„Þverárfundur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:


[[Flokkur:Sturlungaöld]]
[[Flokkur:Sturlungaöld]]
[[Flokkur:1255]]

Útgáfa síðunnar 27. ágúst 2009 kl. 21:04

Þverárfundur eða Þverárbardagi var ein af orrustum Sturlungaaldar, háður á Þveráreyrum í Eyjafirði 19. júlí 1255. Þar var tekist á um völd og áhrif á Norðurlandi eftir brottför Gissurar Þorvaldssonar til Noregs árið áður. Annars vegar voru þeir Eyjólfur ofsi Þorsteinsson, foringi brennumanna í Flugumýrarbrennu, og svili hans Hrafn Oddsson, sem höfðu um veturinn farið að Oddi Þórarinssyni, sem Gissur hafði sett yfir Skagafjörð og drepið hann. Hins vegar var Þorvarður Þórarinsson bróðir Odds, sem var að leita hefnda, og með honum Þorgils skarði Böðvarsson, sem taldi sig eiga tilkall til valda í umboði konungs, og Sturla Þórðarson. Þeir komu með lið bæði austan af landi og úr Borgarfirði og mættu þeir liði Eyjólfs og Hrafns á Þveráreyrum. Þótt heldur fleiri væru í liði þeirra svilanna og það væri ívið betur vopnað höfðu Þorgils og Þorvarður þó betur. Eyjólfur ofsi féll en Hrafn lagði á flótta.

Bardaginn á Þveráreyrum var ekki sérlega mannskæður, þar féllu ekki nema 16-17 manns en margir særðust, þar á meðal Svarthöfði Dufgusson, sem var í liði Hrafns mágs síns.