„Jónatengi“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ásgeir IV. (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ásgeir IV. (spjall | framlög)
Lína 22: Lína 22:
== Eiginleikar jónagrindarinnar ==
== Eiginleikar jónagrindarinnar ==


Þar eð rafstöðusviðið teygir sig jafnt í allar rúmáttir, verða til afar reglulegar jónagrindur. Vegna þess að [[jónaradíi|jónaradíarnir]] eru mismunandi verða samt til mismunandi jónískar grindargerðir: [[Matarsalt]]sgrind (NaCl), [[sesínklóríð]]grind (CsCl), [[sinkblendi]]grind (ZnS), [[flúoríð]]grind (CaF<sub>2</sub>) og fleiri sem nefndar eru eftir einkennandi dæmum. Tiltölulegur stöðugleiki mismunandi grindargerða vegna mismunandi samhæfingargeometríu og [[samhæfingartala|samhæfingartalna]] jónanna endurspeglast í viðkomandi [[Madelung-fasti|Madelung-fasta]] sem er einkennandi fyrir hverja grindargerð.
Þar eð rafsviðið teygir sig jafnt í allar rúmáttir, verða jónagrindur afar reglulegar. Vegna þess að [[jónaradíi|jónaradíarnir]] eru mismunandi verða samt til mismunandi jónískar grindargerðir: [[Matarsalt]]sgrind (NaCl), [[sesínklóríð]]grind (CsCl), [[sinkblendi]]grind (ZnS), [[flúoríð]]grind (CaF<sub>2</sub>) og fleiri sem nefndar eru eftir einkennandi dæmum. Tiltölulegur stöðugleiki mismunandi grindargerða vegna mismunandi samhæfingargeometríu og [[samhæfingartala|samhæfingartalna]] jónanna endurspeglast í viðkomandi [[Madelung-fasti|Madelung-fasta]] sem er einkennandi fyrir hverja grindargerð.

Útgáfa síðunnar 9. september 2008 kl. 17:32

Mat á jónatengishlutfalli sem fall af rafeindasæknimismun

Í efnafræði er jónatengi efnatengi sem hlýzt af rafstöðu-aðlöðun milli jákvætt og neikvætt hlaðinna jóna. Walter Kossel lýsti jónatenginu fyrstur manna árið 1916. Við rafeindasækni-mismun upp á ΔEN = 1,7 er rætt um að tengið sé að 50% jónískt.[1] Sé mismunurinn meiri en 1,7 telst tengið að mestu leyti jónískt, en sé hann minni, kallast það að mestu leyti deilið. Þessi mörk eru þó geðþóttakennd, hugmyndin um hreint jónatengi er í reynd hugarsmíð. Almennt er sagt að jónatengi skapist milli frumefna til vinstri í lotukerfinu, þ.e. málma, og frumefna til hægri, þ.e. málmleysingja. Natrínklóríð, (NaCl) sem oft er talið sígilt dæmi um jónatengi, telst vera 73% jónískt. Annað dæmi er sesínflúoríð (CsF) með 92%. Jónatengi eru m.ö.o. ávallt eitthvað blönduð deilitengjum. Hið gagnstæða gildir þó ekki, t.d. í frumefnissameindum er tengið 100% deilið.

Rafeindaskipan

Dæmi: Myndun natrínklóríðs úr frumefnum sínum.

Atómin sækjast eftir því að láta yzta setna svigrúm sitt öðlast rafeindaskipan eðallofttegundar með því að láta frá sér eða hremma til sín rafeindir. Það næst annaðhvort með því að frumefnið sem hefur lægri rafeindasækni (til vinstri í lotukerfinu) lætur frá sér eina eða fleiri rafeindir, en við það verða til einfalt eða margfalt hlaðnar plúsjónir, eða frumefnið sem hefur hærri rafeindasækni (til hægri í lotukerfinu) tekur til sín eina eða fleiri rafeindir, en við það verða til einfalt eða margfalt hlaðnar mínusjónir.

Myndun jónagrindarinnar

Líkan af kalsínflúoríð-jónagrind

Plús- og mínusjónirnar laðast hvor að annarri með rafstöðukrafti. Orkan sem losnar við sameiningu jónategundanna tveggja er kölluð grindarorka og er hinn eiginlegi drifkraftur saltmyndunar. Grindarorkan er þar með gerð úr fjórum þáttum:

  • núllpunktsorku jónanna,
  • innbyrðis fráhrindiorkum kjarnanna annarsvegar og rafeindaskýjanna hinsvegar,
  • tengiorkunnar sem kemur til vegna London-kraftanna milli misskautunarhæfra rafeindaskýja eða fjölskauts-víxlverkana (hjá jónum með ósamhverfri hleðsludreifingu svo sem NO2) og
  • að síðustu Coulombkraftinum milli andstætt hlaðinna jóna.

Mæla má grindarorkuna með Born-Haber-hringferlinu.

Eiginleikar jónagrindarinnar

Þar eð rafsviðið teygir sig jafnt í allar rúmáttir, verða jónagrindur afar reglulegar. Vegna þess að jónaradíarnir eru mismunandi verða samt til mismunandi jónískar grindargerðir: Matarsaltsgrind (NaCl), sesínklóríðgrind (CsCl), sinkblendigrind (ZnS), flúoríðgrind (CaF2) og fleiri sem nefndar eru eftir einkennandi dæmum. Tiltölulegur stöðugleiki mismunandi grindargerða vegna mismunandi samhæfingargeometríu og samhæfingartalna jónanna endurspeglast í viðkomandi Madelung-fasta sem er einkennandi fyrir hverja grindargerð.

  1. Das Basiswissen der Chemie, Charles E. Mortimer, 6. Auflage, ISBN 3-13-484306-4