„Íslenski hesturinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
m robot Breyti: lv:Īslandes zirgs
Lína 23: Lína 23:


== Heimild ==
== Heimild ==

{{commons|Icelandic horse|Íslenska hestinum}}
{{commons|Icelandic horse|Íslenska hestinum}}
* [[Stefán Aðalsteinsson]]. [[2001]]. ''Íslenski hesturinn - litir og erfðir.'' Ormstunga, [[Reykjavík]].
* [[Stefán Aðalsteinsson]]. [[2001]]. ''Íslenski hesturinn - litir og erfðir.'' Ormstunga, [[Reykjavík]].

== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1755554 ''Ættbók og saga íslenska hestsins''; grein í Morgunblaðinu 1991]


[[Flokkur:Íslenski hesturinn]]
[[Flokkur:Íslenski hesturinn]]



Útgáfa síðunnar 19. desember 2008 kl. 19:09

Íslenskur hestur, nálægt Krýsuvík, í vetrarfeldi

Íslenski hesturinn er hestakyn sem er talið vera komið af norska lynghestinum og mongólska przewalski hestinum. Víkingar fluttu með sér skandinavíska hesta þegar þeir settust að á Íslandi fyrir meira en 1000 árum síðan.

Þar sem innflutningur hesta til landsins er bannaður hefur íslenski hesturinn verið einangraður í nokkuð langan tíma. Hann hefur því þróast óhað þróunum í öðrum heimsálfum.

Gangtegundir

Íslenski hesturinn er þekktur fyrir sínar fimm ólíku gangtegundir; fet, brokk, stökk, tölt og skeið. Tölt er ekki einstakt fyrir íslenska hestinn.Töltið finnst í nokkrum hestakynjum í Ameríku, Suður Ameríku og í Asíu. Það sem hinsvegar gefur íslenska hestinum sérstöðu , er að enginn annar hestur er sýndur á 5 gangtegundum í keppni og sýningum.

Litir

Íslenski hesturinn hefur mjög marga grunnliti og ennþá fleiri litasamsetningar. Frá leirljósu að jörpu, frá glóbjörtu til móvindótts. Í hrossum almennt eru 15 litasæti sem stjórna litaerfðum hestsins og er íslenski hesturinn talinn hafa að minnsta kosti 11 þeirra, sem eru eftirfarandi:

  • A: Erfðavísir sem ákveður hvort hrossið verður brúnt eða rautt. Þetta sæti vísar einnig í jarpt og ákveður hvort jarpur litur komi fram eða ekki.
  • B: Ákveður hvort húðin framleiði litarefni fyrir svart eða mórautt. Ekki er vitað um mórauð, íslensk hross svo það er gert ráð fyrir að öll íslensk hross hafi hér svart í sætinu.
  • C: Ræður hvort litastyrkur í hárum hrossins verður fullur eða deyfður.
  • Ch: Er erfðavísir fyrir glólitina svokölluðu; glóbrúnt, glómoldótt og glóbjart.
  • Dn: Litasætið Dn ræður því hvort hárin verða bleikt eða óbleikt. Í þessu sæti ræðst einnig hvort hrossið verði bleikálótt eða ekki.
  • E: Þetta sæti ræður því hvort hrossið verði svart eða rautt, ásamt A-sætinu. Þetta skilur því brún hross frá jörpu annars vegar og frá rauðum hins vegar.
  • G: Tekur fram hvort hrossið verði grátt. Grá hross eru nefninlega fædd í sínum grunnlitum en grána síðan fljótt á bolinn þegar þau taka fyrstu vetrarhárin.
  • Rn: Rn-sætið eða Roan-sætið tekur fram hvort hrossið verður litförótt eða ekki. Arfhrein litförótt fóstur deyja á meðgöngu og því fyrirfinnst enginn arfhrein litföróttur íslenskur hestur. Litförótt lýsir sér þannig að hrossið hefur sinn tiltekna grunnlit en verður árstíðabundið grár því undirhárin eru grá en vindhárin í grunnlit hestsin.
  • Spl: Er erfða-sætið fyrir slettuskjóttan lit. Slettuskjótt hross eru hvít á neðri hluta líkama en hvítu skellurnar ná aldrei upp yfir hrygg.
  • To: Tobiano-sætið, eða skjóttasætið ræður hvort hrossið verði skjótt eða ekki. Skjótt hross eru í raun litlaus á þeim skellum sem eru hvítar. Í húðinni á þessum stöðum eru engin litkorn í húðfrumunum.
  • Z: Erfðavísir fyrir vindóttu er í þessu sæti. Svört hross verða móvindótt, jörp hross verða rauðvindótt, móálótt hross verða mósvindótt en hefur engin áhrif á rauð hross.

Heimild

Tenglar