„Efnahagur Íslands“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:
Líkt og í öðrum [[Norðurlönd]]um er [[blandað hagkerfi]] á Íslandi, þ.e. [[kapítalismi|kapitalískt]] [[markaður|markaðskerfi]] í bland við [[velferðarkerfi]]. Nokkuð dró úr [[Hagvöxtur|hagvexti]] á árunum [[2000]] til [[2002]], en árið 2002 var hann neikvæður um 0,6%, frá 2003 hefur hagvöxtur hins vegar verið drjúgur en efnahagur í samanburði við nágrannalönd einkennst af óstöðugleika.</onlyinclude>
Líkt og í öðrum [[Norðurlönd]]um er [[blandað hagkerfi]] á Íslandi, þ.e. [[kapítalismi|kapitalískt]] [[markaður|markaðskerfi]] í bland við [[velferðarkerfi]]. Nokkuð dró úr [[Hagvöxtur|hagvexti]] á árunum [[2000]] til [[2002]], en árið 2002 var hann neikvæður um 0,6%, frá 2003 hefur hagvöxtur hins vegar verið drjúgur en efnahagur í samanburði við nágrannalönd einkennst af óstöðugleika.</onlyinclude>


==Óróleiki á markaði 2008==
==Kreppan 2008==
Á byrjun árs [[2008]] tóku íslenskar vísitölur að falla. Verð á hlutabréfum í stórum íslenskum fyrirtækjum, s.s. [[Exista]] og [[SPRON]] (sem eiga hluti hvort í öðru) féllu einnig. Þann [[17. mars]] [[2008]] féll gengisvísistala íslensku krónunnar um 6,97% og var það mesta fall í sögu hennar. Í kjölfarið komu upp umræður um að s.k. [[jöklabréf]]um<ref>Sjá Vísindavefurinn: [http://visindavefur.is/svar.php?id=6655 Hvað eru jöklabréf?], Gylfi Magnússon</ref> væri um að kenna. Frá [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]] bárust ásakanir um að erlendir [[vogunarsjóður|vogunarsjóðir]]<ref>[http://www.thisismoney.co.uk/investing-and-markets/article.html?in_article_id=440172&in_page_id=3&in_page_id=3 Kaupthing accuses hedge funds of 'smears]</ref> og aðrir „óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.“<ref>[http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1704 Ræða Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á ársfundi bankans 28. mars 2008]</ref> Íslenski Seðlabankinn hækkaði vexti sína í 15,5% þann [[10. apríl]] og voru þeir þá þeir hæstu í Evrópu. Stuttu síðar gaf Seðlabankinn út þá spá að [[fasteign]]averð á Íslandi myndi lækka að raunvirði um 30% til ársins [[2010]] og þá yrði verðbólgumarkmiðum Seðlabankans náð.<ref>[http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/04/11/30_prosent_laekkun_ibudaverds_ad_raunvirdi_til_arsl/ 30% lækkun íbúðaverðs að raunvirði til ársloka 2010]</ref> Frá erlendum fréttaveitum, t.d. [[BBC]], bárust í kjölfarið jákvæðar fréttir af stöðu íslenska efnahagsins.<ref>BBC: [http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7340564.stm Iceland's hi-tech future under threat]</ref><ref>Guardian: [http://www.guardian.co.uk/business/2008/apr/17/creditcrunch Iceland first to feel the blast of global cooling]</ref><ref>NYTimes: [http://www.nytimes.com/2008/04/18/business/worldbusiness/18iceland.html?hp Iceland, a Tiny Dynamo, Loses Steam]</ref> Gagnrýni á stjórn peningamála hjá Seðlabankanum, og hagstjórn ríkisstjórnarinnar almennt varð hávær í kjölfarið. Áður hafði verið talað um að auka þyrfti við gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, sem yrði notaður til þess að borga þær skuldbindingar sem bankarnir gætu ekki staðið undir. [[Björgólfur Guðmundsson]], formaður bankaráðs [[Landsbanki Íslands|Landsbanka Íslands]], reifaði hugmyndir um að íslenska ríkið myndi stofna [[þjóðarsjóður|þjóðarsjóð]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.fiskifrettir.is/?gluggi=frett&flokkur=1&id=42185|titill=Björgólfur Guðmundsson: Íslendingar stofni þjóðarsjóð|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=29. apríl|útgefandi=[[Viðskiptablaðið]]}}</ref> Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði t.a.m. í viðtali í lok apríl að „[n]ú [ættu] stjórnvöld fáa kosti og engan góðan.“<ref>RÚV: [http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item203564/ Erfitt að leysa efnahagsvandann]</ref> Þann 28. apríl gaf [[Hagstofa Íslands]] út tilkynningu um að hækkanir á [[vísitala neysluverðs|vísitölu neysluverðs]] höfðu ekki verið jafn miklar síðan í júlí 1988 og að [[verðbólga]] hafi ekki mælst jafn mikil síðan í september 1990.<ref>{{vefheimild|url=http://www.hagstofan.is/Pages/95?NewsID=3166|titill=Vísitala neysluverðs í apríl 2008|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=29. apríl|útgefandi=[[Hagstofa Íslands]]}}</ref>
Á byrjun árs [[2008]] tóku íslenskar vísitölur að falla. Verð á hlutabréfum í stórum íslenskum fyrirtækjum, s.s. [[Exista]] og [[SPRON]] (sem eiga hluti hvort í öðru) féllu einnig. Þann [[17. mars]] [[2008]] féll gengisvísistala íslensku krónunnar um 6,97% og var það mesta fall í sögu hennar. Í kjölfarið komu upp umræður um að s.k. [[jöklabréf]]um<ref>Sjá Vísindavefurinn: [http://visindavefur.is/svar.php?id=6655 Hvað eru jöklabréf?], Gylfi Magnússon</ref> væri um að kenna. Frá [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]] bárust ásakanir um að erlendir [[vogunarsjóður|vogunarsjóðir]]<ref>[http://www.thisismoney.co.uk/investing-and-markets/article.html?in_article_id=440172&in_page_id=3&in_page_id=3 Kaupthing accuses hedge funds of 'smears]</ref> og aðrir „óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.“<ref>[http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1704 Ræða Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á ársfundi bankans 28. mars 2008]</ref> Íslenski Seðlabankinn hækkaði vexti sína í 15,5% þann [[10. apríl]] og voru þeir þá þeir hæstu í Evrópu. Stuttu síðar gaf Seðlabankinn út þá spá að [[fasteign]]averð á Íslandi myndi lækka að raunvirði um 30% til ársins [[2010]] og þá yrði verðbólgumarkmiðum Seðlabankans náð.<ref>[http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/04/11/30_prosent_laekkun_ibudaverds_ad_raunvirdi_til_arsl/ 30% lækkun íbúðaverðs að raunvirði til ársloka 2010]</ref> Frá erlendum fréttaveitum, t.d. [[BBC]], bárust í kjölfarið jákvæðar fréttir af stöðu íslenska efnahagsins.<ref>BBC: [http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7340564.stm Iceland's hi-tech future under threat]</ref><ref>Guardian: [http://www.guardian.co.uk/business/2008/apr/17/creditcrunch Iceland first to feel the blast of global cooling]</ref><ref>NYTimes: [http://www.nytimes.com/2008/04/18/business/worldbusiness/18iceland.html?hp Iceland, a Tiny Dynamo, Loses Steam]</ref> Gagnrýni á stjórn peningamála hjá Seðlabankanum, og hagstjórn ríkisstjórnarinnar almennt varð hávær í kjölfarið. Áður hafði verið talað um að auka þyrfti við gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, sem yrði notaður til þess að borga þær skuldbindingar sem bankarnir gætu ekki staðið undir. [[Björgólfur Guðmundsson]], formaður bankaráðs [[Landsbanki Íslands|Landsbanka Íslands]], reifaði hugmyndir um að íslenska ríkið myndi stofna [[þjóðarsjóður|þjóðarsjóð]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.fiskifrettir.is/?gluggi=frett&flokkur=1&id=42185|titill=Björgólfur Guðmundsson: Íslendingar stofni þjóðarsjóð|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=29. apríl|útgefandi=[[Viðskiptablaðið]]}}</ref> Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði t.a.m. í viðtali í lok apríl að „[n]ú [ættu] stjórnvöld fáa kosti og engan góðan.“<ref>RÚV: [http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item203564/ Erfitt að leysa efnahagsvandann]</ref> Þann 28. apríl gaf [[Hagstofa Íslands]] út tilkynningu um að hækkanir á [[vísitala neysluverðs|vísitölu neysluverðs]] höfðu ekki verið jafn miklar síðan í júlí 1988 og að [[verðbólga]] hafi ekki mælst jafn mikil síðan í september 1990.<ref>{{vefheimild|url=http://www.hagstofan.is/Pages/95?NewsID=3166|titill=Vísitala neysluverðs í apríl 2008|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=29. apríl|útgefandi=[[Hagstofa Íslands]]}}</ref> Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, tók af öll tvímæli þegar hann lýsti því yfir í erindi sem hann hélt 3. maí að íslenska hagkerfið væri í djúpri kreppu sem hann taldi að myndi ekki linna fyrr en [[2009]] í það fyrsta.<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item204189/|titill=Hagkerfið komið í kreppu
|ár=2008|mánuður=3. maí|útgefandi=RÚV}}</ref>


==Samsetning==
==Samsetning==

Útgáfa síðunnar 4. maí 2008 kl. 01:02

Efnahagur Íslands er lítill í alþjóðlegum samanburði. Mældur á mælikvarða S.Þ. um lífsgæði er efnahagur Íslands sá þróaðasti í heimi. Verg landsframleiðsla var 1.279.379 milljónir króna árið 2007. Vinnuafl taldist vera 179.800, atvinnuleysi 1,9%.[1] Gjaldmiðill Íslands er íslensk króna, hún er sjálfstæð og fljótandi[2], þ.e.a.s. ekki beint háð eða bundin við annan gjaldmiðil.

Líkt og í öðrum Norðurlöndum er blandað hagkerfi á Íslandi, þ.e. kapitalískt markaðskerfi í bland við velferðarkerfi. Nokkuð dró úr hagvexti á árunum 2000 til 2002, en árið 2002 var hann neikvæður um 0,6%, frá 2003 hefur hagvöxtur hins vegar verið drjúgur en efnahagur í samanburði við nágrannalönd einkennst af óstöðugleika.

Kreppan 2008

Á byrjun árs 2008 tóku íslenskar vísitölur að falla. Verð á hlutabréfum í stórum íslenskum fyrirtækjum, s.s. Exista og SPRON (sem eiga hluti hvort í öðru) féllu einnig. Þann 17. mars 2008 féll gengisvísistala íslensku krónunnar um 6,97% og var það mesta fall í sögu hennar. Í kjölfarið komu upp umræður um að s.k. jöklabréfum[3] væri um að kenna. Frá Seðlabankanum bárust ásakanir um að erlendir vogunarsjóðir[4] og aðrir „óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.“[5] Íslenski Seðlabankinn hækkaði vexti sína í 15,5% þann 10. apríl og voru þeir þá þeir hæstu í Evrópu. Stuttu síðar gaf Seðlabankinn út þá spá að fasteignaverð á Íslandi myndi lækka að raunvirði um 30% til ársins 2010 og þá yrði verðbólgumarkmiðum Seðlabankans náð.[6] Frá erlendum fréttaveitum, t.d. BBC, bárust í kjölfarið jákvæðar fréttir af stöðu íslenska efnahagsins.[7][8][9] Gagnrýni á stjórn peningamála hjá Seðlabankanum, og hagstjórn ríkisstjórnarinnar almennt varð hávær í kjölfarið. Áður hafði verið talað um að auka þyrfti við gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, sem yrði notaður til þess að borga þær skuldbindingar sem bankarnir gætu ekki staðið undir. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, reifaði hugmyndir um að íslenska ríkið myndi stofna þjóðarsjóð.[10] Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði t.a.m. í viðtali í lok apríl að „[n]ú [ættu] stjórnvöld fáa kosti og engan góðan.“[11] Þann 28. apríl gaf Hagstofa Íslands út tilkynningu um að hækkanir á vísitölu neysluverðs höfðu ekki verið jafn miklar síðan í júlí 1988 og að verðbólga hafi ekki mælst jafn mikil síðan í september 1990.[12] Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, tók af öll tvímæli þegar hann lýsti því yfir í erindi sem hann hélt 3. maí að íslenska hagkerfið væri í djúpri kreppu sem hann taldi að myndi ekki linna fyrr en 2009 í það fyrsta.[13]

Samsetning

Fiskveiðar afla um helming útflutningstekna og veita 8% vinnandi manna störf. Þar sem aðrar náttúruauðlindir skortir (fyrir utan jarðhita og fallvötn til virkjunar), er efnahagslíf á Íslandi viðkvæmt og háð heimsmarkaðsverði á fiski, áli og sjávarafurðum. Auk þess geta minnkandi fiskstofnar í efnahagslögsögu landsins haft töluverð áhrif á sveiflur í efnahagslífinu og heimsmarkaðsverð á áli og kísilgúri sem eru stærstu útflutningsvörur Íslendinga á eftir sjávarafurðum.

Fjölbreytileiki í efnahagslífinu hefur aukist undanfarna tvo áratugi. Ferðaþjónusta verður æ fyrirferðameiri, og reyna Íslendingar að lokka til sín útlendinga með auglýsingum um hreina og ómengaða náttúru og öflugt næturlíf.

Efnahagssaga Íslands

Olíukreppan kom illa við Íslendinga en mestu tíðindin úr efnahagslífinu voru þau að mikil verðbólguskriða fór af stað sem stöðvaðist ekki fyrr en eftir 1990. Verðbólga hafði lengi verið meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum en árið 1973 tvöfaldaðist hún frá því sem verið hafði árið áður, fór yfir 20%. Árið seinna var hún komin upp í rúm 40% og tæp 50% árið þar á eftir. Þannig rúllaði boltinn áfram og hámarkinu var náð 1983 þegar verðbólgan fór yfir 80% en það kalla hagfræðingar óðaverðbólgu. Árið 1980 sáu stjórnvöld þann kost vænstan að klípa af krónunni og skera tvö núll aftan af. Í einu vettfangi urðu 100 krónur að einni krónu. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði á árinu 2000 hálfur lítri af kók getað kostað um 10 þúsund krónur úti í sjoppu.[heimild vantar]

Undirrótin að verðbólgunni var óstöðugt efnahagslíf og sveiflur í afla og aflaverðmæti. Auknar tekjur í sjávarútvegi gátu leitt til almennra launahækkana sem svo orsökuðu hækkanir á vöru og þjónustu í þjóðfélaginu öllu. Svo kom babb í bátinn í fiskveiðum og þá gripu stjórnvöld oft til gengisfellinga en við það lækkar krónan í verði miðað við erlenda mynt. Þá fengu Íslendingar fleiri krónur fyrir útflutningsvörur en að sama skapi hækkuðu innfluttar vörur í verði. Vísitölubinding launa átti að tryggja hag launþega en í því fólst að kaupið hækkaði í samræmi við aðrar hækkanir. Þetta olli víxlverkandi hækkunum kaupgjalds og verðlags og verðbólgan óð áfram. Sumir hagfræðingar hafa sagt að léleg hagstjórn hafi verið meginskýringin á því að verðhækkanir fóru úr böndunum. Ráðamenn hafa ekki sýnt nógu mikið aðhald í peningamálum auk þess sem mikil ríkisafskipti og margar aðgerðir stjórnvalda hafa ýtt undir þenslu á þjóðfélaginu.[heimild vantar]

Verðbólgan át upp sparifé landsmanna og um árabil þótti það hámark heimskunnar að eiga peninga á bankareikning.[heimild vantar] Þeir sem áttu fé á milli handa reyndu að koma því í lóg sem fyrst og oft var sagt að steinsteypa væri besta fjárfestingin. Óskynsamlegar fjárfestingar voru einn af fylgikvillum verðbólgunnar auk þess sem hún sljóvgaði verðskyn almennings. Fólk vissi aldrei almennilega hvað hlutirnir kostuðu enda breyttist verðið ört.[heimild vantar]

Tilvitnanir

  1. „Helstu lykiltölur“. Hagstofa Íslands. Sótt 31. mars 2008.
  2. S.k. flotgengisstefna var tekin upp af íslenska Seðlabankanum árið 2001
  3. Sjá Vísindavefurinn: Hvað eru jöklabréf?, Gylfi Magnússon
  4. Kaupthing accuses hedge funds of 'smears
  5. Ræða Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á ársfundi bankans 28. mars 2008
  6. 30% lækkun íbúðaverðs að raunvirði til ársloka 2010
  7. BBC: Iceland's hi-tech future under threat
  8. Guardian: Iceland first to feel the blast of global cooling
  9. NYTimes: Iceland, a Tiny Dynamo, Loses Steam
  10. „Björgólfur Guðmundsson: Íslendingar stofni þjóðarsjóð“. Viðskiptablaðið. Sótt 29. apríl 2008.
  11. RÚV: Erfitt að leysa efnahagsvandann
  12. „Vísitala neysluverðs í apríl 2008“. Hagstofa Íslands. Sótt 29. apríl 2008.
  13. „Hagkerfið komið í kreppu“. RÚV. 3. maí 2008.

Tenglar