„Þorvarður Þórarinsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:
Kona Þorvarðar var Solveig, dóttir [[Hálfdan Sæmundsson|Hálfdanar Sæmundssonar]] og Steinvarar Sighvatsdóttur á Keldum.
Kona Þorvarðar var Solveig, dóttir [[Hálfdan Sæmundsson|Hálfdanar Sæmundssonar]] og Steinvarar Sighvatsdóttur á Keldum.


Flokkur:Sturlungaöld
[[Flokkur:Sturlungaöld]]
{{d|1296}}

Útgáfa síðunnar 23. ágúst 2009 kl. 18:37

Þorvarður Þórarinsson (d. 31. mars 1296) var íslenskur goðorðsmaður og riddari á Sturlungaöld. Hann var af ætt Svínfellinga, sonur Þórarins Jónssonar (d. 1239), hálfbróður Orms Svínfellings og Brands biskups, og konu hans Helgu Digur-Helgadóttur, systur Ögmundar Helgasonar staðarhaldara í Kirkjubæ. Þorvarður bjó fyrst á Hofi í Vopnafirði. Eftir að Eyjólfur ofsi og Hrafn Oddsson felldu Odd bróður hans í Geldingaholti í janúar 1255 leitaði hann hefnda og á Þverárfundi 12. júlí 1255 börðust þeir Þorgils skarði saman við Eyjólf ofsa og felldu hann.

Þorvarður settist þá að á Grund í Eyjafirði, þar sem Eyjólfur hafði búið, og eftir að fréttist af láti Þórðar kakala í Noregi gerði hann tilkall til yfirráða þar fyrir hönd tengamóður sinnar, Steinvarar Sighvatsdóttur, systur Þórðar, en Þorgils skarði taldi sig hafa umboð konungs fyrir valdatilkalli í Eyjafirði og varð af fjandskapur á milli þeirra sem lauk með því að Þorvarður sveikst að Þorgils og drap hann á Hrafnagili aðfaranótt 22. janúar 1258. Þetta þótti níðingsverk og var Þorvarði ekki vært í Eyjafirði eftir það. Hann flutti síðan suður að Keldum til tengdafólks sins og bjó síðast á Arnarbæli í Ölfusi.

Kona Þorvarðar var Solveig, dóttir Hálfdanar Sæmundssonar og Steinvarar Sighvatsdóttur á Keldum.