Munur á milli breytinga „Carlsbergsjóðurinn“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Carlsbergsjóðurinn''' – (danska: '''Carlsbergfondet''') – var stofnaður af ölgerðarmeistaranum Jacob Christian Jacobsen (J. C. Jacobsen) árið 1876. Sjóður...)
 
Árið 1881 stofnaði sonur J. C. Jacobsen, [[Carl Jacobsen]], nýja bjórgerð, Ny Carlsberg, og auðgaðist brátt á rekstrinum. Hann var mikill listunnandi og varði mestum hluta tekna sinna til kaupa á listaverkum, gömlum og nýjum og varð safn hans á heimsmælikvarða. Jafnframt varði hann stórfé til að skreyta [[Kaupmannahöfn]] með listaverkum, og má þar nefna ''Litlu hafmeyna'' við Löngulínu og ''Gefjunargosbrunninn''. Safn sitt, ''Ny Carlsberg Glyptotek'', gaf hann í almennings eigu. Til að tryggja framtíð safnsins gaf hann Carlsbergsjóðnum Ny Carlsberg verksmiðjurnar árið 1902, og var um leið stofnaður Nýi Carlsbergsjóðurinn, til stuðnings listum og listfræðum. Hann er sjálfstæð stofnun innan Carlsbergsjóðsins.
 
Árið 1970 voru Tuborg-verksmiðjurnar sameinaðar Carlsberg, en það breytti ekki starfsemi Carlsbergsjóðsins að öðru leyti en því að síðarhann vartók stofnaðurvið rekstri ''TuborgsjóðurinnTuborgsjóðsins'' árið 1991.
 
Carlsbergsjóðurinn hefur frá upphafi séð um rekstur Carlsberg Laboratorium og Söguminjasafnsins í Friðriksborgarhöll.
== Starfsemi Carlsbergsjóðsins ==
Starfsemi sjóðsins fer fram í eftirtöldum deildum eða stofnunum:
* Carlsberg Laboratorium - Frá stofnun [[1876]].
* Det Nationalhistoriske Museum í [[Friðriksborgarhöll]] - Stofnað [[1878]].
* Nýi Carlsbergsjóðurinn - Stofnaður [[1902]].
* Tuborgsjóðurinn - Bættist við [[1991]].
 
Carlsbergsjóðurinn hefur til umráða íbúðarhús J. C. Jacobsens á verksmiðjusvæðinu í [[Valby]]. Húsið er kallað ''Carlsberg Akademi'' og er með 400 m² aðstöðu til ráðstefnuhalds og 200 m² íbúð fyrir vísindamann.

Leiðsagnarval