Munur á milli breytinga „Hreyfiþroski“

Jump to navigation Jump to search
Engin breyting á stærð ,  fyrir 12 árum
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Hreyfiþroski''' er skilgreindur sem þróun á getu barns til þess að hreyfa sig og hafa stjórn á líkama sínum. Við fæðingu eru hreyfingar barns ósamhæfðar, (...)
 
'''Hreyfiþroski''' er skilgreindur sem þróun á getu barns til þess að hreyfa sig og hafa stjórn á [[líkami|líkama]] sínum. Við fæðingu eru hreyfingar barns ósamhæfðar, (6) en eftir því sem að heilinn þroskast samfara aukinni skynreynslu barnsins, bætist [[hreyfigeta]] þess. Þroski [[heili|heilans]] fer að hluta til eftir skynreynslu barnsins og hreyfingu þess í upphafi lífs og því mikilvægt að hlúa vel að þeim þáttum (3).
 
Svissneski sálfræðingurinn [[Jean Piaget]] kallar þetta fyrsta stig í lífi einstaklinga [[skynhreyfistig|skynhreyfistigið]] (''sensorimotor stage'') og vill meina að í því felist að vitsmunir barns þroskist út frá [[skynjun]] og hreyfigetu (3,6).
 
Fyrst um sinn einkennast hreyfigarhreyfingar barna einkum í [[óviljatýrður|óviljastýrðum]] viðbrögðum við ákveðnu [[áreiti]]. Það kann að hljóma tilgangslaust en í raun eru viðbrögðin barninu lífsnauðsynleg til þess að viðhalda [[súrefnisframboð|súrefnisframboði]] og [[líkamshiti|líkamshita]] og til þess að nærast (Berger, 2005). Óviljastýrðu viðbrögðin eru jafnframt undanfari [[grófhreyfing|grófhreyfingar]], hvort sem það sé notkun handa, fóta eða þegar börn læra að ganga. Það sama á við um þróun [[fínhreyfing|fínhreyfingar]]. Til dæmis eru [[nýburar]] með sterkt óviljastýrt [[gripviðbragð]] en fljótlega fer það að geta teygt sig meðvitað í hluti og gripuð um þá (3).
 
Börn mæta samt sem áður ýmsum áskorunum á þroskabraut sinni þegar litið er til hreyfiþroska. Líkami þeirra breytist mikið á skömmum tíma, leikni þeirra er í stöðugri þróun og fjölbreytileiki umhverfisins eykur enn á áskorunina (1). Þróun samhæfðrar hreyfingar, frá viðbrögðum til [[viljastýrður|viljastýrðrar]] hreyfingar, ræðst þannig bæði af breytingum hjá barninu sjálfu og á umhverfi þess. Í þvi felst að hreyfiþroski mótist af ótal samhangandi þáttum eins og mynsturmótun (''pattern generation''), [[málþroski|málþroska]], stöðustjórnun, næmni á [[sjónflæði]], styrk [[réttivöðvi|réttivöðva]], líkamlegum hömlum og hvata svo nokkur dæmi séu tekin (5).
40

breytingar

Leiðsagnarval