„Melstaður“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Steinninn (spjall | framlög)
Tek aftur breytingu 347005 frá Steinninn (Spjall)
Steinninn (spjall | framlög)
skipt hefur verið um bekki
Lína 22: Lína 22:
| skírnarfontur = Ríkharður Jónsson
| skírnarfontur = Ríkharður Jónsson
| altari = Magnús Jónsson
| altari = Magnús Jónsson
| sæti = 150
| sæti = 100
| annað =
| annað =
| flokkur =
| flokkur =
Lína 38: Lína 38:
Haustið 1941 dreymir Björn G. Bergmanns, sóknarnefndarformaður og bóndi á Svarðbæli í Miðfirði, nokkru norðan við Melstað, að hann heyri í fimm prestum sem ganga til kirkju á Melstað. Aðfaranótt fokdags, 15. janúar 1942, dreymir hann sama draum en þá eru einungis sumir prestanna hempuklæddir og aðrir ekki. Veit Björn þá um morguninn að draumurinn viti ekki á gott. Eftir gegningar hringir séra Jóhann Kr. Briem, sem þá þjónaði að Melstað, og segir að kirkjan hafi fokið þá um morguninn. Brotnaði hún í spón. Brak kirkjunnar var boðið upp 12. maí sama ár og voru tekjur af því rúmar 6 milljónir krónur. Þá fundu kúasmalar brak um allt Melstaðarland og í skurði einum fannst altarið lítið skemmt.
Haustið 1941 dreymir Björn G. Bergmanns, sóknarnefndarformaður og bóndi á Svarðbæli í Miðfirði, nokkru norðan við Melstað, að hann heyri í fimm prestum sem ganga til kirkju á Melstað. Aðfaranótt fokdags, 15. janúar 1942, dreymir hann sama draum en þá eru einungis sumir prestanna hempuklæddir og aðrir ekki. Veit Björn þá um morguninn að draumurinn viti ekki á gott. Eftir gegningar hringir séra Jóhann Kr. Briem, sem þá þjónaði að Melstað, og segir að kirkjan hafi fokið þá um morguninn. Brotnaði hún í spón. Brak kirkjunnar var boðið upp 12. maí sama ár og voru tekjur af því rúmar 6 milljónir krónur. Þá fundu kúasmalar brak um allt Melstaðarland og í skurði einum fannst altarið lítið skemmt.


Núverandi kirkja þar var vígð 8. júní 1947 og helguð Stefáni, og því stundum nefnd Stefánskirkja þó það sé lang algengast að hún sé kölluð Melstaðarkirkja. Hún er úr steinsteypu og rúma kirkjubekkirnir 150 manns í sæti. Við kirkjuna stendur safnaðarheimilið, alls um 100 ára gamalt hús. Predikunarstóll kirkjunnar er eftir Ríkarð Jónsson myndlistarmann (myndskera). Einn af fáum minjunum sem glötuðust ekki úr gömlu kirkjunni er altaristaflan. Hún er eftir Magnús Jónsson prófessor og skiptist hún í miðhluta, þar sem segir frá Jesú á fjallinu, og hliðarvængi, þar sem sagt er frá þeim Móses og Aron. Taflan var þó mikið skemmd og var gerð upp fyrir 50 ára afmæli kirkjunar og hefur verið til sýnis í kirkjunni eftir það. Núverandi altaristafla er eftir Magnús Jónsson og er af skýrn Jesú.
Núverandi kirkja þar var vígð 8. júní 1947 og helguð Stefáni, og því stundum nefnd Stefánskirkja þó það sé lang algengast að hún sé kölluð Melstaðarkirkja. Hún er úr steinsteypu og rúma kirkjubekkirnir 100 manns í sæti. Við kirkjuna stendur safnaðarheimilið, alls um 100 ára gamalt hús. Predikunarstóll kirkjunnar er eftir Ríkarð Jónsson myndlistarmann (myndskera). Einn af fáum minjunum sem glötuðust ekki úr gömlu kirkjunni er altaristaflan. Hún er eftir Magnús Jónsson prófessor og skiptist hún í miðhluta, þar sem segir frá Jesú á fjallinu, og hliðarvængi, þar sem sagt er frá þeim Móses og Aron. Taflan var þó mikið skemmd og var gerð upp fyrir 50 ára afmæli kirkjunar og hefur verið til sýnis í kirkjunni eftir það. Núverandi altaristafla er eftir Magnús Jónsson og er af skýrn Jesú.


== Heimildir ==
== Heimildir ==

Útgáfa síðunnar 12. október 2007 kl. 22:55

65°19′N 20°55′V / 65.317°N 20.917°V / 65.317; -20.917

Melstaður
Melstaður
Ljósmyndari: Eysteinn Guðni Guðnason
Almennt
Prestakall:  Melstaðarprestakall
Núverandi prestur:  sr. Guðni Þór Ólafsson
Byggingarár:  1947
Arkitektúr
Efni:  steinsteypa
Kirkjurýmið
Predikunarstóll:  Ríkharður Jónsson
Skírnarfontur:  Ríkharður Jónsson
Altari: Magnús Jónsson
Sæti:  100

Melstaður er kirkjustaður og prestsetur í Miðfirði. Sókn kirkjunar tilheyrir Melstaðarprestakalli. Fyrsta skrásetta aðsetur á Melstað er frá 14. öld. Arngrímur Jónsson hinn lærði er að líkindum frægasti prestur sem hefur setið á Melstað. Núverandi kirkja var reist 1947.

Saga

Á Melstað hefur verið kirkja frá því um 1050; eða þar til kirkjan fauk snemma árs 1942. Ný kirkja var tekin í notkun 1947.

Í fornöld nefndist staðurinn Melur en eftir að kirkja var reist þar eftir kristnitökuna afbakaðist nafnið í Staður og síðar Melstaður. Bærinn stendur á mel einum vestan við Miðfjarðará og sér þaðan vel yfir fremri hlut sveitarinnar sem og að Laugarbakka. Arngrímur Jónsson hinn lærði bjó að Melstað á 17. öld og var lengi vel prestur á staðnum. Skammt frá kirkjustaðnum er kuml; svokallaður Kormákshaugur. Þjóðsaga segir að álög séu á honum svo að ef grafið verði í hann komi kirkjan til með að standa í björtu báli.

Sr. Guðmundur Vigfússon hóf þjónustu sína á Mel 1859 og þótti honum þá gamla torfkirkjan (byggð 1810) orðin hrörleg og gömul. Gamla kirkjan var „ekki fokheld á vetrardag“ og stóð á lægsta stað í gamla kirkjugarðinum. Það var þá þannig að „flöturinn umhverfis kirkjugarðinn er meira en hálfri annarri alin hærri en grundvöllur kirkjurnnar“ og þar af leiðandi rann vatn að kirkjunni en ekki frá henni. Vildi hann láta færa kirkjuna á ávalan hól, Hjallhól, nokkuð hærri en bæjarstæðið sjálft. Þetta skrifar sr. Guðmundur í bréfi til prófasts; dagsett 14. október 1861. Samþykki fékkst meðal íbúa sveitarinnar að færa kirkjuna. Kirkjan var svo tekin í notkun 2. desember 1865 eftir 376 dagsverka vinnu.

Haustið 1941 dreymir Björn G. Bergmanns, sóknarnefndarformaður og bóndi á Svarðbæli í Miðfirði, nokkru norðan við Melstað, að hann heyri í fimm prestum sem ganga til kirkju á Melstað. Aðfaranótt fokdags, 15. janúar 1942, dreymir hann sama draum en þá eru einungis sumir prestanna hempuklæddir og aðrir ekki. Veit Björn þá um morguninn að draumurinn viti ekki á gott. Eftir gegningar hringir séra Jóhann Kr. Briem, sem þá þjónaði að Melstað, og segir að kirkjan hafi fokið þá um morguninn. Brotnaði hún í spón. Brak kirkjunnar var boðið upp 12. maí sama ár og voru tekjur af því rúmar 6 milljónir krónur. Þá fundu kúasmalar brak um allt Melstaðarland og í skurði einum fannst altarið lítið skemmt.

Núverandi kirkja þar var vígð 8. júní 1947 og helguð Stefáni, og því stundum nefnd Stefánskirkja þó það sé lang algengast að hún sé kölluð Melstaðarkirkja. Hún er úr steinsteypu og rúma kirkjubekkirnir 100 manns í sæti. Við kirkjuna stendur safnaðarheimilið, alls um 100 ára gamalt hús. Predikunarstóll kirkjunnar er eftir Ríkarð Jónsson myndlistarmann (myndskera). Einn af fáum minjunum sem glötuðust ekki úr gömlu kirkjunni er altaristaflan. Hún er eftir Magnús Jónsson prófessor og skiptist hún í miðhluta, þar sem segir frá Jesú á fjallinu, og hliðarvængi, þar sem sagt er frá þeim Móses og Aron. Taflan var þó mikið skemmd og var gerð upp fyrir 50 ára afmæli kirkjunar og hefur verið til sýnis í kirkjunni eftir það. Núverandi altaristafla er eftir Magnús Jónsson og er af skýrn Jesú.

Heimildir

  • [1]
  • Gísli H. Kolbeins (ritstj.). 1999. Melstaðarkirkja - afmælisrit. Sóknarnefnd Melstaðarsóknar, Melstað.
  • Tómas Einarsson og Helgi Magnússon (ritstj.). 1989. Íslandshandbókin - náttúra, saga og sérkenni. Örn og Örlygur, Reykjavík.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi og trúarbrögðum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.