Munur á milli breytinga „Frjálslyndi flokkurinn“

Jump to navigation Jump to search
(henti kjörfylgistöflunum því þær höfðu litlar uppl að geyma)
==Saga==
Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður af [[Sverrir Hermannsson|Sverri Hermannssyni]], fyrrverandi [[þingmaður|þingmanni]] [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] og [[bankastjóri|bankastjóra]] [[Landsbankinn|Landsbankans]], í nóvember 1998. Meðal helstu baráttumála var að breyta fiskveiðistjórn, umhverfisvernd, sér í lagi á [[hálendi Íslands]] og að varðveita [[velferðarkerfi]]ð.<ref>{{vefheimild|url=http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1920135|titill=Orðsending til kjósenda|mánuður=21. nóvember|ár=1998|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> Að undirbúningi að stofnun flokksins komu samtökin [[Samtök um þjóðareign]], helstu baráttumál þeirra samtaka var að útgerðarmenn í [[íslenskur sjávarútvegur|íslenskum sjávarútveg]] þyrftu að greiða fyrir aflaheimildir til [[ríkissjóður|ríkissjóðs]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1915138|titill=Tekur tvö ár að komast út úr núverandi kerfi|mánuður=25. september|ár=1998|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> Uppúr samstarfi Sverris og Samtaka um þjóðareign slitnaði þó og stofnuðu framamenn innan samtakanna stjórnmálaflokkinn [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn|Frjálslynda lýðræðisflokkinn]] um sömu mundir.<ref>{{vefheimild|url=http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1920821|titill=Stefnt að framboði í öllum kjördæmum|mánuður=28. nóvember|ár=1998|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref>
 
Fyrsta landsþing flokksins var haldið í Reykjavík í janúar 1999 og á það mættu á fjórða hundrað manns. Sverrir Hermannsson var kosinn formaður með 183 atkvæðum, Gunnar Ingi Gunnarsson varaformaður með 167 atkvæðum og [[Margrét Sverrisdóttir]], dóttir Sverris Hermannsssonar, var kosin ritari flokksins. Meðal tillagna á þinginu var að Ísland yrði gert að einu [[Kjördæmi Íslands|kjördæmi]] og að þingmönnum yrði fækkað í 51.<ref>{{vefheimild|url=http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1925725|titill=Öllum auðlindum verði skilað til þjóðarinnar|mánuður=24. janúar|ár=1999|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref>
 
Í fyrstu [[Alþingiskosningar|Alþingiskosningum]] sínum árið [[Alþingiskosningar 1999|1999]] fékk Frjálslyndi flokkurinn 4,2% og tvo menn kjörna á [[Alþingi]]. Í [[Alþingiskosningar 2003|Alþingiskosningunum 2003]] jók flokkurinn fylgi sitt í 7,4% og fékk fjóra þingmenn. Ekki nema 13 atkvæðum að flokkurinn fengi einn þingmann til. Í [[Alþingiskosningar 2007|Alþingiskosningunum 2007]] fékk flokkurinn aðeins lægra fylgi, 7,26% en hélt fjórum þingmönnum.
11.620

breytingar

Leiðsagnarval