„Stoðir“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
smá viðbót
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 12: Lína 12:


==Saga==
==Saga==
FL Group varð til þann [[10. mars]] árið [[2005]] þegar [[Flugleiðir|Flugleiðum]] var breytt í FL Group eftir skipulagsbreytingar. Ragnhildur Geirsdóttir tók við sem forstjóri félagsins í maí 2005.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2005/03/10/allir_starfsmenn_flugleida_fa_hlutabref_i_felaginu|titill=Allir starfsmenn Flugleiða fá hlutabréf í félaginu|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2005|mánuður=10.03.|mánuðurskoðað=31. ágúst|árskoðað=2008}}</ref>
Aðskilnaður FL Group frá [[Icelandair Group]] og þá Flugleiðum í raun varð staðreynd [[16. október]] [[2006]] þegar FL Group seldi allt hlutafé sitt í félaginu. Þann [[27. desember]] seldi FL Group síðan allt hlutafé sitt í [[Sterling]], danska lággjaldaflugfélaginu.

Aðskilnaður FL Group frá [[Icelandair Group]] og þá Flugleiðum í raun varð staðreynd [[16. október]] [[2006]] þegar FL Group seldi allt hlutafé sitt í félaginu. Þann [[27. desember]] [[2006]] seldi FL Group allt hlutafé sitt í danska lággjaldaflugfélaginu [[Sterling]], fyrir 20 milljarða króna. Kaupandi var hið nýstofnaða fyrirtæki Northern Travel Holding en FL Group átti reyndar 34% hlut í Northern Travel Holding. Fyrirtækið Fons átti 44% hlut í Northern Travel Holding og Sund átti 22%.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2006/12/27/fl_group_selur_sterling_fyrir_20_milljarda|titill=FL Group selur Sterling fyrir 20 milljarða|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2006|mánuður=27.12.|mánuðurskoðað=31. ágúst|árskoðað=2008}}</ref>


FL Group fjárfesti í desember [[2006]] í 5,98% hlutabréfa í bandaríska fyrirtækinu [[AMR Corporation]], móðurfélagi flugfélagsins [[American Airlines]]. Í febrúar [[2007]] jók FL Group hlut sinn í 8,63%. <ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1255077|titill=FL Group komið með 8,63% í AMR og er stærsti hluthafinn|mánuðurskoðað=2. febrúar|árskoðað=2007}}</ref> Fyrirtækið á einnig 22,4% hluta í finnska flugfélaginu [[Finnair]]. Í mars [[2007]] var tilkynnt að FL Group hefði keypt 10% hlut í breska fjárhættuspilafyrirtækinu Inspired Gaming Group PLC á 15,3 milljónir pund, jafnvirði um 2 milljarða króna.<ref>{{vefheimild|url=http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1256916|titill=FL Group kaupir hlut í bresku spilakassafélagi|mánuðurskoðað=3. mars|árskoðað=2007}}</ref>
FL Group fjárfesti í desember [[2006]] í 5,98% hlutabréfa í bandaríska fyrirtækinu [[AMR Corporation]], móðurfélagi flugfélagsins [[American Airlines]]. Í febrúar [[2007]] jók FL Group hlut sinn í 8,63%. <ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1255077|titill=FL Group komið með 8,63% í AMR og er stærsti hluthafinn|mánuðurskoðað=2. febrúar|árskoðað=2007}}</ref> Fyrirtækið á einnig 22,4% hluta í finnska flugfélaginu [[Finnair]]. Í mars [[2007]] var tilkynnt að FL Group hefði keypt 10% hlut í breska fjárhættuspilafyrirtækinu Inspired Gaming Group PLC á 15,3 milljónir pund, jafnvirði um 2 milljarða króna.<ref>{{vefheimild|url=http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1256916|titill=FL Group kaupir hlut í bresku spilakassafélagi|mánuðurskoðað=3. mars|árskoðað=2007}}</ref>

Útgáfa síðunnar 31. ágúst 2008 kl. 14:23

FL Group
Mynd:Flgroup logo.png
Rekstrarform Almenningshlutafélag (ICEX: FL)
Stofnað 10. mars 2005
Staðsetning Reykjavík
Lykilpersónur Jón Sigurðsson, forstjóri
Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður
Þorsteinn M. Jónsson
varaformaður stjórnar
Starfsemi fjárfestingarfélag
Vefsíða http://www.flgroup.is/

FL Group er fjárfestingarfyrirtæki með sérstaka áherslu á fjárfestingar í flugrekstri og ferðaþjónustu og er stærst á sínu sviði á Íslandi. Fyrir 10. mars 2005 hét fyrirtækið Flugleiðir, en það er enn oft kallað það í daglegu tali. Fyrirtækið varð til árið 1973 við sameiningu flugfélaganna Flugfélags Íslands og Loftleiða.

Saga

FL Group varð til þann 10. mars árið 2005 þegar Flugleiðum var breytt í FL Group eftir skipulagsbreytingar. Ragnhildur Geirsdóttir tók við sem forstjóri félagsins í maí 2005.[1]

Aðskilnaður FL Group frá Icelandair Group og þá Flugleiðum í raun varð staðreynd 16. október 2006 þegar FL Group seldi allt hlutafé sitt í félaginu. Þann 27. desember 2006 seldi FL Group allt hlutafé sitt í danska lággjaldaflugfélaginu Sterling, fyrir 20 milljarða króna. Kaupandi var hið nýstofnaða fyrirtæki Northern Travel Holding en FL Group átti reyndar 34% hlut í Northern Travel Holding. Fyrirtækið Fons átti 44% hlut í Northern Travel Holding og Sund átti 22%.[2]

FL Group fjárfesti í desember 2006 í 5,98% hlutabréfa í bandaríska fyrirtækinu AMR Corporation, móðurfélagi flugfélagsins American Airlines. Í febrúar 2007 jók FL Group hlut sinn í 8,63%. [3] Fyrirtækið á einnig 22,4% hluta í finnska flugfélaginu Finnair. Í mars 2007 var tilkynnt að FL Group hefði keypt 10% hlut í breska fjárhættuspilafyrirtækinu Inspired Gaming Group PLC á 15,3 milljónir pund, jafnvirði um 2 milljarða króna.[4]

Í desember 2007 bárust fréttir af því að Hannesi Smárasyni yrði bolað úr stjórn félagsins af Jóni Ásgeiri og fleirum. Þá var það gert kunnugt að FL Group hyggðist auka hlutafé sitt um 64 milljarða, í 180 milljarða króna.[5][6][7]

Í júlí 2008 var FL Group breytt í Stoðir eignarhaldsfélag. Á sama tíma keyptu Stoðir 25 milljarða króna hlut í Baugi Group.[8] Þessar breytingar voru tilraun eigenda félagsins til að endurskipuleggja rekstur þess, en á fyrsta ársfjórðungi ársins 2008 tapaði FL Group 47,8 milljörðum króna[9] og á öðrum ársfjórðungi 11,6 milljörðum,[10] samtals tæplega 60 milljörðum á fyrri helmingi ársins 2008.

Stjórn FL Group

Varamenn:

Tilvísanir

  1. „Allir starfsmenn Flugleiða fá hlutabréf í félaginu“. Mbl.is. 10.03. 2005. Sótt 31. ágúst 2008.
  2. „FL Group selur Sterling fyrir 20 milljarða“. Mbl.is. 27.12. 2006. Sótt 31. ágúst 2008.
  3. „FL Group komið með 8,63% í AMR og er stærsti hluthafinn“. Sótt 2. febrúar 2007.
  4. „FL Group kaupir hlut í bresku spilakassafélagi“. Sótt 3. mars 2007.
  5. „FL Group increases equity by up to ISK 64 billion, reaching ISK 180 billion in total equity“. Sótt 4. desember 2007.
  6. „FL Group: Skipt um forstjóra“. Sótt 4. desember 2007.
  7. „Hannes: Eðlilegt að víkja“. Sótt 4. desember 2007.
  8. „FL Group verður Stoðir“. Mbl.is. 04.07. 2008. Sótt 31. ágúst 2008.
  9. Sigurður Mikael Jónsson, „FL Group tapaði 47,8 milljörðum“. DV. 08.05. 2008. Sótt 31. ágúst 2008.
  10. „Stoðir tapaði 11,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi“. Viðskiptablaðið. 29.08. 2008. Sótt 31. ágúst 2008.

Tenglar