„Listi yfir nöfn sem mannanafnanefnd hefur hafnað“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
→‎Heimildir: Fjarlægði Flokkur:Ísland, yfirfremd
Lína 20: Lína 20:
<references/>
<references/>


[[Flokkur:Ísland]]
[[Flokkur:Íslensk mannanöfn]]
[[Flokkur:Íslensk mannanöfn]]

Útgáfa síðunnar 26. mars 2008 kl. 00:44

Í gegnum tíðina hefur mörgum íslenskum mannanöfnum verið hafnað af Mannanafnanefnd. Fyrir neðan er listi með nokkrum þeirra. (ath. listi er ekki tæmandi)

Nöfnum hafnað 2001

Þann 18. desember 2001 var haldinn fundur í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason (formaður), Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.

  • Berry (Mál nr. 116/2001), sótt um sem kvenmannsnafn:
    Mannanafnanefnd var gerð beiðni um að eiginnafnið Berry væri tekið til greina og fært á mannanafnaskrá en var því hafnað þann 18. desember 2001 á grundvelli þess að það taldi ekki uppfylli lagaákvæði um mannanöfn.[1] Sjá einnig Berry.
  • Birgis (Mál nr. 114/2001), sótt um sem karlmannsnafn:
    Mannanafnanefnd var gerð beiðni um að eiginnafnið Birgis væri tekið til greina og fært á mannanafnaskrá en var því hafnað þann 18. desember 2001 sökum þess að samkvæmt 3. málsgrein 8. greinar laga númer 45/1996 um mannanöfn skulu föðurnöfn mynduð þannig að nafn föður kemur í eignarfalli að viðbættu dóttir, ef kvenmaður er. Með vísan til þessa er ekki unnt að verða við beiðni um kenninafnið Birgis.[1] Sjá einnig greinina Birgir.
  • Hávarr (Mál nr. 118/2001), sótt um sem karlmannsnafn:
    Mannanafnanefnd var gerð beiðni um að eiginnafnið Hávarr væri tekið til greina og fært á mannanafnaskrá og var það samþykkt þann 18. desember 2001.[1] Taldist það ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks nútímamáls og er andstætt íslenskri hljóðþróun, þó hefð hafi skapast fyrir fáeinum nöfnum með þessari endingu (-rr). Ekki telst því vera tilefni til endurupptöku máls þessa. Sjá einnig greinina Hávar.
  • Timila (Mál nr. 119/2001), sótt um sem kvenmannsnafn:
    Mannanafnanefnd var gerð beiðni um að eiginnafnið Timila væri tekið til greina og fært á mannanafnaskrá en var því hafnað þann 18. desember 2001.[1]
  • Tryggvason (Mál nr. 115/2001), sótt um sem karlmannsnafn:
    Mannanafnanefnd var gerð beiðni um að gera Tryggvason að eiginnafni, en var því hafnað sökum þess að ekki sé hefð fyrir því að eiginnöfn séu mynduð á sama hátt og kenninöfn og að það teldist ekki vera í samræmi við íslenskt málkerfi. [1]
  • Örn (Mál nr. 113/2001), sótt um sem kvenmannsnafn:
    Mannanafnanefnd var gerð beiðni um að eiginnafnið Örn væri tekið til greina og fært á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn. Var niðurstaða Mannanafnanefndar að nafnið Örn teldist til karlmannsnafns og var beiðninni hafnað þann 18. desember 2001.[1]

Heimildir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 http://www.rettarheimild.is/DomsOgKirkjumala/Mannanafnanefnd/2001/12/18/nr/26 Mannanafnanefnd, úrskurðir 18. desember 2001 (Mál nr. 116/2001)