„Hippi“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{dablink| For the British TV show, see Hippies (TV series).}} thumb|200px|Hippi frá Rússlandi '''Hippar''' voru upphaflega æskuhre...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. janúar 2009 kl. 17:15

Snið:Dablink

Hippi frá Rússlandi

Hippar voru upphaflega æskuhreyfing sem hófu göngu sína í bandaríkjunum í byrjun sjöunda áratugarins og dreifðust síðan um allan heim. Orðið hippi/hippie er dregið af orðinu hipster sem þýðir sá sem fer eftir tískunni (þýðing orðabókar stælgæi) sem var yfir leitt notað yfir bítnikkara, listamenn sem fluttu sig í Haight-Ashbury hverfið í San Fransico. Þetta fólk tók upp gagnrýnin viðhorf bítnikkaranna til samfélagsins, sköpuðu sér sín eigin samfélög, hlustuðu á Psychedelic eða "skynörvandi" rokk, tileinkuðu sér kynlífsbyltinguna, og notuðu eiturlyf eins og t.d. kanibis efni og LSD (lysergic acid diethylamide) til að kanna óþekkt mörk undirmevitundarinnar.

The Human Be-In tónleikarnir í janúar 1967 sem fram fóru í The Golden Gate-almenningsgarðinum í San Francisco lögðu grunninn að vinsældum hippamenningarinnar sem leiddi af sér hið goðsagnakennda Summer of Love eða "Sumar Ástarinnar" á vesturströnd Bandaríkjanna og Woodstock hátíðina á Austurströndinni árið 1969.