„Normandí“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SpillingBot (spjall | framlög)
m WikiCleaner 0.85 - Laga tengil í aðgreiningarsíðu
TXiKiBoT (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ast:Normandía
Lína 21: Lína 21:
[[ang:Normandiȝ]]
[[ang:Normandiȝ]]
[[ar:نورمندي]]
[[ar:نورمندي]]
[[ast:Normandía]]
[[bg:Нормандия]]
[[bg:Нормандия]]
[[bpy:নোর্মান্ডিয়া]]
[[bpy:নোর্মান্ডিয়া]]

Útgáfa síðunnar 1. apríl 2009 kl. 11:02

Fáni Normandí

Normandí (franska: Normandie; normanska: Normaundie) er hérað í norðvesturhluta Frakklands. Það skiptist í tvö stjórnsýsluleg héruð: Efri Normandí (umdæmin Seine-Maritime og Eure) og Neðri Normandí (umdæmin Orne, Calvados og Manche). Gamla sýslan Normandí innihélt, auk núverandi héraða, landshluta sem nú tilheyra umdæmunum Eure-et-Loir, Mayenne og Sarthe. Menn frá Normandí heita Norðmandingar eða Normannar, en hið síðarnefnda er einnig haft um norræna menn sem þar tóku sér bólfestu u.þ.b. á 9. öld.

Áður var Normandí sjálfstætt hertogadæmi sem náði yfir ósa Signu frá Pays de CauxCotentin-skaganum. Ermarsundseyjar voru hluti af hertogadæminu og fylgdu titlinum (sem Bretadrottning ber nú) þótt héraðið væri innlimað í Frakkland. Lénið var upphaflega sett á stofn af Karli einfalda sem lausnargjald handa víkingnum Göngu-Hrólfi sem herjaði á Frakka árið 911. Nafnið er dregið af því að þar ríktu norrænir greifar.

Einn afkomenda Hrólfs, Vilhjálmur sigursæli, lagði England undir sig árið 1066 í orrustunni við Hastings og gerðist þar konungur en hélt Normandí áfram sem lén. Í tíð Jóhanns landlausa lagði Filippus Ágústus Frakkakonungur meginlandshluta greifadæmisins undir sig og Hinrik 3. Englandskonungur viðurkenndi þau yfirráð í Parísarsáttmálanum 1259. Englendingar gerðu síðar kröfu til héraðsins og lögðu það undir sig í Hundrað ára stríðinu, fyrst 1346 til 1360 og síðan 1415 til 1450.

6. júní 1944 hófu bandamenn allsherjarinnrás á meginland Evrópu á strönd Normandí. Orrustan um Normandí er enn stærsta innrás sögunnar af hafi þar sem nær þrjár milljónir hermanna fóru yfir Ermarsund.

Tenglar

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill ÚG