„Elín Briem“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Kaflaskipting.
Lína 1: Lína 1:
'''Elín Briem''' ([[19. október]] [[1856]]-[[4. desember]] [[1937]]) var skólastjóri eða forstöðukona [[kvennaskóli|kvennaskólans]] á [[Ytri-Ey]] í [[Austur-Húnavatnssýsla|Austur-Húnavatnssýslu]] [[1883]]-[[1895]]. Síðar stofnaði hún [[Hússtjórnarskóli Reykjavíkur|Hússtjórnarskóla Reykjavíkur]].
'''Elín Briem''' ([[19. október]] [[1856]]-[[4. desember]] [[1937]]) var skólastjóri eða forstöðukona [[kvennaskóli|kvennaskólans]] á [[Ytri-Ey]] í [[Austur-Húnavatnssýsla|Austur-Húnavatnssýslu]] [[1883]]-[[1895]]. Síðar stofnaði hún [[Hússtjórnarskóli Reykjavíkur|Hússtjórnarskóla Reykjavíkur]].


== Uppruni og menntun ==
Elín Rannveig Briem fæddist á [[Espihóll|Espihóli]] í [[Eyjafirði]], dóttir hjónanna Ingibjargar Eiríksdóttur Briem og Eggerts Gunnlaugssonar Briem, sem þá var [[sýslumaður]] Eyfirðinga og var hún tíunda barn þeirra af nítján. Árið 1861 varð Eggert sýslumaður [[Skagafjörður|Skagfirðinga]] og flutti fjölskyldan þá fyrst að [[Viðvík]] í [[Viðvíkursveit]] en árið eftir að [[Hjaltastaðir|Hjaltastöðum]] í [[Blönduhlíð]]. Þar bjuggu þau í tíu ár en vorið 1872, þegar Elín var 15 ára, fluttu þau að [[Reynistaður|Reynistað]].
Elín Rannveig Briem fæddist á [[Espihóll|Espihóli]] í [[Eyjafirði]], dóttir hjónanna Ingibjargar Eiríksdóttur Briem og Eggerts Gunnlaugssonar Briem, sem þá var [[sýslumaður]] Eyfirðinga og var hún tíunda barn þeirra af nítján. Árið 1861 varð Eggert sýslumaður [[Skagafjörður|Skagfirðinga]] og flutti fjölskyldan þá fyrst að [[Viðvík]] í [[Viðvíkursveit]] en árið eftir að [[Hjaltastaðir|Hjaltastöðum]] í [[Blönduhlíð]]. Þar bjuggu þau í tíu ár en vorið 1872, þegar Elín var 15 ára, fluttu þau að [[Reynistaður|Reynistað]].


Elín fékk menntun í heimaskóla eins og systkini hennar en bræðurnir fóru svo í framhaldsnám. Elín hafði mikinn hug á meira námi en á því var þá ekki kostur. Þess í stað hvatti hún til þess að kvennaskóla yrði komið á fót í héraðinu og var það gert haustið 1877, þegar [[Kvennaskóli Skagfirðinga]] hóf störf í [[Ás í Hegranesi|Ás]]i í [[Hegranes]]i. Elín tók að sér kennslu þar um veturinn og eins næstu tvö árin, þegar skólinn var á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, en illa gekk að fá honum fastan samastað. Þegar Húnvetningar stofnuðu kvennaskóla var Elín fengin til að stýra honum eftir fyrsta veturinn og gerði það á meðan skólinn var á [[Lækjamót]]i í [[Víðidalur|Víðidal]].
Elín fékk menntun í heimaskóla eins og systkini hennar en bræðurnir fóru svo í framhaldsnám. Elín hafði mikinn hug á meira námi en á því var þá ekki kostur. Þess í stað hvatti hún til þess að kvennaskóla yrði komið á fót í héraðinu og var það gert haustið 1877, þegar [[Kvennaskóli Skagfirðinga]] hóf störf í [[Ás í Hegranesi|Ás]]i í [[Hegranes]]i. Elín tók að sér kennslu þar um veturinn og eins næstu tvö árin, þegar skólinn var á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, en illa gekk að fá honum fastan samastað. Þegar Húnvetningar stofnuðu kvennaskóla var Elín fengin til að stýra honum eftir fyrsta veturinn og gerði það á meðan skólinn var á [[Lækjamót]]i í [[Víðidalur|Víðidal]].


== Ytri-Ey og Kvennafræðarinn ==
Sumarið [[1881]] réðist Elín í að sigla til náms í [[Danmörk]]u og lauk prófi frá [[húsmæðrakennaraskóli|húsmæðrakennaraskóla]] Nathalie Zahle í [[Kaupmannahöfn]] vorið [[1883]]. Hún fór þá heim og tók við stjórn [[Kvennaskólinn á Ytri-Ey|Kvennaskólans á Ytri-Ey]] á [[Skagaströnd]], sem var sameiginlegur skóli Húnvetninga og Skagfirðinga. Þar kenndi hún til [[1895]] og hafði með sér tvo kennara. Í þessum skóla voru ekki eingöngu kenndar [[hannyrðir]], [[matreiðsla]] og önnur hússtörf, heldur líka [[danska]], [[enska]], [[sagnfræði|saga]], [[landafræði]], [[stærðfræði|reikningur]], skrift og fleira. Námsmeyjar voru fyrst tuttugu að tölu en fjölgaði síðar.
Sumarið [[1881]] réðist Elín í að sigla til náms í [[Danmörk]]u og lauk prófi frá [[húsmæðrakennaraskóli|húsmæðrakennaraskóla]] Nathalie Zahle í [[Kaupmannahöfn]] vorið [[1883]]. Hún fór þá heim og tók við stjórn [[Kvennaskólinn á Ytri-Ey|Kvennaskólans á Ytri-Ey]] á [[Skagaströnd]], sem var sameiginlegur skóli Húnvetninga og Skagfirðinga. Þar kenndi hún til [[1895]] og hafði með sér tvo kennara. Í þessum skóla voru ekki eingöngu kenndar [[hannyrðir]], [[matreiðsla]] og önnur hússtörf, heldur líka [[danska]], [[enska]], [[sagnfræði|saga]], [[landafræði]], [[stærðfræði|reikningur]], skrift og fleira. Námsmeyjar voru fyrst tuttugu að tölu en fjölgaði síðar.


Á Ytri-Ey ritaði Elín bókina ''[[Kvennafræðarinn]]'' sem kom fyrst út um áramótin [[1888]]-[[1889]]. Áður höfðu komið út tvær [[matreiðslubók|matreiðslubækur]] á íslensku, árið 1800 og um miðja 19. öld, en hvorug náði mikilli útbreiðslu. Það gerði Kvennafræðarinn aftur á móti, seldist strax í 3000 eintökum og var endurprentuð fjórum sinnum. Bókin hafði veruleg áhrif á íslenska matargerð og einnig á hússtjórn, [[hreinlæti]] og margt annað.
Á Ytri-Ey ritaði Elín bókina ''[[Kvennafræðarinn]]'' sem kom fyrst út um áramótin [[1888]]-[[1889]]. Áður höfðu komið út tvær [[matreiðslubók|matreiðslubækur]] á íslensku, árið 1800 og um miðja 19. öld, en hvorug náði mikilli útbreiðslu. Það gerði Kvennafræðarinn aftur á móti, seldist strax í 3000 eintökum og var endurprentuð fjórum sinnum. Bókin hafði veruleg áhrif á íslenska matargerð og einnig á hússtjórn, [[hreinlæti]] og margt annað.


== Hjónabönd og hússtjórnarskólar ==
Elín giftist Sæmundi Eyjólfssyni vorið 1895, hætti störfum við skólann og flutti til [[Reykjavík]]ur en Sæmundur dó tæpu ári síðar. Elín kenndi við Kvennaskólann næstu ár en beindi jafnframt kröftum sínum í að berjast fyrir stofnun hússtjórnarskóla í Reykjavík, því að hún vildi hafa skóla þar sem áherslan var á verkmenntun húsmæðra en ekki bóklegar greinar. Með miklum dugnaði við fjáröflun tókst henni að hrinda áformi sínu í framkvæmd og Hússtjórnarskóli Reykjavíkur var stofnaður 1997. Elín rak skólann, þótt hún stýrði honum ekki, til 1901 en þá flutti hún aftur norður og tók við stjórn [[Húsmæðraskólinn á Blönduósi|Húsmæðraskólans á Blönduósi]], sem var arftaki skólans á [[Ytri-Ey]].
Elín giftist Sæmundi Eyjólfssyni vorið 1895, hætti störfum við skólann og flutti til [[Reykjavík]]ur en Sæmundur dó tæpu ári síðar. Elín kenndi við Kvennaskólann næstu ár en beindi jafnframt kröftum sínum í að berjast fyrir stofnun hússtjórnarskóla í Reykjavík, því að hún vildi hafa skóla þar sem áherslan var á verkmenntun húsmæðra en ekki bóklegar greinar. Með miklum dugnaði við fjáröflun tókst henni að hrinda áformi sínu í framkvæmd og Hússtjórnarskóli Reykjavíkur var stofnaður 1997. Elín rak skólann, þótt hún stýrði honum ekki, til 1901 en þá flutti hún aftur norður og tók við stjórn [[Húsmæðraskólinn á Blönduósi|Húsmæðraskólans á Blönduósi]], sem var arftaki skólans á [[Ytri-Ey]].



Útgáfa síðunnar 13. september 2009 kl. 22:31

Elín Briem (19. október 1856-4. desember 1937) var skólastjóri eða forstöðukona kvennaskólans á Ytri-Ey í Austur-Húnavatnssýslu 1883-1895. Síðar stofnaði hún Hússtjórnarskóla Reykjavíkur.

Uppruni og menntun

Elín Rannveig Briem fæddist á Espihóli í Eyjafirði, dóttir hjónanna Ingibjargar Eiríksdóttur Briem og Eggerts Gunnlaugssonar Briem, sem þá var sýslumaður Eyfirðinga og var hún tíunda barn þeirra af nítján. Árið 1861 varð Eggert sýslumaður Skagfirðinga og flutti fjölskyldan þá fyrst að Viðvík í Viðvíkursveit en árið eftir að Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Þar bjuggu þau í tíu ár en vorið 1872, þegar Elín var 15 ára, fluttu þau að Reynistað.

Elín fékk menntun í heimaskóla eins og systkini hennar en bræðurnir fóru svo í framhaldsnám. Elín hafði mikinn hug á meira námi en á því var þá ekki kostur. Þess í stað hvatti hún til þess að kvennaskóla yrði komið á fót í héraðinu og var það gert haustið 1877, þegar Kvennaskóli Skagfirðinga hóf störf í Ási í Hegranesi. Elín tók að sér kennslu þar um veturinn og eins næstu tvö árin, þegar skólinn var á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, en illa gekk að fá honum fastan samastað. Þegar Húnvetningar stofnuðu kvennaskóla var Elín fengin til að stýra honum eftir fyrsta veturinn og gerði það á meðan skólinn var á Lækjamóti í Víðidal.

Ytri-Ey og Kvennafræðarinn

Sumarið 1881 réðist Elín í að sigla til náms í Danmörku og lauk prófi frá húsmæðrakennaraskóla Nathalie Zahle í Kaupmannahöfn vorið 1883. Hún fór þá heim og tók við stjórn Kvennaskólans á Ytri-Ey á Skagaströnd, sem var sameiginlegur skóli Húnvetninga og Skagfirðinga. Þar kenndi hún til 1895 og hafði með sér tvo kennara. Í þessum skóla voru ekki eingöngu kenndar hannyrðir, matreiðsla og önnur hússtörf, heldur líka danska, enska, saga, landafræði, reikningur, skrift og fleira. Námsmeyjar voru fyrst tuttugu að tölu en fjölgaði síðar.

Á Ytri-Ey ritaði Elín bókina Kvennafræðarinn sem kom fyrst út um áramótin 1888-1889. Áður höfðu komið út tvær matreiðslubækur á íslensku, árið 1800 og um miðja 19. öld, en hvorug náði mikilli útbreiðslu. Það gerði Kvennafræðarinn aftur á móti, seldist strax í 3000 eintökum og var endurprentuð fjórum sinnum. Bókin hafði veruleg áhrif á íslenska matargerð og einnig á hússtjórn, hreinlæti og margt annað.

Hjónabönd og hússtjórnarskólar

Elín giftist Sæmundi Eyjólfssyni vorið 1895, hætti störfum við skólann og flutti til Reykjavíkur en Sæmundur dó tæpu ári síðar. Elín kenndi við Kvennaskólann næstu ár en beindi jafnframt kröftum sínum í að berjast fyrir stofnun hússtjórnarskóla í Reykjavík, því að hún vildi hafa skóla þar sem áherslan var á verkmenntun húsmæðra en ekki bóklegar greinar. Með miklum dugnaði við fjáröflun tókst henni að hrinda áformi sínu í framkvæmd og Hússtjórnarskóli Reykjavíkur var stofnaður 1997. Elín rak skólann, þótt hún stýrði honum ekki, til 1901 en þá flutti hún aftur norður og tók við stjórn Húsmæðraskólans á Blönduósi, sem var arftaki skólans á Ytri-Ey.

Hún stýrði skólanum í tvö ár en þá giftist hún öðru sinni, Stefáni Jónssyni verslunarstjóra á Sauðárkróki, sem hún hafði reyndar verið trúlofuð þegar hún var ung stúlka. Ekki varð það hjónaband mjög langvinnt heldur því að hann dó 1910. Þá tók hún aftur við stjórn skólans á Blönduósi en sagði upp starfi sínu 1915 vegna heilsuleysis og flutti til Reykjavíkur. Þar bjó hún eftir það og starfaði mikið að kvenréttindamálum og þá einkum þeim sem vörðuðu menntun kvenna. Eftir að Elín giftist Stefáni var hún ævinlega nefnd Elín Briem Jónsson.

Í grein sem skrifuð var í tímaritið 19. júní á sjötugsafmæli Elínar segir að hún hafi jafnan stýrt húnvetnska kvennaskólanum „með áhuga, röggsemi og lipurð, og sérstaklega næmum skilning á hvað best hentaði íslenskum staðháttum, og hversu nemendur gætu haft sem mest not skólavistarinnar. Enda brá svo við að hvert sinn er hún kom að skólanum jókst aðsókninað honum stórum".

Elín Briem hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1921, fyrst kvenna ásamt Þórunni Jónassen, fyrir störf sín í þágu menntunar íslenskra kvenna.

Heimildir

  • Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna, Kvennasögusafn Íslands, Reykjavík 1998
  • „Frú Elín Briem Jónsson 70 ára. 19. júní, 9. tbl. 1926“.