„Alþingishátíðin“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
Valþjófsstaðahurðin
Lína 1: Lína 1:
'''Alþingishátíðin''' var [[hátíð]] sem haldin var á [[Þingvellir|Þingvöllum]] á [[Ísland]]i árið [[1930]] til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá stofnun [[Alþingi|allsherjarþings]] [[930]]. Hátíðin var formlega sett af [[Kristján 10.|Kristjáni 10.]] [[26. júní]] og var slitið [[28. júní]]. Hátíðin fór fram í sérstökum tjöldum á Þingvöllum.
'''Alþingishátíðin''' var [[hátíð]] sem haldin var á [[Þingvellir|Þingvöllum]] á [[Ísland]]i árið [[1930]] til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá stofnun [[Alþingi|allsherjarþings]] [[930]]. Hátíðin var formlega sett af [[Kristján 10.|Kristjáni 10.]] [[26. júní]] og var slitið [[28. júní]]. Hátíðin fór fram í sérstökum tjöldum á Þingvöllum.


Alþingishátíðin var merkileg fyrir margra hluta sakir, þótt í raun væri aðeins um minningarhátíð að ræða. Þar voru t.d. fyrst notuð íslensku sýslumerkin sem voru teiknuð sérstaklega fyrir hátíðarskrúðgöngu. Daginn fyrir setninguna, eða [[25. júní]], var sett norrænt stúdentamót með móttökuathöfn í [[Gamla bíó]] og átta [[Vestur-Íslendingur|Vestur-Íslendingar]] voru gerðir að [[heiðursdoktor]]um við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], þeirra á meðal [[Vilhjálmur Stefánsson]].
Alþingishátíðin var merkileg fyrir margra hluta sakir, þótt í raun væri aðeins um minningarhátíð að ræða. Þar voru t.d. fyrst notuð íslensku sýslumerkin sem voru teiknuð sérstaklega fyrir hátíðarskrúðgöngu. Daginn fyrir setninguna, eða [[25. júní]], var sett norrænt stúdentamót með móttökuathöfn í [[Gamla bíó]] og átta [[Vestur-Íslendingur|Vestur-Íslendingar]] voru gerðir að [[heiðursdoktor]]um við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], þeirra á meðal [[Vilhjálmur Stefánsson]]. Danir skiluðu [[Valþjófsstaðahurðin|Valþjófsstaðahurðinni]] í tilefni að Alþingishátíðinni.


==Tvær myndlistarsýningar==
==Tvær myndlistarsýningar==

Útgáfa síðunnar 18. október 2008 kl. 00:02

Alþingishátíðin var hátíð sem haldin var á Þingvöllum á Íslandi árið 1930 til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá stofnun allsherjarþings 930. Hátíðin var formlega sett af Kristjáni 10. 26. júní og var slitið 28. júní. Hátíðin fór fram í sérstökum tjöldum á Þingvöllum.

Alþingishátíðin var merkileg fyrir margra hluta sakir, þótt í raun væri aðeins um minningarhátíð að ræða. Þar voru t.d. fyrst notuð íslensku sýslumerkin sem voru teiknuð sérstaklega fyrir hátíðarskrúðgöngu. Daginn fyrir setninguna, eða 25. júní, var sett norrænt stúdentamót með móttökuathöfn í Gamla bíó og átta Vestur-Íslendingar voru gerðir að heiðursdoktorum við Háskóla Íslands, þeirra á meðal Vilhjálmur Stefánsson. Danir skiluðu Valþjófsstaðahurðinni í tilefni að Alþingishátíðinni.

Tvær myndlistarsýningar

Meðal þeirra mörgu viðburða sem efnt var til í tilefni hátíðarinnar var myndlistarsýning í sérstökum skála sem var reistur við Austurvöll milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis þar sem Listamannaskálinn reis síðar. Þeir sem þar sýndu voru Ásmundur Sveinsson, Ríkarður Jónsson, Einar Jónsson, Ásgrímur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Finnur Jónsson, Eggert Laxdal, Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Gunnlaugur Blöndal, Jón Þorleifsson, Sveinn Þórarinsson, Karen Þórarinsson, Júlíana Sveinsdóttir og Þorvaldur Skúlason sem var yngstur þessara listamanna.

Margir yngri listamenn fengu ekki að sýna á sýningunni og brugðust við með því að stofna Félag óháðra listamanna og efna til sýningar í gömlu Landakotskirkju sem þá var íþróttahús ÍR. Þeir listamenn sem þar sýndu voru Snorri Arinbjarnar, Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts, Eyjólfur J. Eyfells, Freymóður Jóhannsson, Höskuldur Björnsson, Ásgeir Bjarnþórsson, Magnús Á. Árnason, Kristinn Pétursson, Kristján Magnússon og Eggert Guðmundsson.

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.