„Sauðárkrókur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Steinib68 (spjall | framlög)
Ný sveitarfélagstafla
Steinib68 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
{{Sveitarfélagstafla|
{{Sveitarfélagstafla|
Nafn=Sauðárkrókur|
Nafn=Sauðárkrókur|
Númer= 5200|
Skjaldarmerki=|
Kort=Location in [[Iceland]]|
Númer=|
Kjördæmi=Norðvesturkjördæmi|
Kjördæmi=Norðvesturkjördæmi|
Titill sveitarstjóra=Sveitarstjóri|
Flatarmálssæti=|
Flatarmál=|
Mannfjöldasæti=|
Titill sveitarstjóra=Bæjarstjóri|
Sveitarstjóri=[[Guðmundur Guðlaugsson]]|
Sveitarstjóri=[[Guðmundur Guðlaugsson]]|
Þéttbýli=(2600)|
Þéttbýli=(2600)|

Útgáfa síðunnar 26. júní 2009 kl. 10:32

Sauðárkrókur
LandÍsland
KjördæmiNorðvesturkjördæmi
Þéttbýliskjarnar(2600)
Stjórnarfar
 • SveitarstjóriGuðmundur Guðlaugsson
Póstnúmer
550
Sveitarfélagsnúmer5200
Vefsíðahttp://www.skagafjordur.is

Sauðárkrókur (oftast kallað Krókurinn) er bær í Sveitarfélaginu Skagafirði og eini kaupstaður Skagafjarðarsýslu. Á Króknum búa um 2600 manns sem hafa atvinnu af útgerð, fjölbreyttum iðnaði og verslun og þjónustu í síauknum mæli, en á Sauðárkróki hefur til dæmis Byggðastofnun höfuðstöðvar sínar. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er einnig staðsettur á Sauðárkróki. Þar er einnig Steinullarverksmiðja og stórt sjúkrahús. Kaupfélag Skagfirðinga er langstærsta fyrirtækið sem starfar á Sauðárkróki og rekur það mjög fjölbreytta starfsemi.

Bærinn var upphaflega í Sauðárhreppi, en varð að sérstökum hreppi, Sauðárkrókshreppi, árið 1907. Hinn hluti Sauðárhrepps varð að Skarðshreppi. Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi árið 1947.

Hinn 6. júní 1998 sameinuðust hrepparnir á ný ásamt 9 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.