„Skortstaða“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Magnusb (spjall | framlög)
1. tillaga
 
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Skortstaða''' (e. short position] er aðferð sem menn nota í [[fjármál]]um til þess að [[hagnaður|hagnast]] á [[verðfall]]i [[verðbréf]]a eða annarra verðmæta t.d. [[gjaldmiðill|gjaldmiðla]] eða [[hrávörur|hrávara]].
'''Skortstaða''' (e. ''short position'') er aðferð sem menn nota í [[fjármál]]um til þess að [[hagnaður|hagnast]] á [[verðfall]]i [[verðbréf]]a eða annarra verðmæta t.d. [[gjaldmiðill|gjaldmiðla]] eða [[hrávörur|hrávara]].


== Dæmi ==
== Dæmi ==
Jón er þess fullviss að verð [[hlutabréf]]a í Vogun vinnur hf. sé við það að falla. Hann snýr sér til Sigurðar sem á hlutabréf í félaginu og fær 1000 hlutabréf að láni. Jón selur strax bréfin sem á núverandi [[gengi]] eru að [[verðmæti]] 1.000.000.- [[króna]]. Hlutabréfin falla um 20% og Jón kaupir þessi 1000 bréf aftur en núna greiðir hann aðeins 800 krónur fyrir bréfið eða samtals 800.000.- Bréfunum skilar hann aftur til Sigurðar en mismuninum á sölu- og kaupverði, 200.000.- krónum heldur hann eftir.
Jón er þess fullviss að verð [[hlutabréf]]a í Vogun vinnur hf. sé við það að falla. Hann snýr sér til Sigurðar sem á hlutabréf í félaginu og fær 1000 hlutabréf að láni. Jón selur strax bréfin sem á núverandi [[gengi]] eru að [[verðmæti]] 1.000.000.- [[króna]]. Hlutabréfin falla um 20% og Jón kaupir þessi 1000 bréf aftur en núna greiðir hann aðeins 800 krónur fyrir bréfið eða samtals 800.000.- Bréfunum skilar hann aftur til Sigurðar en mismuninum á sölu- og kaupverði, 200.000.- krónum heldur hann eftir.



== Alger skortstaða ==
== Alger skortstaða ==
Alger skortstaða (e. naked short position) er það kallað þegar menn sleppa fyrsta skrefinu, þ.e. að fá hlutabréfin lánuð. Þá selur viðkomandi bréf í ákveðnu félagi strax á núverandi gengi, með loforði um að afhenda bréfin eftir t.d. mánuð. Hann er þá ekki aðeins að veðja á verðfall bréfanna heldur einnig að hann geti eftir mánuð keypt bréfin til þess að standa við loforðið.
Alger skortstaða (e. ''naked short position'') er það kallað þegar menn sleppa fyrsta skrefinu, þ.e. að fá hlutabréfin lánuð. Þá selur viðkomandi bréf í ákveðnu félagi strax á núverandi gengi, með loforði um að afhenda bréfin eftir t.d. mánuð. Hann er þá ekki aðeins að veðja á verðfall bréfanna heldur einnig að hann geti eftir mánuð keypt bréfin til þess að standa við loforðið.



== Áhætta ==
== Áhætta ==
Lína 13: Lína 11:


Sem dæmi um vel heppnaða skortstöðu má taka [[Northern Rock]] [[banki|bankann]] í [[Bretland|Bretlandi]]. Í [[febrúar]] [[2007]] var gengi hlutabréfa í bankanum 12,5 [[pund]]. Fjárfestar voru þá þegar farnir að spá verðfalli bréfanna vegna hugsanlegs lausafjárvanda í kjölfar tapaðra útlána til húseigenda í [[Bandaríkjunum]]. Í [[september]] 2007 féll gengið undir 2 pund. Talið er að allt að þriðjungur hlutafjár bankans hafi þá verið bundið í skortstöðum og hagnaður fjárfesta af þeim hafi verið meira en 1 [[milljarður]] punda.
Sem dæmi um vel heppnaða skortstöðu má taka [[Northern Rock]] [[banki|bankann]] í [[Bretland|Bretlandi]]. Í [[febrúar]] [[2007]] var gengi hlutabréfa í bankanum 12,5 [[pund]]. Fjárfestar voru þá þegar farnir að spá verðfalli bréfanna vegna hugsanlegs lausafjárvanda í kjölfar tapaðra útlána til húseigenda í [[Bandaríkjunum]]. Í [[september]] 2007 féll gengið undir 2 pund. Talið er að allt að þriðjungur hlutafjár bankans hafi þá verið bundið í skortstöðum og hagnaður fjárfesta af þeim hafi verið meira en 1 [[milljarður]] punda.



== Á Íslandi ==
== Á Íslandi ==
Í sumum löndum eru skortstöður bannaðar með [[lög]]um eða þeim settar strangar skorður. Svo er ekki á [[Ísland]]i. Þó er ekki vitað til þess að þeim sé mikið beitt í íslensku [[fjármálalíf]]i. Hugsanleg ástæða fyrir því kann að vera sú að eðli málsins samkvæmt þarf sá sem lánar hlutabréfin að vera [[langtímafjárfestir]] sem trúir á verðhækkun til langs tíma en er ekki að eltast við [[skammtímasveiflur]] í hlutabréfaverði. Slíkir fjárfestar á Íslandi eru fyrst og fremst [[lífeyrissjóður|lífeyrissjóðir]] og aðrir [[stofnanafjárfestir|stofnanafjárfestar]] sem ekki mega taka þátt í skortstöðum samkvæmt lögum.
Í sumum löndum eru skortstöður bannaðar með [[lög]]um eða þeim settar strangar skorður. Svo er ekki á [[Ísland]]i. Þó er ekki vitað til þess að þeim sé mikið beitt í íslensku [[fjármálalíf]]i. Hugsanleg ástæða fyrir því kann að vera sú að eðli málsins samkvæmt þarf sá sem lánar hlutabréfin að vera [[langtímafjárfestir]] sem trúir á verðhækkun til langs tíma en er ekki að eltast við [[skammtímasveiflur]] í hlutabréfaverði. Slíkir fjárfestar á Íslandi eru fyrst og fremst [[lífeyrissjóður|lífeyrissjóðir]] og aðrir [[stofnanafjárfestir|stofnanafjárfestar]] sem ekki mega taka þátt í skortstöðum samkvæmt lögum.


== Heimildir ==
* [http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/7007116.stm Umfjöllun á vef BBC News um Northern Rock] - Skoðað 12. nóvember 2007


[[Flokkur:Hagfræði]]
== Heimildir ==

[http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/7007116.stm Umfjöllun á vef BBC News um Northern Rock] - Skoðað 12. nóvember 2007
[[bg:Къси продажби]]
[[de:Leerverkauf]]
[[en:Short (finance)]]
[[es:Corta (hipoteca)]]
[[fr:Vente à découvert]]
[[it:Vendita allo scoperto]]
[[he:מכירה בחסר]]
[[lt:Trumpalaikis vertybinių popierių skolinimas]]
[[nl:Short gaan]]
[[ja:空売り]]
[[no:Blankosalg]]
[[nn:Shorte]]
[[pl:Krótka sprzedaż]]
[[ru:Продажа без покрытия]]
[[sv:Blankning]]
[[vi:Bán khống]]
[[zh:空头]]

Útgáfa síðunnar 12. nóvember 2007 kl. 19:31

Skortstaða (e. short position) er aðferð sem menn nota í fjármálum til þess að hagnast á verðfalli verðbréfa eða annarra verðmæta t.d. gjaldmiðla eða hrávara.

Dæmi

Jón er þess fullviss að verð hlutabréfa í Vogun vinnur hf. sé við það að falla. Hann snýr sér til Sigurðar sem á hlutabréf í félaginu og fær 1000 hlutabréf að láni. Jón selur strax bréfin sem á núverandi gengi eru að verðmæti 1.000.000.- króna. Hlutabréfin falla um 20% og Jón kaupir þessi 1000 bréf aftur en núna greiðir hann aðeins 800 krónur fyrir bréfið eða samtals 800.000.- Bréfunum skilar hann aftur til Sigurðar en mismuninum á sölu- og kaupverði, 200.000.- krónum heldur hann eftir.

Alger skortstaða

Alger skortstaða (e. naked short position) er það kallað þegar menn sleppa fyrsta skrefinu, þ.e. að fá hlutabréfin lánuð. Þá selur viðkomandi bréf í ákveðnu félagi strax á núverandi gengi, með loforði um að afhenda bréfin eftir t.d. mánuð. Hann er þá ekki aðeins að veðja á verðfall bréfanna heldur einnig að hann geti eftir mánuð keypt bréfin til þess að standa við loforðið.

Áhætta

Skortstaða er áhættusamur fjármálagerningur. Ef gengi hlutabréfa í félagi sem tekin er skortstaða í hækkar verður tap á gerningnum sem viðkomandi innleysir þegar hann kaupir bréfin til að afhenda þeim sem hann fékk þau lánuð hjá. Á hinn bóginn getur hagnaðurinn verið gífurlegur, sérstaklega á hlutabréfamörkuðum eða í félögum þar sem sveiflur eru miklar. Því eru það venjulega svokallaðir Vogunarsjóðir sem eru stórtækastir í skortstöðum.

Sem dæmi um vel heppnaða skortstöðu má taka Northern Rock bankann í Bretlandi. Í febrúar 2007 var gengi hlutabréfa í bankanum 12,5 pund. Fjárfestar voru þá þegar farnir að spá verðfalli bréfanna vegna hugsanlegs lausafjárvanda í kjölfar tapaðra útlána til húseigenda í Bandaríkjunum. Í september 2007 féll gengið undir 2 pund. Talið er að allt að þriðjungur hlutafjár bankans hafi þá verið bundið í skortstöðum og hagnaður fjárfesta af þeim hafi verið meira en 1 milljarður punda.

Á Íslandi

Í sumum löndum eru skortstöður bannaðar með lögum eða þeim settar strangar skorður. Svo er ekki á Íslandi. Þó er ekki vitað til þess að þeim sé mikið beitt í íslensku fjármálalífi. Hugsanleg ástæða fyrir því kann að vera sú að eðli málsins samkvæmt þarf sá sem lánar hlutabréfin að vera langtímafjárfestir sem trúir á verðhækkun til langs tíma en er ekki að eltast við skammtímasveiflur í hlutabréfaverði. Slíkir fjárfestar á Íslandi eru fyrst og fremst lífeyrissjóðir og aðrir stofnanafjárfestar sem ekki mega taka þátt í skortstöðum samkvæmt lögum.

Heimildir