Munur á milli breytinga „Öxulveldin“

Jump to navigation Jump to search
36 bætum bætt við ,  fyrir 13 árum
ekkert breytingarágrip
m (robot Breyti: en:Axis powers)
'''Öxulveldin''' er heiti á þeim löndum sem börðust gegn hinum svokölluðu [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|Bandamönnum]] í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni. Um er að ræða fyrst og fremst stórveldin [[Þýskaland]], [[Ítalía|Ítalíu]] og [[Japan]] en ýmis smærri ríki falla líka í þennan flokk.
 
== Forsaga ==
Uppruna sinn mun hugtakið eiga að eiga til [[Benito Mussolini|Mussolinis]], einræðisherra [[Ítalía|Ítalíu]], sem talaði um öxulinn Berlín-Róm eftir að Þýskaland og Ítalía höfðu gert með sér vináttusamning [[1936]]. Ríkin tvö voru á þeim tíma bæði einræðisríki og einræðisherrar beggja fylgdu á margan hátt svipaðri hugmyndafræði og töldu sig eiga um margt sameiginlegra hagsmuna að gæta.
 
Segja má þó að öxulveldin hafi orðið til [[1940]] þegar [[Þýskaland]], [[Japan]] og [[Ítalía]] stofnuðu [[Þríveldabandalagið]].
 
== Öxulveldin í reynd ==
Með stofnun þríveldabandalagsins höfðu Þýskaland, Ítalía og Japan gengið í hernaðarbandalag hvert við annað og þar með skuldbundið sig til að hjálpa hvert öðru í stríði.
 
Stríð Japana við [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]] Norður-Ameríku hófst með árás Japana á bandarísku herstöðina [[Pearl Harbor]] á Havaíeyjum í [[Kyrrahaf]]i. Þjóðverjar lýstu yfir stríði á hendur Bandaríkjamönnum fljótlega eftir það, þó að þeir hafi ekki verið skyldugir til þess samkvæmt bókstaf bandalagsins, því í raun hefðu þeir aðeins þurft að koma Japönum til hjálpar ef á Japani hefði verið ráðist. Eftir að stríð Japana og Bandaríkjamanna hófst hóf Japan líka hernað gegn [[nýlendustefna|nýlendum]] [[Evrópa|Evrópumanna]] í Austur-Asíu, gegn frönskum, [[Bretland|breskum]] og [[Holland|hollenskum]] nýlendum, en þau lönd voru öll þrjú í stríði gegn Þýskaland.
 
== Ríki sem á einhverjum tímapunkti voru hluti af öxulveldunum ==
Fyrir utan þau þrjú ríki sem stofnuðu þríveldabandalagið gengu nokkur til liðs við það eftir því sem á leið styrjöldinni.
* [[Ungverjaland]], [[1940]]
* [[Tæland]]
 
== Aðrar merkingar ==
Eftir [[11. september]] [[2001]] hefur [[George Bush]], forseti [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] notað heitið [[öxull hins illa]] yfir þau ríki sem ríkisstjórn hans telur andstæðinga Bandaríkjanna. Sá öxull á þó ekkert skylt við hin eiginlegu öxulveldi.
 
Sömuleiðis er oft talað um samflot ríkja eða einstaklinga sem öxla. Til dæmis var fyrir það [[Íraksstríðið|Íraksstríð]] sem hófst [[2003]] var talað um öxulinn Berlín-París til að lýsa sameiginlegri andstöðu þeirra ríkja við stríð gegn [[Írak]].
 
{{Seinni heimsstyrjöldin}}
 
[[Flokkur:Hernaðarbandalög]]

Leiðsagnarval