„Hvammstangi“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Peturrunar (spjall | framlög)
Fæðingarorlofssjóðru og Selasetrið.
Steinninn (spjall | framlög)
m hnit
Lína 1: Lína 1:
{{Hnit|65|23|50|N|20|56|30|W|type:city_region:IS}}
[[Mynd:Hvammstangi.jpg|thumb|Hvammstangi séður frá [[Þjóðvegur 1|þjóðvegi 1]]]]
[[Mynd:Hvammstangi.jpg|thumb|Hvammstangi séður frá [[Þjóðvegur 1|þjóðvegi 1]]]]
'''Hvammstangi''' er kaupstaður í [[Húnaþing vestra|Húnaþingi vestra]]. Það var upphaflega í [[Kirkjuhvammshreppur|Kirkjuhvammshreppi]] en var gert að sérstökum [[hreppur|hreppi]], '''Hvammstangahreppi''', hinn [[1. júlí]] [[1938]].
'''Hvammstangi''' er kaupstaður í [[Húnaþing vestra|Húnaþingi vestra]]. Það var upphaflega í [[Kirkjuhvammshreppur|Kirkjuhvammshreppi]] en var gert að sérstökum [[hreppur|hreppi]], '''Hvammstangahreppi''', hinn [[1. júlí]] [[1938]].
Lína 19: Lína 20:
{{Commons}}
{{Commons}}


{{Stubbur|landafræði|ísland}}
{{Íslenskur landafræðistubbur}}


[[Flokkur:Húnaþing vestra]]
[[Flokkur:Húnaþing vestra]]

Útgáfa síðunnar 12. júlí 2007 kl. 16:33

65°23′50″N 20°56′30″V / 65.39722°N 20.94167°V / 65.39722; -20.94167

Hvammstangi séður frá þjóðvegi 1

Hvammstangi er kaupstaður í Húnaþingi vestra. Það var upphaflega í Kirkjuhvammshreppi en var gert að sérstökum hreppi, Hvammstangahreppi, hinn 1. júlí 1938.

Hrepparnir tveir sameinuðust á ný 7. júní 1998 ásamt hinum 5 hreppunum í Vestur-Húnavatnssýslu: Staðarhreppi, Fremri-Torfustaðahreppi, Ytri-Torfustaðahreppi, Þverárhreppi og Þorkelshólshreppi undir nafninu Húnaþing vestra.

Hvammstangi var gerður að viðurkenndum verslunarstað árið 1895 en þá voru engin íbúðarhús á staðnum. Hið fyrsta slíka var byggt árið 1900. Þá hófust einnig fiskveiðar þar á tanganum og eru hafnarskilyrði þar nú góð. Mest er veitt af rækju og grásleppu.

Á Hvammstanga er margvísleg þjónusta fyrir sveitirnar í Húnaþingi vestra. Hitaveita Húnaþings vestra á Laugarbakka sér Hvammstanga fyrir heitu vatni en þangað var lögð hitaveituæð 1972. Vatnsveita kom í plássið 1952 en áður hafði hvert hús haft eigin brunn.

Læknir hefur haft aðsetur sitt á Hvammstanga allt frá 1905 en hann þjónaði jafnframt héraðinu. Á árunum 1979 til '81 var heilsugæsla byggð á staðnum.

12. janúar 2007 opnaði Fæðingarorlofssjóður starfsemi sína á Hvammstanga.

25. júní 2006 var opnað Selasetur á Hvammstanga. Hús Verslunar Sigurðar Pálmasonar, sem reist var 1926, hýsir Selasetrið. Í Selasetrinu má nálgast fróðleik í máli og myndum um sela og ýmsa hjátrú tengdri þeim. Eitt aðgengilegasta selalátur landsins er á Vatnsnesi, fyrir utan Hvammstanga.

Hvammstangakirkja var vígð 21. júlí 1957. Er hún steinsteypt og tekur 160 manns í sæti. Í Kirkjuhvammi, rétt ofan Hvammstanga, er eldri kirkja - frá árinu 1882. Hún er friðlýst og í umsjón Þjóðminjasafns Íslands. Gripir úr henni eru í Hvammstangakirkju og ber þar að nefna messingskírnarfat frá árinu 1753 og silfurkaleik frá 1821.

Tengill

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.