„Hafþyrnir“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
51 bæti bætt við ,  fyrir 13 árum
skv orðabankanum
mEkkert breytingarágrip
(skv orðabankanum)
}}
 
'''Hafþyrnir''' (eða '''sandþyrnir''' eða '''tindaviður''') ([[fræðiheiti]]: ''Hippophae rhamnoides'') er [[sumargræn jurt|sumargrænn]], fíngerður en kræklóttur og skriðull runni sem verður 0,5 til 6 metra hár en getur náð 18 metra hæð í Mið-Asíu. Blöðin eru gráblá og berin eru gulrauð. Hafþyrnir er harðgerð jurt og dafnar vel í rýrum sendnum og þurrum jarðvegi á sólríkum stöðum. Hann þolir vel saltan jarðveg. Hann er notaður sem [[landgræðslujurt]].
 
== Lýsing ==
 
== Ber hafþyrnis ==
Ber hafþyrnis eru æt og hafa mikið næringargildi þó þau séu súr og bragðvond hrá nema þau hafi verið fryst og/eða blönduð með ávaxtasafa sem er sætari svo sem eplasafa eða greipaldinsafa. Ber hafþyrnis eru einnig notuð í bökur og sultur.
 
Safinn sem kemur úr pressuðum berjum skiptist í þrú lög: efst er þykkt appelsínugult krem, í miðju er lag sem inniheldur mikið magn af ómettuðum fitusýrum og neðst er botnlag eða dreggjar. Efstu tvö lögin eru unnin m.a. í húðkrem og ýmsar snyrtivörur en botnlagið er notað í safa, sultur og aðrar matarafurðir.
Óskráður notandi

Leiðsagnarval