„Endurreisnin“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
JAnDbot (spjall | framlög)
FoxBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: war:Renasimyento
Lína 109: Lína 109:
[[vi:Phục Hưng]]
[[vi:Phục Hưng]]
[[vls:Renaissance]]
[[vls:Renaissance]]
[[war:Renasimyento]]
[[zh:文艺复兴]]
[[zh:文艺复兴]]
[[zh-classical:文藝復興]]
[[zh-classical:文藝復興]]

Útgáfa síðunnar 4. október 2009 kl. 07:51

Vitrúvíski maðurinn eftir Leonardo da Vinci.

Endurreisn eða endurreisnartímabilið var tímabil í mannkynssögu, sem tók við af miðöldum. Það var blómaskeið í listum og vísindum, sem hafði töluverða hliðsjón af listum og hugmyndum Forn-Grikkja og Rómverja. Endurreisnin er venjulega talin hefjast á Ítalíu á 14. öld og hafi síðan borist þaðan um Evrópu allt til síðari hluta 16.aldar og því staðið frá síðmiðöldum fram á nýöld. Ítalska skáldið Dante Alighieri er oft talinn standa á mörkum miðalda og endurreisnar og skáldið Francesco Petrarca hefur verið kallaður fyrsti endurreisnarmaðurinn.

Upphaflega var hugtakið endurreisn (rinascimento sem þýðir orðrétt endurfæðing) notað af Giorgio Vasari sem ritaði æviþætti um helstu listamenn Ítalíu á 16. öld og þá í þeirri merkingu að í myndlist hefðu menn aftur tekið upp listræn viðmið, tækni og viðhorf sem ríktu á klassíska tímanum. Hugtakið var fyrst og fremst notað í listasögu fram til síðari hluta 19. aldar þegar sagnfræðingar tóku að nota það til að lýsa einhvers konar vatnaskilum sem skildu milli hinna myrku miðalda og nútímans.

Á meðan list miðalda einkenndist af trúarlegri innri leit þá einkennist list á endurreisnartímanum af veraldlegri sýn, athyglin beinist að hinu jarðneska lífi og manninum. Húmanismi, mannhyggja eða manngildisstefna var megin menntastefna endurreisnarinnar.

Á endurreisninni var tekið að líta á hið einstaka sem lykil að hinu almenna og áhersla lögð á vísindarannsóknir og beinar athuganir á náttúrunni.

Stundum hefur endurreisnin verið nefnd Endurlífgunaröld eða Endurfæðingin á íslensku. Það er þó sjaldgæft.

Heimildir

  • „Hvað var endurreisnartímabilið og hvað var svona merkilegt við það í myndlist?“. Vísindavefurinn.
  • „Heimspekingar fyrr og nú, 6. hefti, Endurreisnin“ (pdf). Sótt 5. júlí 2006.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Renaissance“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. júlí 2006.
  • Society for Renaissance Studies

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill GG Snið:Tengill GG