11.623
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
|||
[[Mynd:Thjodarbokhladan.jpg|thumb|.|250px|right|Horft á Þjóðarbókhlöðuna frá horni Arngrímsgötu og Suðurgötu]]
'''Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn'''
Safnið var opnað [[1. desember]] [[1994]] eftir sameiningu [[Landsbókasafn Íslands|Landsbókasafns Íslands]] og bókasafns [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] í Þjóðarbókhlöðunni sem stendur á [[Melarnir|Melunum]] í [[Vesturbær Reykjavíkur|Vesturbæ Reykjavíkur]] nálægt [[Hringbraut]].
Safnkosturinn er um milljón titlar af ýmsu tagi sem skiptist í nokkur söfn: þeirra á meðal eru sérsöfn einstaklinga, þjóðbókasafnið og [[handrit]] sem aðeins er hægt að skoða á sérstökum lestrarsal á fyrstu hæð í Þjóðarbókhlöðu, tón- og myndsafn safnar [[íslensk tónlist|íslenskri tónlist]] sem hægt er að hlusta á á efstu hæð, og dagblöð og tímarit er hægt að lesa á þriðju hæð. Stærstan hluti fræðirita og bókmenntarita safnsins er hins vegar hægt að skoða í hillum og taka að láni.
Starfsmenn safnsins eru tæplega hundrað talsins. Safnið rekur meðal annars upplýsingaþjónustu fyrir skóla og atvinnulíf, landsmiðstöð millisafnalána, bókbandsstofu og skráningardeild. Safnið sér líka um úthlutun [[ISBN]]- og [[ISSN]]-númera fyrir íslenska bóka- og tímaritaútgáfu og heldur utan um íslenska útgáfuskrá. Á síðustu árum hefur safnið staðið að stórum verkefnum sem ganga út á að veita aðgang að safnkostinum á [[Veraldarvefurinn|Veraldarvefnum]]. Dæmi um slík verkefni eru [[Gegnir]] (samskrá íslenskra bókasafna), [[Tímarit.is]] (dagblöð og tímarit), [[Sagnanet]] (handrit) og [[The European Library]] (samleit í spjaldskrám evrópskra bókasafna). Safnið heldur einnig utan um áskriftir ýmissa stofnana að stórum tilvísana- og gagnasöfnum og rafrænum tímaritum.
==Saga==
Á [[1951-1960|6. áratugnum]] var farið að ræða um það að óhagkvæmt væri að byggja upp tvö vísindabókasöfn á landinu. Sérstök nefnd undir forsæti [[Þorkell Jóhannesson|Þorkels Jóhannessonar]] rektors var skipuð til að fjalla um málið og árið 1957 var samþykkt [[
===Þjóðargjöfin sem tafðist===
Lyktir þjóðhátíðarmálsins þegar nær dró afmælinu urðu þær að hætt var við flestar tillögur þjóðhátíðarnefndar og fjármagn til verkefna skorið verulega niður. Ákveðið var að taka [[fyrsta skóflustunga|fyrstu skóflustungu]] að nýrri þjóðarbókhlöðu í stað þess að vígja bygginguna eins og upphaflega var ráðgert. Samið var við arkitektana [[Þorvaldur S. Þorvaldsson|Þorvald S. Þorvaldsson]] og [[Manfreð Vilhjálmsson]] um hönnun hússins en [[Arkitektafélag Íslands]] gagnrýndi að ekki hefði verið haldin samkeppni um hönnunina. Staðsetning bókhlöðunnar á [[Birkimelur|Birkimel]] nokkurn spöl frá miðju háskólasvæðisins var líka gagnrýnd en þessari lóð hafði verið úthlutað af borginni á 150 ára afmæli Landsbókasafnsins 1968.
Þegar leið á árið 1974
===Bygging hússins===
Árið 1977 komst
Þótt húsið væri nú nánast fullbyggt var ljóst að töluvert fé vantaði upp á til að ljúka við frágang að innan og utan. Framkvæmdafé var enn skorið niður en 1986 var ákveðið að hluti [[eignaskattur|eignaskatts]] skyldi renna til byggingarinnar árin 1987-1989. Þetta var kallað „þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu“ en einn af forvígismönnum þess var [[Sverrir Hermannsson]] menntamálaráðherra. Raunin varð hins vegar sú að einungis lítill hluti af eignaskattsaukanum rann til byggingarinnar. Samt var það stóraukið fjármagn miðað við fyrri ár. Steininn tók svo úr 1989 þegar ríkisstjórnin samþykkti að helmingur framkvæmdafjár næsta árs skyldi koma frá [[Happdrætti Háskóla Íslands]]. Háskólinn mótmælti þessari ráðstöfun á sjálfsaflafé skólans harðlega.
Bygging hússins hófst árið 1978 og gekk nokkuð hratt til að byrja með. Hornsteinn var lagður árið 1981 og húsið var fullsteypt og klætt að utan árið 1983. Fjármagn skorti hins vegar til að ljúka frágangi að innan og utan þrátt fyrir að framkvæmdin fengi hluta af auknum eignaskatti árin 1987-1989. 1991 var svo stórauknu fé varið til framkvæmdarinnar og Þjóðarbókhlaðan var loks vígð 1. desember 1994 á hálfrar aldar afmæli íslenska lýðveldisins.
Þjóðarbókhlaðan er reglulegur ferningur með fjórum [[stigahús]]um utanáliggjandi auk inngangs sem tengist aðalbyggingunni með [[brú]] þar sem gengið er inn á aðra hæð. Húsið stendur ofaní eins konar dæld eða skál þar sem neðst er grunnt [[síki]] fyllt með vatni. Húsið er fjórar hæðir og kjallari. Í kjallara eru öryggisgeymslur og myndastofa. Á fyrstu hæð er aðstaða starfsfólks, skrifstofur, þjóðdeild og handritadeild auk lestrarsals þjóðdeildar. Aðalinngangur safnsins er á annarri hæð þar sem er afgreiðsla, upplýsingaborð og handbókadeild, auk skrifstofa. Á þriðju og fjórðu hæð eru svo tímarita- og bókasafn safnsins, auk tón- og myndsafns. Í húsinu eru yfir 500 sæti í lestraraðstöðu og nokkrar tölvur til afnota fyrir gesti. [[Þráðlaust net]] er í öllu húsinu. [[Veitingastaður|Veitingastofa]] er rekin á annarri hæð. Fyrir framan innganginn er eins konar hellulögð skál með vatni í.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://www.landsbokasafn.is/ Vefsíða safnsins]
* [http://www.althingi.is/lagas/126a/1994071.html Lög um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn] {{lög|71|11. maí|1994}}
[[Flokkur:Opinberar stofnanir]]
|