Munur á milli breytinga „Land“

Jump to navigation Jump to search
4 bætum bætt við ,  fyrir 16 árum
m
ekkert breytingarágrip
m (iw)
m
'''Land''' táknar oftast [[ríki]] eða viðurkennt svæði, sem heitir tilteknu nafni. Flest lönd eru afmörkuð hvert frá öðru með [[landamæri|landamærum]], sem hafa verið afskaplega breytileg og hreyfanleg í tímans rás. Sum lönd eru umlukin [[sjór|sjó]] eingöngu og hafa þá engin eiginleg landamæri. Þannig háttar til dæmis um [[Ísland]] og [[Japan]]. Önnur liggja að sjó að hluta og að öðrum löndum að hluta. Sem dæmi slíks má nefna [[Noregur|Noreg]] og [[Danmörk]]u. Þá eru einnig lönd sem eru algjörlega [[landlukt]], en þau eiga hvergi land að sjó og allt umhverfis þau eru landamæri, sem liggja að einu eða fleiri öðrum ríkjum. Slík lönd eru sem dæmi [[Sviss]] og [[Tékkland]]. Til eru tvö lönd í [[veröld]]inni, sem kalla mætti tvílandlukt, en þau eru umkringd löndum, sem hvergi liggja að sjó. Þessi tvö lönd eru [[Úsbekistan]] og [[Liechtenstein]].
 
Í annarri merkingu er orðið „''land''“ notað um [[svæði]] almennt án vísunar til heitis sérstaklega. Sem dæmi um slíka notkun orðsins mætti taka þessa setningu: „Í [[Himalayafjöll]]um liggur land að jafnaði hærra en annars staðar á [[jörð]]unni.“

Leiðsagnarval