„Alkalímálmur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
TXiKiBoT (spjall | framlög)
TXiKiBoT (spjall | framlög)
m robot Breyti: pt:Metal alcalino
Lína 82: Lína 82:
[[no:Alkalimetall]]
[[no:Alkalimetall]]
[[pl:Metale alkaliczne]]
[[pl:Metale alkaliczne]]
[[pt:Alcalino-metálicos]]
[[pt:Metal alcalino]]
[[qu:Alkali q'illay]]
[[qu:Alkali q'illay]]
[[ro:Metal alcalin]]
[[ro:Metal alcalin]]

Útgáfa síðunnar 26. október 2009 kl. 19:33

Flokkur
Lota
1
2 3
Li
3 11
Na
4 19
K
5 37
Rb
6 55
Cs
7 87
 Fr 
Litalykill

Alkalímálmar eru efnaflokkur í 1. flokki lotukerfisins. Í honum eru frumefnin litín, natrín, kalín, rúbidín, sesín og fransín. Þeir eru mjög hvarfgjarnir og finnast því sjaldan sem aldrei hreinir í náttúrunni.

Alkalímálmar eru silfurgljáandi, mjúkir málmar með lágan eðlismassa. Þeir bindast auðveldlega við halógena þar sem þau mynda jónísk sölt og við vatn þar sem þau mynda sterklega basísk hýdroxíð. Þessi efni hafa eina rafeind í ysta hveli, þannig að besta leiðin frá orkufræðilegu sjónarmiði til að ná fullu rafeindahveli er að tapa þessari einu rafeind og mynda þá jákvætt hlaðna jón.

Vetni, með bara eina rafeind, er stundum sett efst í flokk 1 en er samt ekki alkalímálmur; heldur er náttúruleg staða þess tvíatóma gas. Að fjarlægja einu rafeind þess þarfnast talsvert meiri orku heldur en að fjarlægja ytri rafeind alkalímálma. Eins og með halógena, þarf bara eina rafeind til að fylla ysta hvel vetnisatóms, þannig að undir sumum kringumstæðum getur það hagað sér eins og halógen, og myndað neikvæða hýdríð jón. Tvísambönd hýdríðs við alkalímálma og suma hliðarmálma hafa verið mynduð.

Undir öfgakenndum þrýstingi, eins og finnst í kjarna Júpíters, gerist vetni málmkennt og hegðar sér eins og alkalímálmur (sjá málmkennt vetni).

Snið:Tengill ÚG