnaði heyrði Vlad að þeir ætluðu að gera útaf við hann eitt skipti fyrir öll. Eftir að hafa heyrt þetta þá safnaði Vlad öllum sínum mönnum saman og fékk hjálp frá bandamönnum sínum í Ungverjalandi. Þessi orrusta átti greinilega að vera su síðasta sem að fór á milli Valakíu og Ottómanna. Orustan endaði þannig að Ottómannar unnu. Það er ekki vitað hvernig að Vlad var drepinn í orustunni, sumir halda að hann hafi verið drepinn af óvininum, sumir halda að hann hafi verið drepinn af Ungverskum bandamönnum sínum, og sumir halda að hann hafi óvart verið drepinn af sínum eiginn mönnum. Þó að það sé ekki vitað hvernig að Vlad dó er vitað að hann var drepinn í þessum bardaga með restinni af hernum hans. Valakíumenn börðust til hins síðasta manns, það voru engir fangar teknir.