Munur á milli breytinga „Jörundur hundadagakonungur“

Jump to navigation Jump to search
m (wikiheimild)
Átta mánuðum síðar lagði hann í för sína til [[Ísland]]s. Hún var farin í þeim tilgangi að kaupa [[tólg]] eða [[mör]] á Íslandi til [[sápugerð]]ar. Jörundur laug sig inn á sápukaupmanninn [[Samuel Phelps]] og kvaðst hafa sambönd á Íslandi. Hann greindi honum ekki frá því að hann væri stríðsfangi í [[farbann]]i. Skipið ''Clarence'' var tekið á leigu til fararinnar. Jörundur fór með sem [[túlkur (starf)|túlkur]], en fulltrúi Phelps hét Savignac. Þeir sigldu frá [[Liverpool]] í [[desember]] og komu til [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] í [[janúar]]. Þar var þeim algjörlega bönnuð öll [[verslun]] við Íslendinga, þrátt fyrir þá staðreynd að þeir voru allslausir og dönsk sigling hafði ekki borist vegna stríðsins við England. Hélt svo ''Clarence'' til baka án kaupskapar á Íslandi og kom til Englands í [[apríl]].
 
Nú var ráðgerð ný [[ferð]]. Að þessu sinni var Phelps sápukaupmaður með í för og var hann studdur af Sir Joseph Banks og jafnvel af [[flotamálaráðuneyti]]nu og [[verslunarráðuneyti]]nu. Phelps lánaði Jörundi 1000 [[sterlingspund|pund]] til þess að losa hann úr [[skuld]]um, en um leið tókst Jörundi að slá hina og þessa kunningja sína um 360 pund að [[lán]]i, svo að hann var með fullar hendur fjár. Að þessu sinni hét skipið ''Margaret & Anne'' og var látið úr höfn frá [[Gravesend]] snemma laugardags þann [[3. júní]] [[1809]]. Skipið kom til [[Reykjavík]]ur miðvikudaginn [[21. júní]]. [[Trampe greifi]] bannaði alla verslun við þá að viðlagðri [[dauðarefsing]]u, þó svo að breskt [[herskip]] hefði verið í [[Reykjavík]] nokkrum dögum fyrr og lofaði hann skipherra þess að ''Margaret & Anne'' fengi leyfi til verslunar. Af þessum sökum gerðu þeir Jörundur, Phelps og Savignac byltinguna frægu. Ennþá var bretunumBretunum ókunnugt um að Jörundur væri [[stríðsfangi]] í [[Bretland]]i og hefði ekki mátt yfirgefa [[London]] á sínum tíma.
 
== Byltingin ==
Óskráður notandi

Leiðsagnarval