„Óeirðirnar á Austurvelli 1949“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 30: Lína 30:
* [http://www.timarit.is/?issueID=411158&pageSelected=0&lang=0 ''Trylltur skríll ræðst á Alþingi''], forsíða Morgunblaðsins fimmtudaginn 31. mars 1949
* [http://www.timarit.is/?issueID=411158&pageSelected=0&lang=0 ''Trylltur skríll ræðst á Alþingi''], forsíða Morgunblaðsins fimmtudaginn 31. mars 1949
* [http://timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=428573&pageSelected=22&lang=0 ''Misminni frá marslokum 1949''; grein í Morgunblaðinu 1989]
* [http://timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=428573&pageSelected=22&lang=0 ''Misminni frá marslokum 1949''; grein í Morgunblaðinu 1989]
* [http://www.timarit.is/?issueID=411470&pageSelected=0&lang=0 ''Árás á Alþingi, æsingar til óeirða, grjótkast við lögregluna, skítkast og uppvöðslu''; grein í Morgunblaðinu 1950]
* [http://www.mbl.is/mm/myndasafn/svipmyndir/svipm_ald_img.html?img=23 Ljósmynd Ólafs K. Magnússon frá óeirðunum]
* [http://www.mbl.is/mm/myndasafn/svipmyndir/svipm_ald_img.html?img=23 Ljósmynd Ólafs K. Magnússon frá óeirðunum]
* [http://www.mbl.is/mm/myndasafn/group.html?group_id=2;offset=63 Myndir úr safni Ólafs K. Magnússonar]
* [http://www.mbl.is/mm/myndasafn/group.html?group_id=2;offset=63 Myndir úr safni Ólafs K. Magnússonar]

Útgáfa síðunnar 4. nóvember 2008 kl. 20:53

Alþingishúsið við Austurvöll

Óeirðirnar á Austurvelli eða Slagurinn á Austurvelli voru óeirðir, sem urðu á Austurvelli miðvikudaginn 30. mars 1949, þegar samþykkt var þingsályktunartillaga um inngöngu Íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið - NATÓ. Andstæðingar, stuðningsmenn og almennir borgarar flykktust á Austurvöll til að láta óánægju sína í ljós, en sumir andstæðinganna létu grjóti, eggjum og mold rigna yfir Alþingishúsið. Lögregla ákvað að dreifa mannfjöldanum með því að varp táragasi á hann. Varalið lögreglunnar var kallað út og voru varaliðarnir með breska hermannahjálma og armbindi, ýmist hvít eða í fánalitunum, sem einkenni.[1] Þessi átök milli andstæðinga tillögunnar annars vegar og lögreglu, varaliðis hennar og stuðningsmanna tillögunar hins vegar urðu mestu óeirðir sem orðið hafa á Íslandi.

Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa atburði á Austurvelli og er ekki auðvelt að skera úr um sannleiksgildi frásagna og niðurstaða. Sagnfræðingurinn Þór Whitehead hefur meðal annars haldið því fram að beinlínis hafi verið stefnt að valdaráni sósíalista með þessum aðgerðum. Aðrir, meðal annars Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, hafa hafnað þessari túlkun.

Aðdragandi

Frá seinnihluta árs 1948 var unnið að því að byggja út þau varnarsamtök sem nefnd voru Brussel-samningurinn og stofnuð voru 17 mars 1948. Aðildarlönd voru Belgía, Holland, Lúxemborg, Frakkland og Bretland. Voru þessi samtök stofnuð sem beint svar við valdatöku kommúnista í Tékkóslóvakíu í febrúar 1948. Þótti fljótlega ljóst að þessi samtök yrðu tannlaus ef Bandaríkin væru ekki aðili að þeim. Upp úr áramótunum 1948-49 fóru ráðamenn á Íslandi að undirbúa þátttöku landsins í væntanlegum varnarsamtökum. Andstæðingar, sósíalistar og aðrir sem kölluðu sig þjóðvarnarmenn, voru ekki seinir að láta í ljósi andstöðu sína. Fylgdarmenn og stuðningsmenn héldu fjölmenna fundi um málið. Þann 21. mars lýsti ríksstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar því yfir að hún væri reiðubúin að gera Ísland að einu stofnríki hins nýja bandlags sem formlega átti að stofna 4. apríl sama ár. Við það mögnuðust andstæðingar hugmyndarinnar. Voru haldnir margir fjöldafundir og Þjóðviljinn, málgagn Sósíalistaflokksins, hafði stór orð um landráð og nauðsyn harðrar andstöðu og krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Yfirvöldum og sérlega framámönnum Sjálfstæðisflokksins þótti hér mikil hætta á ferðum og tóku að undirbúa varanaraðgerðir, meðal annars með símahlerunum.

Sviptingar

Ætlunin var að fjalla um frumvarp ríkisstjórnarinnar þann 29. mars en þegar mikill mannfjöldi safnaðist saman á Austurvelli um daginn og lenti í hreinum bardaga milli lögreglu og unglinga var þingfundi fresta. Höfðu þá meðal annars 14 rúður verið brotnar á framhlið þinghússins. Daginn eftir var mikill viðbúnaður, voru lögreglumenn vopnaðir táragasi viðbúnir inni í þinghúsinu og þar að auki 85[2] (aðrar heimildir segja 50 [3]) manna hópur sem kallaðir höfðu verið út sem varalögregla. Voru allir varalögreglumenn félagar í Heimdalli, ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Einnig voru um þúsund menn inni í og í kringum þinghúsið þangað kallaðir til varnar án þess að fá varalögreglustöðu. Þar að auki hvöttu formenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins (meðal annars með áskorun í útvarpinu) "friðsama borgara" að safnast við Alþingishúsið. Verkamannafélagið Dagsbrún og Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna höfðu boðað til útifundar við Miðbæjarskólann til að mótmæla aðild að hernaðarbandalaginu. Að fundinum loknum héldu fundarmenn með kröfur sínar í átt að Alþingi. Mættu þeir þar lögreglu og stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að á Austurvelli hafi þá verið samankomið milli 8 - 10 þúsund manns. Hófust fljótlega stympingar manna á milli. Eftir að fréttir bárust um að þingfundi væri lokið og að Alþingi hefi samþykkt aðild Íslands að NATÓ mögnuðust átökin. 37 þingmenn voru með frumvarpinu, allir 20 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, 11 þingmenn Framsóknarflokksins og sex þingmenn Alþýðuflokksins. Allir tíu þingmenn Sósíalistaflokksins voru á móti og þar að auki tveir þingmenn Alþýðuflokksins og einn þingmaður Framsóknarflokksins. Tveir framsóknarþingmenn greiddu ekki atkvæði. Keyrði þá allt um þverbak þegar þingmenn leituðu útgöngu og urðu úr mikil slagsmál og grjótkast að húsinu og voru flestar rúður brotnar og skrámuðust ýmsir inn í þingsal. Varalið lögreglunnar hafði farið á undan með kylfur á loft og átti í vök að verjast. Kom þá svo nefnd "gassveit" lögreglunnar út úr húsinu og hóf að dreifa táragasi og tæmdist Austurvöllur fljótlega. Alls þurftu 12 manns að fara á Landspítalann og voru nokkrir allvarlega slasaðir þar á meðal fimm lögregluþjónar og unglingur sem hafði slasast illa á auga af táragassprengju.

Viðbrögð dagblaða

Skrif dagblaðanna í kjölfar atburðanna gefur hugmynd um þær andstæður sem ríktu í íslenskum stjórnmálum á þessum árum. Sósíalistar álitu ákvörðun Alþingis vera hrein landráð, sem framin voru „í skjóli ofbeldis og villimannlegra árása á friðsama alþýðu“. Þjóðviljinn sagði vitstola hvítlíða hafa gengið berkserksgang og kölluðu þá sem samþykktu aðild að NATO Bandaríkjaleppa. Morgunblaðið, Vísir, Tíminn og Alþýðublaðið töluðu um árás kommúnista og að „óður kommúnistaskríll hefði ætt um Austurvöll“.

Pólitískt meginmál

Þó að Alþingin hafi afgreitt tillöguna og átökum á Austurvelli væri lokið var ekki þar með lokið baráttunni um veru Íslands í NATÓ og dvöl bandaríska setuliðsins sem náttengdust því. Þetta átti eftir að verða eitt af helstu deilumálum í íslenskum stjórnmálum næstu fimm áratugina. Andstæðingarnir stofnuðu meðal annars Þjóðvarnarflokkinn og Samtök hernámsandstæðinga og fylgjendur Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu og Samtök um vestræna samvinnu.

Aðalheimild

Neðanmálsgreinar

Tenglar