Munur á milli breytinga „Jón Espólín“

Jump to navigation Jump to search
1.057 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
ekkert breytingarágrip
'''Jón (Jónsson) Espólín''' ([[22. október]] [[1769]] — [[1. ágúst]] [[1836]]) var [[sýslumaður]], [[fræðimaður]] og íslenskur [[annáll|annálaritari]] og er einna frægastur fyrir að hafa tekið saman ''[[Árbækur Espólíns|Íslands Árbækur í söguformi]]''.
 
Jón var fæddur á [[Espihóli]] í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]] og kenndi sig við þann bæ. Foreldrar hans voru Jón Jakobsson sýslumaður og kona hans Sigríður Stefánsdóttir. Jón lærði í heimaskóla hjá Jóni presti Jónssyni í Núpufelli og fór síðan til náms við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]].Hann var skipaður sýslumaður í [[Snæfellsnessýsla|Snæfellsnessýslu]] frá [[19. september]] [[1792]]. Hann tók við sýslunni seint í nóvember sama ár. Árið 1797 hafði hann sýsluskipti við Finn Jónsson sýslumann í [[Borgarfjarðarsýsla|Borgarfjarðarsýslu]] og var þar í fimm ár en þá skipti hann um sýslu við Jónas Scheving og fékk [[Skagafjarðarsýsla|Skagafjarðarsýslu]], þar sem hann var síðan sýslumaður til dauðadags. Hann bjó fyrst á [[Flugumýri]] í [[Blönduhlíð]] 1803-1806, síðan í [[Viðvík]] í [[Viðvíkursveit]] til 1822 og síðast á [[Frostastaðir|Frostastöðum]] í Blönduhlíð.
 
Jón hafði mikinn áhuga á sagnfræði og ættfræði frá unglingsárum og skrifaði mikið um þau efni. Annállinn ''Íslands Árbækur í sögu-formi'', sem venjulega gengur undir nafninu ''[[Árbækur Espólíns]]'', kom út í 12 bindum á árunum [[1821]]-[[1855]]. Árbækurnar eru yfirlit yfir sögu Íslands frá [[þjóðveldisöld]]því um 1400 til samtíma höfundarins. Einnig liggja eftir Espólín meiri [[ættfræði]]upplýsingar en nokkurn annan mann frá fyrri tíð og við hann er kennt ættfræðiforritið [[Espólín|Espólín (forrit)]]. Sagt hefur verið um Jón að hann hafi skrifað óvenju góða [[Íslenska|íslensku]] á tíð semþegar málfar embættismanna var æði dönskuskotin[[Danska|dönskuskotið]].
 
[[Gísli Konráðsson]], lærisveinn og vinur Jóns Espólíns, lýsti honum svo:
:„''Fríður var hann sýnum og mikill vexti; hæð hans var 73 þumlungar, en yfir axlir og brjóst 50 þumlungar að dönsku máli; armaþrekinn, fögur höndin, í smærra lagi eftir vexti og skófætur snotrir [...] ljóseygur og augun í stærra lagi og opineygur og heldur rýnd á efri árum, en sá lengst af afarvel á bók.''“
 
== Ritstörf ==
{{Stubbur|æviágrip}}
Eftir Jón Espólín liggja fjöldamörg ritverk, bæði frumsamin og þýdd. Mörg þeirra hafa aldrei verið gefin út og eru aðeins til í handritum.
* ''Íslands árbækur í söguformi'' 1–12, Kaupmannahöfn 1821–1855.
* Jón Espólín og Einar Bjarnason: ''Saga frá Skagfirðingum 1647–1847'' 1–4, Rvík 1976–1979.
* ''Ættatölubækur Jóns Espólíns'' 1–8, Samskipti 1980–1983, gefnar út í ljósriti.
* ''Saga Jóns Espólíns hins fróða, sýslumanns í Hegranesþingi, rituð af sjálfum honum í dönsku máli, en Gísli Konráðsson sneri henni á íslenskt mál, jók hana og hélt henni fram'', Kaupmannahöfn 1895, 211 bls.
* ''Langbarða sögur, Gota og Húna'', Akureyri 1859, 230 bls.
* ''Tilraun til skiljanlegrar útleggingar Opinberunar Jóhannis'', Akureyri 1855.
 
=== Þýðingar ===
* [[Plútarkos]]: ''Saga Scipions hins afríkanska eður mikla'', Akureyri 1858, 44 bls.
* [[Plútarkos]]: ''Sögur Sólons hins spaka, löggjafa Athenuborgarmanna, og Platons heimspekings'', Akureyri 1858, 55 bls.
 
{{fd|1769|1836}}
Óskráður notandi

Leiðsagnarval