Fara í innihald

„Aríus“: Munur á milli breytinga

1 bæti fjarlægt ,  fyrir 14 árum
m
m (robot Bæti við: ar:آريوس)
Ýmislegt er á huldu um Aríus og kenningar hans. Eftir að andstæðingar hans höfðu betur í deilum þeirra, var gengið milli bols og höfuðs á hreyfingu Aríusarsinna, og öllum frumheimildum sem í náðist var eytt. Helstu heimildir um Aríus koma því úr skrifum andstæðinga hans, sem úthrópuðu hann fyrir [[villutrú]] og geta því vart talist hlutlægir. Einu skrifin sem eru eignuð honum og hafa varðveist, eru fáein bréf, auk brotakenndra leifa af ritinu ''Thalia'', alþýðlegu verki sem samanstóð bæði af [[ljóð|bundnu máli]] og óbundnu.
 
Að sama skapi er ekki mikið vitað með vissu um manninn Aríus. Talið er að hann gæti hafa verið af [[Lýbía|lýbísku]] og [[Berbar|berbísku]] bergi brotinn, og faðir hannshans er sagður hafa heitið Ammóníus. Aríus nam í [[Antíokkía|Antíokkíu]] hjá [[Heilagur Lúsíanus|Lúsíanusi]], sem þar var skólameistari og var síðar tekinn í [[dýrlingur|tölu heilagra]]. Hann tók við söfnuði í Alexandríu árið [[313]]. Þrátt fyrir miklar árásir andstæðinga sinna, virðist Aríus hafa verið siðvandur og trúr sannfæringu sinni, og komið vel fyrir. Aríus gerði mislukkaða tilraun til að verða skipaður patríarki í Alexandríu.
 
==Helstu kenningar==