„Hróarskelda“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
JAnDbot (spjall | framlög)
m robot Fjarlægi: nl:Roskilde
Lína 34: Lína 34:
[[ko:로스킬레]]
[[ko:로스킬레]]
[[lv:Roskilde]]
[[lv:Roskilde]]
[[nl:Roskilde]]
[[nn:Roskilde]]
[[nn:Roskilde]]
[[no:Roskilde]]
[[no:Roskilde]]

Útgáfa síðunnar 10. mars 2008 kl. 18:27

Vesturhlið dómkirkjunnar í Hróarskeldu.

Hróarskelda (danska: Roskilde) er bær í samnefndu sveitarfélagi í Hróarskelduamti á dönsku eyjunni Sjálandi, 30 km vestan við Kaupmannahöfn. Sveitarfélagið er 81 km² að flatarmáli og þar bjuggu 54.372 árið 2005. Í fyrirhuguðum umbótum á sveitarstjórnarstiginu í Danmörku verður Hróarskelda sameinuð nágrannasveitarfélögunum Gundsø og Ramsø en hið sameinaða sveitarfélag mun áfram bera nafn Hróarskeldu.

Bærinn er gamall og var höfuðstaður Danmerkur frá upphafi konungdæmisins til u.þ.b. 1400 þegar Kaupmannahöfn tók við því hlutverki. Dómkirkjan í Hróarskeldu er frá 12. og 13. öld og var fyrsta dómkirkjan í gotneskum stíl sem var hlaðin úr múrsteinum. Hún var eina dómkirkjan á Sjálandi fram á 20. öld. Kirkjan er greftrunarstaður danskra kónga og drottninga og vinsæll áningarstaður ferðamanna, 125.000 manns heimsækja hana árlega. Kirkjan er á heimsminjaskrá UNESCO síðan 1995.

Nálægt bænum hefur verið haldin tónlistarhátið árlega á sumrin frá 1970. Hróarskelduhátíðin er sú stærsta sem haldin er á Norðurlöndum og með þeim stærri í Evrópu.

Tengt efni

Tenglar

  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.