„Jósef Stalín“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
TXiKiBoT (spjall | framlög)
TXiKiBoT (spjall | framlög)
m robot Breyti: az:İosif Stalin
Lína 58: Lína 58:
[[ar:جوزيف ستالين]]
[[ar:جوزيف ستالين]]
[[ast:Yósif Stalin]]
[[ast:Yósif Stalin]]
[[az:İosif Vissarionoviç Stalin]]
[[az:İosif Stalin]]
[[bat-smg:Josips Stalėns]]
[[bat-smg:Josips Stalėns]]
[[be:Іосіф Вісарыёнавіч Сталін]]
[[be:Іосіф Вісарыёнавіч Сталін]]

Útgáfa síðunnar 13. júní 2008 kl. 03:24

Mynd:Portrait of Stalin in 1936.gif
Ljósmynd af Stalín frá árinu 1936.

Jósef Stalín (18. desember 18785. mars 1953, georgíska იოსებ სტალინი, rússneska Иосиф Сталин) var sovéskur stjórnmálamaður. Hann var um áratugaskeið í reynd einvaldur í Sovétríkjunum.

Æska

Stalín fæddist í bænum Gori í Georgíu sem þá tilheyrði Rússlandi. Hans rétta nafn var Jósef Vissarionovitsj Dsjúgasjvili en tók upp eftirnafnið „Stalín“ árið 1913, merkti það „úr stáli“ eða „stálmaðurinn“. Faðir hans var skósmiðurinn Vissarion Dsjúgasjvili og hét móðir hans Ekaterína. Faðir Stalíns var frá Georgíu en móðir hans frá Ossetíu. Stalín sótti grunnskólann í heimaborg sinni, en flutti 1894 til Tíblísi, höfuðborgar Georgíu, og hóf nám við prestaskóla.

Upphaf afskipta af stjórnmálum

Í Tíblísi komst hinn ungi Stalín í kynni við kenningar Marx og gekk til liðs við sósíaldemókrataflokk Rússlands. Sá flokkur hafði verið bannaðar af keisarastjórninni og Stalín var rekinn úr prestaskólanum þegar upp komst að hann væri meðlimur flokksins.

Eftir að hafa verið rekinn úr skólanum hóf Stalín störf fyrir sósíademókrataflokkinn og vann að ýmiskonar áróðursstarfsemi fyrir flokkinn og skipulagði meðal annars verkföll. Þegar sósíaldemókrataflokkurinn klofnaði árið 1903 í hreyfingar Mensévíka og Bolsévíka gekk Stalín til liðs við Bolsévika.

Hann hélt áfram að vinna sem atvinnubyltingarmaður, tók þátt í fjáröflun fyrir flokkinn meðal annars með bankaránum og var margsinnis tekinn fastur af lögreglunni.

Árið 1912 tók Stalín sæti í miðstjórn Bolsévikaflokksins.

Byltingin og borgarastríðið

Eftir febrúarbyltingina studdi Stalín til að byrja með samstarf við ríkistjórn Karenskís, en snerist seinna á sveif með Lenín sem hafnaði samstarfi við Karenskí. Eftir októberbyltinguna vann Stalín með nýrri ríkisstjórn Bolsévíka. Hann vann mikið að málefnum tengdum þjóðernisminnihlutahópum sem bjuggu innan Rússlands, enda sjálfur Georgíumaður og málið honum því hugleikið. Í borgarastríðinu var hann liðsforingi í rauða hernum.

Aukin völd innan flokksins

Árið 1922 var Stalín kjörinn aðalritari miðstjórnar kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Við fráfall Leníns, sem hafði verið óumdeildur leiðtogi flokksins, hófst mikil barátta um völdin í flokknum. Höfuðfjandmaður Stalíns í þeirri baráttu var Trotskí. Eftir margra ára baráttu tókst Stalín að koma því til leiðar að á flokksþingi 1927 voru Trotskí og fleiri andstæðingar hans reknir úr flokknum.

Stalínismi

Eftir að hafa haft sigur í innanflokksátökunum var Stalín orðinn valdamesti maður Sovétríkjanna. Stalín var þeirrar skoðunar, að ef Sovétríkin ættu að eiga sér framtíð yrðu þau að iðnvæðast. Fyrir byltinguna hafði Rússland verið skammt á veg komið í iðnvæðingu og margra ára borgarastyrjöld hafði veikt efnahag landsins enn meira. Árið 1929 leit fyrsta fimm ára áætlunin dagsins ljós.

Enn fremur var ákveðið að endurskipuleggja landbúnaðinn í samyrkjubú. Sú stefna mætti víða mótspyrnu í sveitum landsins, en yfirvöld gengu fram af mikilli grimmd gegn andstæðingum endurskipulagningarinnar.

Fimm ára áætlanirnar reyndust vel til að auka iðnframleiðslu Sovétríkjanna, en þær leiddu ekki til mikilla kjarabóta fyrir almenning, því höfuðáhersla var lögð á auknar fjárfestingar í iðnaði framyfir einkaneyslu. Sér í lagi jókst framleiðslan í þungaiðnaði mikið.

Stalín beitti sér af grimmd og miskunnarleysi gagnvart þeim, sem hann taldi andstæðinga sína. Komið var á fót kerfi fangabúða sem meintir andstæðingar hans voru sendir í. Milljónir manna og jafnvel heilar þjóðir voru sendar í slíkar búðir, flestir án saka eða fyrir afskaplega litlar sakir.

Seinni heimsstyrjöldin

Árið 1939 höfðu Sovétmenn og Þjóðverjar gert með sér samning um að ráðast ekki hvorir á aðra. Margir kommúnistar sáu þesskonar samstarf við nasista sem svik við kommúnismann.

Sumarið 1941 brutu Þjóðverjar samninginn og réðust á Sovétríkin. Stalín var yfirmaður herafla Sovétríkjanna og stjórnaði stríðinu gegn Þjóðverjum. Þjóðverjar unnu til að byrja með mikla sigra, en voru að lokum yfirbugaðir.

Seinustu árin og tíminn eftir fráfall Stalíns

Eftir seinni heimsstyrjöldina stóðu Sovétríkin uppi sem annað risaveldanna tveggja. Tíminn frá lokun seinni heimsstyrjaldar til dauða Stalíns markaðist að miklu leyti af upphafi kalda stríðsins.

5. mars 1953 lést Stalín. Hann var í fyrstu hylltur sem hetja og líki hans var komið fyrir í grafhýsi við hlið grafhýsis Leníns. Í leynilegri ræðu á flokksþingi kommúnistaflokksins 1956 fordæmdi Krútsjoff, sem þá var orðinn leiðandi maður innan flokksins, Stalín. Eftir það flokksþing var stefnu flokksins gangvart Stalín breytt og hann var nú fordæmdur sem harðstjóri.

Tenglar

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni

Snið:Tengill GG Snið:Tengill GG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG