Munur á milli breytinga „Carlsbergsjóðurinn“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
'''Carlsbergsjóðurinn''' – ([[danska]]: ''Carlsbergfondet'') – var [[styrktarsjóður]] stofnaður af [[öl]]gerðarmeistaranum [[Jacob Christian Jacobsen]] árið [[1876]]. Sjóðurinn á 5130,3% í [[Carlsberg]]fyrirtækinu. Samkvæmt ákvörðun stofnandans skipar [[Vísindafélagið danska]] stjórn sjóðsins, sem er skipuð fimm mönnum. Carlsbergsjóðurinn hefur haft mikla þýðingu fyrir vísindastarfsemi í Danmörku.
 
== Tilgangur sjóðsins ==
Árið [[1882]] tók sjóðurinn við langstærstu eign sinni, brugghúsinu ''Gamle Carlsberg''. Samkvæmt stofnskránni skyldi Carlsbergsjóðurinn ávallt eiga 51% af hlutafénu í fyrirtækinu, sem í dag heitir ''Carlsberg A/S''.
 
Í maí [[2007]] heimilaði yfirstjórn sjóðamála (Civilstyrelsen) breytingu á stofnskránni þannig að Carlsbergsjóðurinn skuli eiga að minnsta kosti 25% af hlutafénu, og ráða 51% atkvæða á [[aðalfundur|aðalfundi]], sem er hægt af því að hlutafénu er skipt í tvo flokka, A- og B-hluti, þar sem A-hlutirnir hafa tífalt atkvæðavægi á við B-hlutina. Þá átti sjóðurinn 51,3% af hlutafénu, og skiptust hlutirnir þannig milli A- og B-hluta, að sjóðurinn réð yfir 81,9% atkvæða. Árið 2008 var efnt til hlutafjárútboðs og minnkaði eignarhlutur sjóðsins þá í 30,3% og atkvæðavægið í tæp 73%.
 
Árið 1881 stofnaði sonur J. C. Jacobsen, [[Carl Jacobsen]], nýja bjórgerð, Ny Carlsberg, og auðgaðist brátt á rekstrinum. Hann var mikill listunnandi og varði mestum hluta tekna sinna til kaupa á listaverkum, gömlum og nýjum og varð safn hans á heimsmælikvarða. Jafnframt varði hann stórfé til að skreyta [[Kaupmannahöfn]] með listaverkum, og má þar nefna ''[[Litla hafmeyjan (stytta)|Litlu hafmeyna]]'' við Löngulínu og ''[[Gefjunargosbrunnurinn|Gefjunargosbrunninn]]''. Safn sitt, ''Ny Carlsberg Glyptotek'', gaf hann í almennings eigu. Til að tryggja framtíð safnsins gaf hann Carlsbergsjóðnum Nýju Carlsberg verksmiðjurnar árið 1902, og var um leið stofnaður Nýi Carlsbergsjóðurinn, til stuðnings listum og listfræðum. Hann er sjálfstæð stofnun innan Carlsbergsjóðsins.
Óskráður notandi

Leiðsagnarval