„Lífsstílssjúkdómar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 17. maí 2008 kl. 01:16

Lífstílssjúkdómar (einnig nefndir langlífissjúkdómar og menningarsjúkdómar) eru þeir sjúkdómar sem virðast verða algengari eftir því sem samfélög verða þróaðri og fólk lifir lengur. Meðal þeirra eru alzheimer, æðakölkun, krabbamein, skorpulifur, langvinn lungnateppa, sykursýki tvö, hjartveiki, nýrnabólga eða langvinn nýrnabilun, beinþynning, arta, slag, þunglyndi og offita.

Talið er að mataræði, lífstíll og húsnæði hafi áhrif á tíðni þessara sjúkdóma. Reykingar, neysla áfengis og fíkniefna og skortur á hreyfingu kunna einnig að auka líkurnar á tilteknum sjúkdómum síðar á ævinni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.