„Niðursöllun í fáránleika“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Zorrobot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: simple:Reductio ad absurdum
TXiKiBoT (spjall | framlög)
Lína 20: Lína 20:
[[he:הוכחה בדרך השלילה]]
[[he:הוכחה בדרך השלילה]]
[[hu:Reductio ad absurdum]]
[[hu:Reductio ad absurdum]]
[[id:Pembuktian melalui kontradiksi]]
[[it:Dimostrazione per assurdo]]
[[it:Dimostrazione per assurdo]]
[[ja:背理法]]
[[ja:背理法]]

Útgáfa síðunnar 30. júlí 2008 kl. 16:24

Niðursöllun í fáránleika (á latínu reductio ad absurdum eða reductio ad impossibile) eða óbein sönnun er gerð röksemdafærslu þar sem gengið er út frá staðhæfingu röksemdafærslunnar vegna og sýnt fram á að hún leiði til fráleitrar niðurstöðu eða mótsagnar; þá er staðhæfingunni hafnað og ályktað að gagnstæð staðhæfing sé sönn.

Niðursöllun í fáránleika byggir á mótsagnarlögmálinu — það er að segja þeirri forsendu að það sé ómögulegt að staðhæfing og neitun hennar séu samtímis sannar — og lögmálinu um annað tveggja — það er að segja þeirri forsendu að annaðhvort staðhæfing eða neitun hennar hljóti að vera sönn.

Heitið á röksemdafærslunni er komið úr grísku: ἡ εἰς ἄτοπον ἀπαγωγή (hē eis átopon apagōgḗ), sem merkir orðrétt „leiðsla til staðleysu“. Það kemur oft fyrir í ritum Aristótelesar.