„Guðmundur góði Arason“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
m
Ahjartar (spjall | framlög)
Helgastaðabardagi, Grímseyjarbardagi
Lína 4: Lína 4:


== Æviágrip==
== Æviágrip==
Guðmundur fór eftir sannfæringu sinni og var mjög staðfastur. Hann var þekktur fyrir trúhneigð sína, meinlætalifnað og örlæti og líknsemi við þá er minna máttu sín. Þegar Guðmundur tók við embætti biskups á Hólum skipaði hann svo fyrir, að enginn í biskupsdæminu ætti að svelta og allir, sem kæmu að Hólum, ættu að fá tvær máltíðir á dag. Ekki var höfðingjavaldið hrifið af góðverkum hans og fannst þeim óþarfi að vera að gefa fátækum mat alla daga. Hann neitaði að halda friðinn við höfðingjana með því að gera eins og þeim þóknaðist og hélt fast fram [[kirkjulög|kirkjulögum]]. Hann varð því fljótt umdeildur biskup og átti hann alla sína biskupstíð í deilum við volduga [[höfðingi|höfðingja]]. Einn af þeim var [[Kolbeinn Tumason]] sem var [[ættarhöfðingi]] [[Ásbirningar|Ásbirninga]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Þeir áttu í deilum og stundum átökum í mörg ár. Deilum þeirra lauk þegar Kolbeinn lést eftir að hafa fengið stein í höfuðið í [[Víðinesbardagi|Víðinesbardaga]]. Talið er að Kolbeinn hafi samið sálminn [[Heyr, himna smiður]], en þar biður skáldið [[Guð]] fyrirgefningar skömmu fyrir dauða sinn.
Guðmundur fór eftir sannfæringu sinni og var mjög staðfastur. Hann var þekktur fyrir trúhneigð sína, meinlætalifnað og örlæti og líknsemi við þá er minna máttu sín. Þegar Guðmundur tók við embætti biskups á Hólum skipaði hann svo fyrir, að enginn í biskupsdæminu ætti að svelta og allir, sem kæmu að Hólum, ættu að fá tvær máltíðir á dag. Ekki var höfðingjavaldið hrifið af góðverkum hans og fannst þeim óþarfi að vera að gefa fátækum mat alla daga. Hann neitaði að halda friðinn við höfðingjana með því að gera eins og þeim þóknaðist og hélt fast fram [[kirkjulög|kirkjulögum]]. Hann varð því fljótt umdeildur biskup og átti hann alla sína biskupstíð í deilum við volduga [[höfðingi|höfðingja]]. Einn af þeim var [[Kolbeinn Tumason]] sem var [[ættarhöfðingi]] [[Ásbirningar|Ásbirninga]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Þeir áttu í deilum og stundum átökum í mörg ár. Deilum þeirra lauk með [[Víðinesbardagi|Víðinesbardaga]] þar sem Kolbeinn lést eftir að hafa fengið stein í höfuðið. Talið er að Kolbeinn hafi samið sálminn [[Heyr, himna smiður]], en þar biður skáldið Guð fyrirgefningar skömmu fyrir dauða sinn. Guðmundur og lið hans lendu í fleiri bardögum svo sem Helgastaðabardaga, en afdrifaríkastur fyrir biskup var þó Grímseyjarbardagi vorið [[1222]]. Þá laut hann lægra haldi fyrir [[Sighvatur Sturluson|Sighvati Sturlusyni]] og [[Sturla Sighvatsson|Sturlu]] syni hans en þeir voru að hefna vígs [[Tumi Sighvatsson|Tuma Sighvatssonar]] sem menn Guðmundar líflétu á Hólum veturinn áður.


Vegna þeirra deilna, sem Guðmundur átti í, hraktist hann oft frá [[Hólar|Hólum]] og var á flakki um landið. Honum var alls staðar vel tekið og fylgdi honum jafnan fjöldi fólks, enda var hann talinn [[helgur maður]]. Á þessu flakki sínu [[blessa|blessaði]] Guðmundur mörg [[vatnsból]] og einnig kletta og fuglabjörg. [[Gvendarbrunnar|Gvendarbrunna]] má enn finna víða um land og til er þjóðsaga um það þegar Guðmundur blessaði [[Drangey]] á [[Skagafjörður|Skagafirði]].
Vegna þeirra deilna, sem Guðmundur átti í, hraktist hann oft frá [[Hólar|Hólum]] og var á flakki um landið og hraktist einnig til Noregs. Honum var víða vel tekið og fylgdi honum jafnan fjöldi fólks, enda var hann talinn [[helgur maður]]. Á þessu flakki sínu [[blessa|blessaði]] Guðmundur mörg [[vatnsból]] og einnig kletta og fuglabjörg. [[Gvendarbrunnar|Gvendarbrunna]] má enn finna víða um land og til er þjóðsaga um það þegar Guðmundur blessaði [[Drangey]] á [[Skagafjörður|Skagafirði]].
Guðmundur var orðinn hálfblindur og gamall maður þegar hann hætti loks að flakka um landið og fékk frið heima á [[Hólar|Hólum]]. Hann lést árið 1237.
Guðmundur var orðinn hálfblindur og gamall maður þegar hann hætti loks að flakka um landið og fékk frið heima á [[Hólar|Hólum]]. Hann lést árið 1237.

Útgáfa síðunnar 11. ágúst 2009 kl. 13:15

Guðmundur góði
Stytta af Guðmundi Arasyni á Hólum

Guðmundur Arason hinn góði fæddist á Grjótá í Hörgárdal 1161 en lést á Hólum í Hjaltadal 1237. Hann tók biskupsvígslu í Niðarósdómkirkju í Noregi 1203 og var starfandi biskup á Hólum (1203 - 1237). Hann fékk fljótt orð á sig fyrir góðmennsku og þótti hafa til að bera mikla mildi og mýkt. Hann hlaut því viðurnefnið „góði“ sem merkir helgur maður og töldu sumir að í nálægð hans gætu gerst kraftaverk.

Æviágrip

Guðmundur fór eftir sannfæringu sinni og var mjög staðfastur. Hann var þekktur fyrir trúhneigð sína, meinlætalifnað og örlæti og líknsemi við þá er minna máttu sín. Þegar Guðmundur tók við embætti biskups á Hólum skipaði hann svo fyrir, að enginn í biskupsdæminu ætti að svelta og allir, sem kæmu að Hólum, ættu að fá tvær máltíðir á dag. Ekki var höfðingjavaldið hrifið af góðverkum hans og fannst þeim óþarfi að vera að gefa fátækum mat alla daga. Hann neitaði að halda friðinn við höfðingjana með því að gera eins og þeim þóknaðist og hélt fast fram kirkjulögum. Hann varð því fljótt umdeildur biskup og átti hann alla sína biskupstíð í deilum við volduga höfðingja. Einn af þeim var Kolbeinn Tumason sem var ættarhöfðingi Ásbirninga í Skagafirði. Þeir áttu í deilum og stundum átökum í mörg ár. Deilum þeirra lauk með Víðinesbardaga þar sem Kolbeinn lést eftir að hafa fengið stein í höfuðið. Talið er að Kolbeinn hafi samið sálminn Heyr, himna smiður, en þar biður skáldið Guð fyrirgefningar skömmu fyrir dauða sinn. Guðmundur og lið hans lendu í fleiri bardögum svo sem Helgastaðabardaga, en afdrifaríkastur fyrir biskup var þó Grímseyjarbardagi vorið 1222. Þá laut hann lægra haldi fyrir Sighvati Sturlusyni og Sturlu syni hans en þeir voru að hefna vígs Tuma Sighvatssonar sem menn Guðmundar líflétu á Hólum veturinn áður.

Vegna þeirra deilna, sem Guðmundur átti í, hraktist hann oft frá Hólum og var á flakki um landið og hraktist einnig til Noregs. Honum var víða vel tekið og fylgdi honum jafnan fjöldi fólks, enda var hann talinn helgur maður. Á þessu flakki sínu blessaði Guðmundur mörg vatnsból og einnig kletta og fuglabjörg. Gvendarbrunna má enn finna víða um land og til er þjóðsaga um það þegar Guðmundur blessaði Drangey á Skagafirði.

Guðmundur var orðinn hálfblindur og gamall maður þegar hann hætti loks að flakka um landið og fékk frið heima á Hólum. Hann lést árið 1237.

Fornar heimildir um Guðmund góða

Fljótlega eftir andlát hans var hafist handa við að skrifa sögu hans en söguritarinn virðist hafa fallið frá í miðjum klíðum því ritið endar fyrirvaralaust þar sem Guðmundur er á leið til biskupsvígslu í Noregi. Þetta er hin svokallaða Prestssaga Guðmundar Arasonar, sem er engu að síður mikilvæg sagnfræðiheimild, og er bæði notuð í Sturlungu og í sögum Guðmundar biskups góða. Guðmundur góði kemur enn fremur fyrir í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar, Arons þætti og víðar. Um og upp úr 1320 voru síðan ritaðar sérstakar ævisögur biskups sem prentaðar eru í Biskupasögum. Þær eru að miklu leyti byggðar á fyrrgreindum heimildum en mörgum kraftaverkasögum bætt við.

Heimildir

  • Hrund Hlöðversdóttir (2006). Merkir sögustaðir, Hólar. Námsgagnastofnun, Reykjavík.


Fyrirrennari:
Brandur Sæmundsson
Hólabiskup
(12031237)
Eftirmaður:
Bótólfur (biskup)