„Bandaríkjaþing“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
JAnDbot (spjall | framlög)
Lína 27: Lína 27:
[[ia:Congresso del Statos Unite]]
[[ia:Congresso del Statos Unite]]
[[id:Kongres Amerika Serikat]]
[[id:Kongres Amerika Serikat]]
[[it:Congresso degli Stati Uniti]]
[[it:Congresso degli Stati Uniti d'America]]
[[ja:アメリカ合衆国議会]]
[[ja:アメリカ合衆国議会]]
[[ka:აშშ-ის კონგრესი]]
[[ka:აშშ-ის კონგრესი]]

Útgáfa síðunnar 13. maí 2008 kl. 16:45

Þinghús Bandaríkjaþings í Washington D.C.

Bandaríkjaþing (enska: United States Congress) er löggjafarþing Bandaríkjanna. Þingið starfar í tveimur deildum, efri deildin nefnist öldungadeild en neðri fulltrúadeild. Í fulltrúadeildinni sitja 435 þingmenn (auk eins fulltrúa frá Washington D.C. sem ekki hefur atkvæðisrétt) sem kjörnir úr einmenningskjördæmum til tveggja ára í senn. Þingmenn fulltrúadeildar skiptast á milli fylkja í samræmi við íbúafjölda þeirra. Í öldungadeildinni sitja 100 þingmenn eða tveir frá hverju fylki, þeir eru kjörnir til 6 ára í senn en kosið er á tveggja ára fresti um þriðjung sæta í deildinni.

Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hvílir allt löggjafarvald á alríkisstiginu hjá þinginu, það hefur þó aðeins forræði yfir þeim málaflokkum sem sérstaklega eru taldir upp í stjórnarskránni en allir aðrir málaflokkar eru á forræði fylkjanna. Á meðal málaflokka sem eru á forræði þingsins eru viðskipti milli fylkja og við erlend ríki, leggja á skatta (á alríkisstigi, fylki og sveitarfélög innheimta einnig skatta), alríkisdómstólar, varnarmál og stríðsyfirlýsingar.

Snið:Tengill ÚG