„Gufuskálar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 15: Lína 15:


Gufuskálaland er innan landamerkja Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.
Gufuskálaland er innan landamerkja Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.



<gallery>
<gallery>

Útgáfa síðunnar 6. janúar 2009 kl. 23:30

Gufuskálar eru staðsettir við útjaðar þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, nálægt Hellissandi. Langbylgjustöðin á Gufuskálum sendir á 189 kHz. (Hin langbylgjustöðin er á Eiðum.) Þar er einnig æfingasvæði fyrir björgunarsveitir Slysavarnafélagssins Landsbjargar. Æfingaaðstaða fyrir björgunarsveitir er mjög góð. Á Gufuskálum er einnig starfræktur útivistarskóli fyrir unglinga á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Á Gufuskálum hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð frá 1994. Ketill gufa Örlygsson var þar um kyrrt einn vetur samkvæmt Landnámu. Búið var þar til ársins 1948 og þá yzta býlið í Neshreppi utan Ennis. Útgerð var mikil frá Gufuskálum líkt og fleiri stöðum á Snæfellsnesi. Vítt og breitt eru þar minjar og merki um sjávarútveg og byggð fyrri alda.

Lendingarnar voru í víkinni niður af bænum. Aðalvörin var Gufuskálavör. Lengd varinnar er um 70 m. rudd í stórgrýti og hellulögð. Djúpar raufar eru í sjávarklappirnar, merki um kili bátanna, sem voru dregnir þar á land og hrundið fram á víxl. Yfir 200 forn byrgi eru í jaðri Bæjarhrauns ofan þjóðvegarins þar sem talið er að fiskur hafi verið geymdur og þurrkaður. Byrgin eru topphlaðin og falla mjög vel inn í hraunlandslagið og því erfitt að sjá þau frá veginum.

Írsk örnefni á þessum slóðum eru fjögur: Írskubúðir eru nokkru sunnar, vestur af Gerðubergi og Kvarnahrauni. Þar eru rústir, sem voru kannaðar 1998. Þær reyndust vera frá níundu öld. Íraklettur er við ströndina skammt frá vörinni, en Írskabyrgi og Írskrabrunnur eru nokkru vestar, niður af Smáhrauni. Brunnurinn er 16 þrep niður að vatni. Hann týndist í nokkra áratugi en fannst 1989 aftur og sandur hreinsaður úr honum. Írskabyrgi er vestur af brunninum. Þar standa reisulegir veggir. Lagið á byrginu líkist kirkju. Austurgafl er bogamyndaður og inngangur á vesturgafli.

Milli Bæjarhraunsins og þjóðvegarins, og víðar á svæðinu, eru margar rústir ókannaðar. Allt svæðið er friðað með öllum rústum og mannvirkjum.  Í landi Gufuskála, á svokölluðum Gufuskálamóðum, var gerður flugvöllur árið 1945. Þaðan var  áætlunarflug í rúman áratug,  þar til vegasamband komst á fyrir Jökul. Um Gufuskálamóður fellur  Móðulækur.  Þegar mikil leysing er í Snæfellsjökli.  Hann getur  orðið býsna vatnsmikill. 

Lóranstöð var reist árið 1959 og rekin af Pósti og síma til ársloka 1994. Nú er þar langbylgjustöð Ríkisútvarpsins og mastrið sem nú er næsthæsta, en lengi var hæsta mannvirki í Evrópu, 412 m. Það er notað fyrir sendingar stöðvarinnar, sem sendir út á 189 kHz. Frá 1970 hefur verið þar veðurathugunarstöð.

Árið 1997 fékk Slysavarnarfélag Íslands og Landsbjörg Gufuskála til afnota fyrir þjálfunarbúðir við leit og björgun. Árið 1999 hófst þar eiginleg starfsemi félaganna, sem voru um það leyti sameinuð í ein samtök undir nafninu: “Slysavarnafélagið Landsbjörg”. Miklar breytingar og lagfæringar hafa átt sér stað á húsnæði og aðstöðu til að mæta kröfum um alhliða þjálfunaraðstöðu. Aðstaðan er nú mjög góð. Þar eru tvær velbúnar kennslustofur, setustofa, útiæfingasvæði fyrir alhliða þjálfun og tvær samtals 30 manna svefnpokaíbúðir. Þar er einnig 70 manna matsalur með setustofu auk gistirýmis í 8 fullbúnum íbúðum fyrir samtals 60 manns.

Þjálfunarbúðirnar eru notaðar af björgunarsveitum samtakanna, kvenna- og unglingadeildum, Björgunarskólanum, lögreglu og slökkviliðum. Jafnframt gefst félagsmönnum kostur á að leigja orlofsíbúðir, þegar laust er, ýmist eina helgi eða viku í senn. Auk þess er útivistarskóli samtakanna staðsettur á Gufuskálum yfir sumartímann, en hann er ætlaður ungu fólki með áhuga á útivist og fjallamennsku og þá eru þeim einnig kennd hin fjölmörgu undirstöðuatriði björgunarstarfa til sjós og lands.

Gufuskálaland er innan landamerkja Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.


  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.