„Járntjaldið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ms:Tirai Besi
Sauðkindin (spjall | framlög)
m robot Bæti við: bar:Eiserner Vorhang
Lína 13: Lína 13:


[[af:Ystergordyn]]
[[af:Ystergordyn]]
[[bar:Eiserner Vorhang]]
[[bg:Желязна завеса]]
[[bg:Желязна завеса]]
[[br:Rideoz houarn]]
[[br:Rideoz houarn]]

Útgáfa síðunnar 16. nóvember 2008 kl. 05:27

Sums staðar tók Járntjaldið á sig efnislega mynd, eins og hér í Þýskalandi á landamærum Austur- og Vestur-Þýskalands.

Járntjaldið var heiti á þeim sálrænu, hugmyndafræðilegu og oft efnislegu landamærum sem skiptu Evrópu í tvennt frá lokum síðari heimsstyrjaldar 1945 til 1991 eða þar um bil. Hugtakið hafði áður verið notað af ýmsum höfundum, þar á meðal af Ethel Snowden í bókinni Through Bolshevik Russia frá 1920. Nasistaleiðtoginn Joseph Goebbels var fyrstur til að vísa til þess að „járntjald“ kæmi yfir Evrópu eftir heimsstyrjöldina í stefnuyfirlýsingu sem hann gaf út í þýska tímaritinu Das Reich í febrúar 1945. Hugtakið varð fyrst almennt eftir að Winston Churchill notaði það í „Járntjaldsræðunni“ 5. mars 1946.

Járntjaldið skipti Evrópu í „Austur-Evrópu“, sem taldi Sovétríkin og önnur Varsjárbandalagslönd, og „Vestur-Evrópu“ sem taldi þau Evrópulönd sem voru aðilar að NATO. Hugtakið „Mið-Evrópa“ hvarf nánast úr umræðunni á sama tíma.

Tengt efni

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.