„Lungnakrabbamein“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: lv:Plaušu vēzis
DragonBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: sq:Tumoret e mushkërive
Lína 59: Lína 59:
[[sh:Rak pluća]]
[[sh:Rak pluća]]
[[simple:Lung cancer]]
[[simple:Lung cancer]]
[[sq:Tumoret e mushkërive]]
[[sv:Lungcancer]]
[[sv:Lungcancer]]
[[tr:Akciğer kanseri]]
[[tr:Akciğer kanseri]]

Útgáfa síðunnar 12. október 2008 kl. 02:15

Röntgenmynd með krabbameinsæxli í vinstra lunga.

Lungnakrabbamein er sjúkdómur þar sem frumur skipta sér óstjórnandi í lungnavef.

Orsakir lungnakrabbameins

Talið er að 90% tilvika lungnakrabbameins megi rekja til reykinga. Einnig geta eiturefni í umhverfi svo sem asbest og radon aukið áhættu á að fá slíkt krabbamein. Einstaklingar virðast misnæmir fyrir krabbameinsvaldandi áhrifum tóbaksreyks og fá um 16% reykingamanna lungnakrabbamein.

Einkenni lungnakrabbameins

Hósti er algengasta fyrsta einkenni lungnakrabbameins en næst koma andnauð, brjóstverkur og blóðhósti. Einnig er þyngdartap, verkir í beinum, klumbun, hiti, slappleiki, holæðarheilkenni, kyngingarörðugleikar og öng- og soghljóð.

Gerðir lungnakrabbameins

Fjórar helstu vefjagerðir lungnakrabbameins eru smáfrumukrabbamein, flöguþekjukrabbamein, kirtilmyndandi krabbamein og stórfrumukrabbamein.

Meðferð og lækning

Árangur af meðferð lungnakrabbameins er takmarkaður og eru fimm ára lífslíkur aðeins um 15%. Ástæðan er talin sú að flest tilvik greinast ekki fyrr en sjúkdómurinn er útbreiddur og of seint að beita læknandi meðferð.

Útbreiðsla lungnakrabbameins á Íslandi

Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið á Íslandi, á eftir blöðruhálskirtilkrabbameini hjá körlum og brjóstakrabbameini hjá konum. Lungnakrabbamein er það krabbamein sem dregur flesta til dauða. Á árinu 2006 létust 123 einstaklingar úr lungnakrabbameini en það er fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem létust úr brjóstakrabbameini, blöðruhálskirtilkrabbameini og ristilkrabbameini það ár. Skráningar hófust á Íslandi á tíðni lungnakrabbameins árið 1955. Nýgengi lungnakrabbameins meðal karla og kvenna á Íslandi er óvenjulega jafnt og er nýgengi lungnakrabbameins meðal kvenna á Íslandi með því hæsta sem gerist í heiminum. Skýringin er talin útbreiðsla reykinga um og upp úr síðustu heimsstyrjöld.

Heimild

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill GG