Fara í innihald

„Tuttugasta og níunda konungsættin“: Munur á milli breytinga

m
ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
{{saga Egyptalands hins forna}}
'''Tuttugasta og níunda konungsættin''' í [[Forn-Egyptaland|sögu Egyptalands]] er hluti af [[Síðtímabilið|Síðtímabilinu]]. Hún nær frá [[398 f.Kr.|398]] til [[380 f.Kr.]] og telur fjóra konunga. Þessi konungsætt tók við völdum eftir að [[Neferítes 1.]] sigraði [[Amyrtaios]] í orrustu og lét síðan taka hann af lífi í [[Memfis (Egyptalandi)|Memfis]]. Neferítes gerði [[Mendes]] í austurhluta [[Nílarósar|Nílarósa]] að höfuðborg sinni. Eftir lát hans tókust tvær fylkingar á um völdin, sonur hans, [[Hernebka]], og valdaræninginn [[Psammútis]], sem sigraði. Honum var síðan steypt af stóli sama ár af [[Hakor]] sem sagðist vera barnabarn Neferítesar. Sonur hans, [[Neferítes 2.]], tók við eftir lát hans [[380 f.Kr.]] en ríkti aðeins í fjóra mánuði og var steypt af stóli af [[Nektanebos 1.|Nektanebosi 1.]], stofnanda [[þrítugasta konungsættin|þrítugustu konungsættarinnar]].
 
[[Mynd:Louvre-antiquites-egyptiennes-p1020361.jpg|thumb|left|Sfinx Hakors í [[Louvre]].]]
13.005

breytingar