„Tíberíus“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
AlleborgoBot (spjall | framlög)
m robot Breyti: it:Tiberio
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: an:Tiberio
Lína 29: Lína 29:


[[als:Tiberius]]
[[als:Tiberius]]
[[an:Tiberio]]
[[ar:تيبريوس]]
[[ar:تيبريوس]]
[[az:Tiberi]]
[[az:Tiberi]]

Útgáfa síðunnar 11. september 2008 kl. 18:29

Brjóstmynd af Tíberíusi.

Tíberíus Caesar Ágústus, fæddur Tíberíus Cládíus Neró (16. nóvember 42 f.Kr.16. mars 37) var annar keisari Rómar frá dauða Ágústusar árið 14 þar til hann lést sjálfur. Hann var af kládísku ættinni, sonur Tíberíusar Nerós og Livíu. Móðir hans skildi við föður hans og giftist Ágústusi 39 f.Kr. Tíberíus giftist síðar dóttur Ágústusar (af fyrra hjónabandi) Júlíu eldri og var síðar ættleiddur af Ágústusi og varð við það hluti af júlísku ættinni. Keisaratignin átti síðan eftir að haldast innan þessara tveggja ætta næstu fjörutíu árin þannig að sagnfræðingar hafa talað um júlísk-kládíska veldið.

Tíberíusar er minnst sem eins af hæfustu herforingjum Rómaveldis sem lagði grundvöllinn að norðurmörkum heimsveldisins með herförum sínum í Pannóníu, Illyríu, Retíu og Germaníu. Síðar varð hann þekktur sem skapþungur og sérlundaður keisari, sem var embætti sem hann óskaði sér aldrei, og valdatíð hans endaði með ógnarstjórn eftir lát sonar hans Drúsusar árið 23. Árið 26 fluttist hann til eyjarinnar Kaprí og sneri aldrei aftur til Rómar en hélt tengslum við öldungaráðið með bréfaskriftum. Stjórn ríkisins var að mestu leyti í höndum hins ófyrirleitna Sejanusar. Ættleiddur sonur hans, Calígúla, tók við af honum.


Fyrirrennari:
Ágústus
Keisari Rómar
(14 – 37)
Eftirmaður:
Calígúla


Tenglar

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni
  Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill GG