„Bobby Fischer“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: eu, gl, lv, nn, uk
Dezidor (spjall | framlög)
Lína 35: Lína 35:
[[he:בובי פישר]]
[[he:בובי פישר]]
[[hr:Robert Fischer]]
[[hr:Robert Fischer]]
[[hsb:Bobby Fischer]]
[[hu:Robert James Fischer]]
[[hu:Robert James Fischer]]
[[id:Bobby Fischer]]
[[id:Bobby Fischer]]

Útgáfa síðunnar 18. janúar 2008 kl. 22:23

Mynd:Bobby Fischer - March, 2005 (7347390).jpg
Bobby Fischer

Robert James Fischer (9. mars 194317. janúar 2008), best þekktur sem Bobby Fischer er fyrrverandi heimsmeistari í skák og eini Bandaríkjamaðurinn sem hefur orðið heimsmeistari á vegum FIDE. Hann vann FIDE heimsmeistaratitilinn í keppni við Boris Spassky í Reykjavík 1. september 1972 og varð þar með annar Bandaríkjamaðurinn til að vera krýndur heimsmeistari í skák. Hann missti titilinn þegar hann neitaði að verja hann 3. apríl 1975. Hann er þekktur sem einn iðnasti og hæfileikaríkasti skákmaður sögunnar og einnig fyrir óvenjulega hegðun sína og stjórnmálaskoðanir sem einkennast af gyðingahatri og fyrirlitningu á fæðingarlandi sínu, Bandaríkjunum. Þrátt fyrir langa fjarveru frá skákkeppnum er hann enn meðal best þekktu skákmanna veraldar.

Fischer er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að virða að vettugi alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Júgóslavíu þegar hann tefldi þar á skákmóti árið 1992. Hann var fangelsaður í Japan eftir að upp komst að hann dvaldi þar með útrunnið bandarískt vegabréf. Hann sótti í framhaldi af því um landvistarleyfi á Íslandi í bréfi til Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra 26. nóvember 2004 og var honum veitt jákvætt svar þann 15. desember. Bandarísk stjórnvöld urðu ekki hrifin og fóru þess á leit að leyfið yrði afturkallað. Eftir að í ljós kom að dvalarleyfi á Íslandi væri ekki nóg til þess að japönsk stjórnvöld framseldu hann til Íslands sendi hann alþingi bréf í janúar 2005 þar sem hann fór þess á leit að fá íslenskan ríkisborgararétt. Málið var tekið fyrir af allsherjarnefnd þingsins sem ákvað þann 17. febrúar að mæla ekki með því við þingið að Fischer fengi ríkisborgararétt. Nokkrum dögum síðar samþykktu stjórnvöld þó að gefa út svokallað útlendingavegabréf handa Fischer. Í ljós kom samkvæmt yfirlýsingum japanskra embættismanna að vegabréfið eitt og sér dygði ekki til þess að leyfa Fischer að fara til Íslands, þá kom beiðnin um ríkisborgararétt aftur upp. Þann 17. mars tók allsherjarnefnd beiðnina fyrir aftur og samþykkti daginn eftir að mæla með því við alþingi að Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur. Þann 21. mars samþykkti alþingi það svo án umræðna og með 42 samhljóða atkvæðum (21 þingmaður var fjarverandi) að veita Fischer ríkisborgararétt. Fischer var svo leystur úr haldi 23. mars og flaug til Íslands sama dag.

Hann bjó í Reykjavík til æviloka en hann lést fimmtudaginn 17. janúar 2008 eftir að hafa glímt við alvarleg veikindi. Fischer dvaldist á sjúkrahúsi í Reykjavík í október og nóvember en síðan á heimili sínu í desember og janúar [1].

Tilvísanir

  1. „Bobby Fischer látinn“. Sótt 18. janúar 2008.