„Hofsjökull“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
sigketill
Lína 11: Lína 11:


== Eldvirkni ==
== Eldvirkni ==
[[Eldfjall]] leynist undir Hofsjökli og sést vel við [[dýptarmæling]]ar á [[ís]]num en ekki er vitað hvenær það [[eldgos|gaus]] síðast. Stór [[Sigketill]] er á fjallinu.
[[Eldfjall]] leynist undir Hofsjökli og sést vel við [[dýptarmæling]]ar á [[ís]]num en ekki er vitað hvenær það [[eldgos|gaus]] síðast. Stór [[sigketill]] er á fjallinu.


== Heimild ==
== Heimild ==

Útgáfa síðunnar 5. nóvember 2005 kl. 10:35

Gervihnattamynd af Hofsjökli ásamt skriðjöklum þeim er út úr honum ganga sem tekin var 9. september 2002. (yfirlitsmynd)
Hofsjökull séður frá Nýja-Dal, til vinstri Múlajökull, næst Arnarfell hið mikla og loks Þjórsárjökull

Hofsjökull er þíðjökull á miðhálendi Íslands staðsettur milli Langjökuls til vesturs og Vatnajökuls til austurs, hann er 925 km²flatarmáli og 1.765 m hár[1] þar sem hann er hæstur. Hann er þriðji stærsti jökull landsins á eftir Langjökli og Vatnajökli. Hann var áður kenndur við Arnarfell hið mikla og hét þá Arnarfellsjökull en nafni hans var síðan breytt og er hann nú kenndur við Hof í Vatnsdal.

Skriðjöklar

Þekktustu skriðjöklar Hofsjökuls eru (talið réttsælis frá Arnarfelli): Múlajökull til suðausturs, Blautukvíslarjökull til suðurs, Blöndujökull til vesturs, Kvíslajökull til vest-norð-vesturs og Þjórsárjökull til austurs.

Jökulár

Frá Hofsjökli renna stórar jökulár; Blanda, Þjórsá, Jökulfall, Jökulsá austari og vestari.

Eldvirkni

Eldfjall leynist undir Hofsjökli og sést vel við dýptarmælingar á ísnum en ekki er vitað hvenær það gaus síðast. Stór sigketill er á fjallinu.

Heimild

  • ^  „Landfræðilegar upplýsingar um Ísland“.

Tengill