„Opinberun Hannesar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Steinninn (spjall | framlög)
m iksg
Steinninn (spjall | framlög)
m vantar heimildir fyrir flestu hér
Lína 1: Lína 1:
{{Heimildir}}
{{kvikmynd
{{kvikmynd
| nafn = Opinberun Hannesar
| nafn = Opinberun Hannesar

Útgáfa síðunnar 1. október 2007 kl. 17:29

Opinberun Hannesar
brot úr myndinni
LeikstjóriHrafn Gunnlaugsson
HandritshöfundurHrafn Gunnlaugsson
Leikarar
FrumsýningFáni Íslands 1. janúar, 2004 (sjónvarpi)
Lengd84 mín.
Tungumálíslenska
AldurstakmarkKvikmyndaskoðun L

Opinberun Hannersar er kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson byggð á smásögu Davíðs Oddssonar, Glæpur skekur húsnæðisstofnun.

Myndin varð fyrir mikilli gagnrýnni. Hún þótti einstaklega lítilfjörleg (gangrýnendur voru t.d. ekki hrifnir, nema Sæbjörn Valdimarsson, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins sem var mjög hrifinn) og margir álitu sem svo að hún hefði kostað öllu minna en framleiðendur höfðu fengið til gerð hennar. Mikið af fjármununum komu úr kvikmyndasjóði, og var talað um að myndin hefði fengið ríflegan styrk vegna tengsla Davíðs Oddssonar við myndina - og óbeinna tengsla hans inn í kvikmyndasjóð. Myndin fékk fyrst miljón í þróunarstyrk og síðan 22 miljónir frá kvikmyndasjóði til framleiðslu. Auk þess keypti Ríkissjónvarpið sýningarréttin á 10 miljónir. Myndin var lítil í sniðum; skotin á litla handhæga tökuvél, lýsing lítil sem engin og leikarar fáir. Þótti mörgum þessar staðreyndir renna stoðir undir það að myndin væri í heild sinni ekki dýr og hefði verið ofgreitt fyrir hana af almannafé. Í öðru lagi vakti það undrun að hún var sýnd í Ríkissjónvarpinu daginn áður en hún var frumsýnd í kvikmyndahúsum sem var líklega aðalástæðan fyrir að hún fékk litla sem enga aðsókn.

  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.