„Uppruni lífs“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Oddurv (spjall | framlög)
Byrja á þessu. Meira efni og heimildir koma vonandi bráðlega.
Oddurv (spjall | framlög)
m typo
Lína 4: Lína 4:


==Saga upprunakenninga í lífvísindum==
==Saga upprunakenninga í lífvísindum==
Uppruni [[lífvera]] hefur ugglaust verið [[Homo sapiens|mannskepnunni]] hugleikin allt frá [[Þróun mannsins|fyrstu tíð]], enda hafa flest [[trúarbrögð]], auk [[lífvísindi|náttúruvísinda]] og ýmissa [[heimspeki]]stefna, glímt við þessa snúnu ráðgátu. Hér verður stiklað á stóru yfir helstu upprunakenningar í sögu lífvísindanna.
Uppruni [[lífvera]] hefur ugglaust verið [[Homo sapiens|mannskepnunni]] hugleikinn allt frá [[Þróun mannsins|fyrstu tíð]], enda hafa flest [[trúarbrögð]], auk [[lífvísindi|náttúruvísinda]] og ýmissa [[heimspeki]]stefna, glímt við þessa snúnu ráðgátu. Hér verður stiklað á stóru yfir helstu upprunakenningar í sögu lífvísindanna.


===Sjálfkviknun===
===Sjálfkviknun===

Útgáfa síðunnar 1. mars 2009 kl. 08:54

Upprunakenningar um líf á Jörðinni eru vísindakenningar sem leitast við útskýra hvernig líf kviknaði í árdaga og myndaði að lokum síðasta sameiginlega áa alls núverandi lífs á Jörðinni. Hér er því um að ræða náttúruvísindalega rannsókn á því hvernig lífverur á Jörðinni spruttu upp frá lífvana efni. Allar lifandi verur samanstanda af prótíni, en allt prótín samanstendur af amínósýrum („byggingarefni lífsins“) sem hafa raðað sér upp. Amínósýrur finnast náttúrulega vegna efnabreytinga sem tengjast ekki lífi og kjarnasýrur sjá um uppbyggingu þessara prótína, þannig að spurningin um það hvernig lífið varð fjallar virkilega um það hvernig fyrstu kjarnasýrurnar urðu til.

Hugmyndin um sjálfskviknun lífs hefur verið í gildi upp að 19. öld, en hún fjallar um það að það sé daglegt brauð að líf spretti upp frá lífvana efni (eins og að maðkar verði til í rotnandi kjöti). Sú kenning er afsönnuð og talin úrelt núna.

Saga upprunakenninga í lífvísindum

Uppruni lífvera hefur ugglaust verið mannskepnunni hugleikinn allt frá fyrstu tíð, enda hafa flest trúarbrögð, auk náttúruvísinda og ýmissa heimspekistefna, glímt við þessa snúnu ráðgátu. Hér verður stiklað á stóru yfir helstu upprunakenningar í sögu lífvísindanna.

Sjálfkviknun

Sjálfkviknunarkenningin er venjulega rakin til Anaxímandrosar frá Míletos sem uppi var á 6. öld f.o.t. (cítera Mayr hér??), en sú útgáfa hennar sem mest var stuðst við á miðöldum, og raunar allt fram á 19. öld var tekin saman af Aristótelesi á 4. öld f.o.t. Kenningnin var í grófum dráttum á þá leið að allir hlutir, jafnt dauðir sem lifandi, innihéldu lífsandann. Þegar aðstæður urðu hagstæðar hvað varðar hlutföll frumefnanna fimm kviknaði líf og fullmótuð lífvera varð til í einu vetfangi. Kenningin var álitin útskýra fyrirbrigði eins og tilurð froska í regnblautum aur og möðkun kjöts og mjöls.

Á 17. öld fóru að koma fram brestir í sjálfkviknunarkenningunni. Rannsóknir Williams Harvey og fleiri lækna og líffærafræðinga gáfu til kynna að öll dýr, jafnt smá sem stór, kæmu úr eggi (omne vivum ex ovo) og Francesco Redi sýndi fram á það á sannfærandi hátt að kjöt maðkar ekki ef flugum er haldið frá því. Sjálfkviknunarsinnum óx þó ásmegin þegar Antonie van Leeuwenhoek uppgötvaði örverur skömmu síðar og var það viðtekinn sannleikur í vísindaakademíunum í London og París á 18. öld að bakteríur og aðrar örverur verði til fyrir sjálfkviknun þrátt fyrir að „æðri lífverur“ eigi sér alltaf áa. Ekki voru þó allir sáttir við þennan vísdóm. Lazzaro Spallanzani við háskólann í Pavia framkvæmdi umfangsmiklar með hitun örvera í næringarríku seyði og taldi sig hafa sýnt fram á að örverur þyrftu að berast í seyðið, til dæmis með lofti, til að vöxtur gæti átt sér stað, en það var ekki fyrr en Louis Pasteur endurbætti og endurtók tilraunir Spallanzanis 1859 sem sjálfkviknunarkenningin þótti endanlega hrakin.

Snið:Link FA