Munur á milli breytinga „Sigurjón Ólafsson“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
'''Sigurjón Ólafsson''' ([[1908]] – [[1982]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[myndhöggvari]].
 
Hann stundaði nám hjá [[Ásgrímur Jónsson|Ásgrími Jónssyni]] listmálara og síðar [[Einar Jónsson|Einari Jónssyni]] myndhöggvara. Sigurjón lauk sveinsprófi í [[húsamálun]] frá [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] vorið [[1927]] og ári síðar sigldi hann til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]], þar sem hann hóf nám í [[Konunglega Akademían|Konunglegu Akademíunni]]. Námið sóttist honum vel og haustið [[1930]] hlaut hann gullverðlaun Akademíunnar fyrir styttu af ''Verkamanni'' sem nú er í eigu [[Listasafn Íslands|Listasafns Íslands]] og fyrir portrettið ''Móðir mín'' ([[1938]]) hlaut Sigurjón hin eftirsóttu [[Eckersberg-verðlaun]].
 
Þegar Sigurjón sneri heim að loknu stríði varð hann meðal brautryðjenda [[abstrakt]]listar á Íslandi. Stærst verka hans er án efa [[lágmynd]]irnar á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar sem hann vann á árunum [[1966]]-[[1969]], en þekktari eru ef til vill ''Öndvegissúlurnar'' við Höfða, styttan af séra Friðrik við Lækjargötu, og ''Íslandsmerki'' á Hagatorgi.
Óskráður notandi

Leiðsagnarval